fimmtudagur, desember 29, 2005

Hello Moto

Farsímaframleiðandinn Motorola (3 stærsti farsímaframleiðandi í heimi) er búinn að vera með auglýsingaherferð sem þar sem allar auglýsingarnar þeirra byrja á orðinu hello Moto. Hér í Víetnam keyra lang flestir um á mótorhjólum. Þá er ég að tala um að það eru mótorhjól allstaðar, það er alveg sama hvert þú labbar, svo sér maður nokkra bíla og rútur sniglast inn á milli. Á Indlandi, Sri Lanka, Tælandi og Laos voru tuk tuk,autorickshaw, ferrari (mismunandi hvað þetta er kallað eftir löndum, man ekki hvað þetta er kallað í Laos, þriggja hjóla bíl eða mótorhjól). Þar labbaði maður 20 skref og einhver bauð manni far. Where you go, need a tuk tuk, hljómaði allstaðar í eyrunum á manni. Hérna í Víetnam eru engir tuk tuk heldur bara mótorhjól og leigubílar (sum staðar hjólarickshaw reyndar). Út um allt eru mótorhjólagaurar að bjóðast til að skutlast með mann þangað sem manni langar að fara. Þeir kalla alltaf á eftir manni: Hello moto, og meina: vantar þig far? Nei bara svona fyndið sko, alltaf þegar ég heyri þá segja þetta þá minnir þetta mig á Motorola auglýsingar, Hello Moto.

Gunnar, Halong City, Hello Moto.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home