Ekki hætta að lesa
Ég er búinn að ákveða að halda áfram með þetta blogg og skrifa hérna um daginn og veginn og hvað á daga mín drífur. Augljóslega verða áherslubreytingar þar sem maður er ekki að skoða musteri, heimsækja múslima eða hossast um í lélegum rútum. Mér til ómældrar ánægju þarf ég heldur ekki lengur að hafa áhyggjur af moskítókvikindunum og get sofið með opinn glugga og útlimi út fyrir sængina. Þannig að haldið endilega áfram að kíkja inn á síðuna og hafa áhuga fyrir því sem ég og Jóna erum að gera, þó að sögurnar verða ekki eins framandi. Hver segir að heimsókn til ömmu, hvaða mynd maður sá í bíó eða hvað maður keypti í Bónus sé ekki krassandi efni? Ég skal lofa ykkur einu að það er að ég skal aldrei minnast á þetta leiðinlega Baugsmál og að fjölmiðlafrumvarpið verður ekki á dagskrá hérna heldur.
1 Comments:
Já það er gott að heyra... keep up the good work.
Skrifa ummæli
<< Home