Það er gaman að eiga afmæli í útlöndum
Jamm, þá er 25 ára afmælisdagurinn búinn og ég verð bara að segja að hann var alveg rosalega skemmtilegur. Dagurinn byrjaði á því að við fengum okkur baguette og te á gistiheimilinu. Síðan fórum við að sjá lík Ho Chi Minh. Það var svolítill slatti að labba þannig að við ætluðum að taka tuktuk. Nema hvað að í Hanoi eru engir tuktuk! Þannig að við tókum mótorhjól. Í Hanoi eru gaurar út um allt sem bjóða manni far á mótorhjólinu sínu! Í fyrstu ferðinni okkar vorum við Gunnar saman á einu mótorhjóli með bílstjóra. Mjög skemmtilegt allt saman.
Það var allt voðalega formlegt þegar við fórum að sjá Ho Chi Minh Musoleum. Maður þurfti að klæða sig á siðsamlegan hátt og sýna MIKLA virðingu. Síðan var öllum smalað saman í tvöfalda röð sem labbaði svo um svæðið. Líkhúsið var svo vel loftræst og vopnaðir verðir á hverju strái. Líkið var inni í glerboxi svo að það var ekki alveg hægt að sjá hvort að það var alvöru eða kannski bara vaxmynd. Sumir Vietnamarnir sem voru þarna tárfelldu! Mjög skrýtið að sjá svona mikla sorg yfir þjóðarleiðtoga sem lést fyrir 30 árum síðan. Ég sé ekki Íslendinga fyrir mér tárfella yfir líkinu af Jóni Sigurðssyni...
Næst fórum við í War Museum þar sem við sáum skriðdreka og herflugvélar. Held samt að Gunnari hafi þótt skemmtilegra þarna heldur en mér :) Það voru líka allskonar ljósmyndir og gripir, bæði frá sjálfstæðisstríðinu og Vietnam stríðinu. Allar lýsingarnar á myndunum sögðu frá því hvað Frakkar og Ameríkanar væru nú vitlausir í stríði og Víetnamar væru klárir.
Hanoi er alveg stór borg sko og það er ekkert sérstaklega auðvelt að rata ef maður hefur bara kort í Lonely Planet. Okkur tókst samt að finna gamla bæinn aftur. Skoðuðum túristahverfið, skóbúðir, nammiverslanir og töskubúðir.
Tókum mótorhjól á rútustöðina til að kaupa rútumiða. Nema hvað að þegar við komum þangað komumst við að því að það er ekki hægt að kaupa miða nema samdægurs! Þannig að við þurftum bara að taka hjól til baka.
Fórum fínt út að borða um kvöldið. Tókst að villast smá á leiðinni í matinn svo að við tókum hjól. Traditional Vietnamese Food and Music og allt saman. Rosa flott. Treysti mér ekki alveg út í að fá mér snigla eða ál svo að ég fékk mér bara nautakjet.
Sem sagt rosa skemmtilegur dagur. Það er frábært að vera 25 ára og Gunnar er bestur!
Hápunktar dagsins:
- Afmælisgjöfin frá Gunnari, gullhálsmen og gulleyrnalokkar
- Vorrúllur
- Hálft kíló af ávaxtakaramellum
- Silkitaska
- Blómvöndur frá Gunnari
- Blómvöndur frá hótelinu
- Afmælisávaxtasalat
- Mótorhjólaferðir x4
- Góður kvöldmatur
- Ho Chi Minh - Lifi byltingin!
2 Comments:
Til hamingju með afmælið Jóna Mín :*
Til hamingju með daginn Jóna :D
Skrifa ummæli
<< Home