fimmtudagur, desember 29, 2005

Halong Bay

Ég og Jóna erum stödd í bæ sem heitir Halong. Hann er við Kínasjóinn (China sea). Hér í flóanum eru rosalega falleg björg sem standa upp úr sjónum, smáeyjur og sker (Breiðafjörður Víetnams). Við erum að fara að skoða þessa kletta á morgunn og hinn. Verðum yfir eina nótt um borð í bátnum, komum til baka til Halong City 31. des. Siglum meðfram björgunum og, skoðum hella og förum líka á kayak í 2 klst. Vonandi verður þetta gaman og við fáum það út úr ferðinni sem var lofað. Við ákváðum s.s. að koma hingað á eigin vegum með almúgarútu (enska: public bus). Flestir sem koma hingað bóka ferð í vegnum gistihús eða kaffihús í Hanoi. Margir sem við höfum hitt á ferðalagi okkar hafa hinsvegar sagt okkur að það hafi ekki verið staðið við það sem sagt var þegar þeir fóru í þessar ferðir. Einnig langaði okkur ekki að borga gistiheimili í Hanoi commision fyrir þetta + að okkur langaði að vera sjálfstæðir túrhestar en ekki hóppakkatúrhestar. Voandi skilar þetta sér einhverju. Ef ekki þá var rútuferðin hingað allavegna mjög fróðleg. Þessir Víetnamar eru brjálaðingar hvernig þeir keyra!! Í Laos þurfti ég að halda mér í, en það var vegna þess að vegurinn var í sikk sakk, í þessari rútuferð þurfti ég íka að halda mér í, en vegurinn var beinn alla leiðina. Gaurinn tók fram úr öllum á leiðinnni, held að hann hafi átt við e-h egó vandamál að stríða (held reyndar að allir rútubílstjórar hérna keyri eins og brálæðingar). Þann 31. des ætlum við síðan að taka rútu til staðar sem heitir Ninh Binh. Það verður fjör áramótunum þar.

Gunnar Magnússon, How Long?(Halong), Vietnam.

1 Comments:

At 16:09, Anonymous Nafnlaus said...

Rakst á þessa síðu gegnum bakpokann.com og svei mér þá ef ég kannast ekki bara við andlit þarna:) Var að vinna með þér Gunni í símanum ármúla, að mig minnir sumar 2000 amk. Allavega þá erum við Róbert að leggja af stað í reisu í næstu viku. Væri nú skemmtilegt að rekast á einhvern sem maður kannast við úti í hinum stóra heimi:) Gangi ykkur vel, Kv. Margrét Ágústa.

 

Skrifa ummæli

<< Home