mánudagur, október 24, 2005

Konur. Mannfræðiinnlit Jónu

Af því að ég er kona og líka af því að ég er með BA. gráðu í mannfræði þá hef ég mikið verið að spá í stöðu kvenna hérna. Það flýgur upp í hugann margt sem ég lærði í mannfræðinni og ég reyni að horfa á heiminn út frá því og niðurstaðan er mjög forvitnileg.
Mér finnst ég ekki sjá mikið af konum hérna. Eða mér finnst ég bara sjá konur úti á götum án þess að ég viti hvað þær eru að gera. Allstaðar eru það karlmennirnir sem vinna störfin. Á öllum hótelum, gistiheimilum, veitingastöðum, túristabúðum, vatnssölubúðum og internetskrifstofum eru það einungis karlmenn sem eru að vinna. Nánast undantekningar laust eru það alltaf karlmenn sem eru í öllum störfunum.
Af hverju ætli þetta sé??
Ég veit að konurnar eru í ver launaðri vinnu en karlarnir og þau störf sem ég taldi upp hérna áðan flokkast kannski sem vel launuð störf. Ég veit líka að konurnar eru í störfum sem eru ekki sýnileg eins og störf karlanna.
Áðan sá ég kvennastarf, jei. Það voru sennilegast svona 100/150 konur og unglingstelpur sem sátu á pínulitlum stólum við að pilla rækjur við höfnina og ég held að það hafi bara verið 3 ungir karlar sem voru að gera það sama og konurnar. Ég er ekkert viss um að svo margir ferðamenn komi þarna svo að mér fannst þetta styðja kenninguna mína um földu störfin alveg ágætlega. Karlarnir fara út á sjó að veiða rækjur og annan afla en konurnar eru í landi að verka aflann og selja hann. Magnað að sjá hvernig konurnar geta setið á hækjum sér nánast á götunni og samt verið í litskrúðugum sarii. Það er eins og að fötin þeirra verði einhvernveginn ekki skítug! Ég sé þetta alveg fyrir mér í fiskiverksmiðju heima, allar konurnar í fínum kjólum í vinnunni (NOT).
Það sátu nokkrar konur við höfnina og voru að selja útsaumaðar slæður. Enginn karlmaður nálægt, bara einhverjar aðrar konur að skoða varninginn. Þegar ég kom að og spurði hvað þetta kostaði sagði konan við mig að ein slæða kostaði 5 rúpíur. Ég ákvað að kaupa 2 (14 krónur fyrir þær báðar). Þegar ivð vorum búin að standa þarna í smástund að skoða þá koma 2 eða 3 karlar og segjast eiga dótið. Konan jánkar því og maðurinn ætlar að rukka mig um 100 rúpíur fyrir stikkið. Ég sagði að konan hefði sagt 5 rúpíur og hann sussaði bara á hana. Þessi viðskipti enduðu á því að ég keypti ekki neitt.
Spurningarnar sem mig langar að spyrja með þessari pælingur eru: Hver átti slæðurnar, hver sá um að brjóta þær saman og halda þeim til haga, hver hefði fengið peninginn ef ég hefði keypt og hvert var raunverulegt verð slæðunnar??
Gaurinn sem býr í herberginu við hliðina á okkur á hótelinu er með þernu. Þarna er komið annað kvennastarf sem er einmitt falið... Frábært að vera með hreinsikonu til að þrífa herbergi sem eru 2 fermetrar :)
Æji þið vitið, ég er bara í pælingum hérna. Alltaf að fylgjast með því sem er að gerast í kringum mig. Ég sé MA verkefni á hverju horni hérna ;) Það er fullt meira sem mér dettur í hug en ég verða að skrifa um það síðar,
hilsen :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home