sunnudagur, apríl 02, 2006

Margt að gerast

Núna er rúmlega tvær vikur síðan við komum heim. Fyrir mig eru þetta búnar að vera krefjandi vikur, það er búið að vera svo mikið að gera og mikið að hugsa um.
Forgangsatriðið þegar heim var komið fyrir mig var að fá vinnu. Ég er búinn að eyða miklum tíma í að sækja um vinnur og fara í atvinnuviðtöl. Mér hefur verið boðin tvö störf en þau voru annaðhvort með lélegum launum og lélegum vinnutíma eða ég átti að vera eini starfsmaðurinn og gat skotið í mat í korter. Ég afþakkaði. Margir hafa ekki svo mikið sem svarað mér til baka, algjör ókurteisi. Eitt fyrirtæki vildi mig ekki því ég þarf bara vinnu þangað til í haust. Á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku var ég orðin mjög stressaður yfir að vera atvinnulaus. Á fimmtudaginn fékk ég vinnu sem hentar mér mjög vel. Mér til mikillar gleði var ég velkominn til Símans aftur, í tímabundið starf til haustins. Ég er að fara að vinna með tveimur fólki sem ég var að vinna með á farsímasviðinu. Þau eru að sjá um semja við farsímafyrirtæki erlendis og búa til GSM reikisamninga fyrir Símann. Ég er s.s. að fara að leggja mitt að mörkum til að koma á farsímasambandi við önnur lönd eins og Pakistan, Trinidad og Tobago og Oman. Ég er að vinna á tæknisviði og er titlaður sérfræðingur, hundskemmtilegt allt saman. Ég er með sama GSM númer og ég var með síðast hjá Símanum, 8967887.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home