fimmtudagur, mars 09, 2006

Tær sjór og tær snilld

Erum búin að kafa fjórum sinnum. Sjórinn hérna er ekkert smá tær, maður sér ótrúlega langt, 25 metra til allra átta. Sjórinn hér er aðeins kaldari heldur en í Tælandi þannig að við þurfum að vera í tveimur blautbúningum og skóm, sumir kafarar sem við sáum voru líka með hettu. Allur búnaðurinn + það að snjórinn er saltari hérna gerir það að verkum að maður þarf að hafa mörg lóð til að sökkva niður og halda réttu bouancy. Ég þurfti 14 kíló um mittið á mér og Jóna 13 kíló.
Fyrsta köfunin var meira til að æfa okkur að venjast aðstæðum og búnaði. Samt sáum við mikið af fiskum og kóral. Í annari köfuninni fórum við lengri vegalengd og lengra niður á stað sem heitir Lighthouse, þar sáum við mjög langan kóralvegg með litríkum kóral og litríkum fiskum. Í gær voru aðeins erfiðari kafanir. Fyrri köfun dagsins hét gilið. Þá köfuðum við að gili og létum okkur falla niður það, niður á 30 metra dýpi. Þegar niður var komið var þar hellir. Við syntum í gegnum hellinn og komum upp um gat í hellisþakinu. Þegar út var komið syntum við til baka yfir hellinn og gilið og þá sáum við loftbólur stíga upp frá hellisþakinu, loftbólurnar sem við höfðum andað frá okkur. Það var magnað að sjá þær fljóta upp, þetta var eins og hart efni, ég gat gripið loftbólurnar án þess að þær tvístruðust í margar minni. Magnað að sjá þessi tvö efni vinna saman, vatn og loft. Seinni köfunin fór fram á stað sem heitir Blue Hole. Blue Hole er kóralveggur sem er í hring út í miðjum sjónum og inn í miðjunni er gat þar sem er bara sjór inn í. Ef þú stendur í miðjum hringnum og horfir niður þá sérðu bara blátt því að það er svo langt til botns (100 metrar eða meira). Ef þú horfir upp þá sérðu líka bara bláan himninn og ef þú ert á 10 metra dýpi þá rennur þetta allt saman og þú veist ekkert hvað er himininn og hvað er botninn, magnað. Allavegna þá byrjaði köfunin á því að við hoppuðum ofan í gil og settum þar á okkur froskalappirnar, svo létum við okkur falla niður í gilið á 30 metra dýpi en neðst er bogi eða brú á milli giljaveggjanna sem við fórum í gegnum. Þegar við komum út úr gilinu tók við ótrúlega stór kóralveggur. Þar sem við vorum á 30 metra dýpi þá gátum við horft upp kóralvegginn upp á yfirborðið og horft niður kóralvegginn til botns, sem var á 100 metra dýpi eða eitthvað. Við syntum sem sagt meðfram þessum kóralvegg þar til við komum að blue hole og fórum síðan inn í kóralhringin og syntum meðfram honum að ströndinni. Þessar tvær kafarnir voru æðislegar, virkilega fallegt og litríkt þarna niðri. Fiskar sem við sáum voru t.d. skata, krossfiskur, grupper sem er stórt kvikindi með oddhvassar tennur, lionfish, pipefish, ílangir fiskar sem ég man ekki hvað hétu, skjelfiskar, fullt af Nemófiskum og margt fleirra. Kafa, það er málið.

1 Comments:

At 11:56, Blogger Bryndís said...

Mig langar að kafa þarna...virðist vera algjör snilld...

 

Skrifa ummæli

<< Home