laugardagur, desember 31, 2005

Halong Bay

We got ripped of eins og maður segir á útlenskunni.
Keyptum ferð um Halong Bay á 40 dollara og það átti að vera ýmislegt innifalið, eins og til dæmis matur og kæjakferð. Áttuð að leggja að stað 11,30 en báturinn fór ekki úr höfninni fyrr en um klukkan 2! Sigldum um flóan (rosalega flott) og um skoðuðum svona grotto sem er eins konar risahellir. Þegar við vorum búin að skoða hellinn þurftum við að bíða í klukkutíma eftir að báturinn færi af stað og þá var klukkan að verða fimm! Innan við hæalftími í sólsetur og við ekki byrjuð að kæjakast! Sigldum í rúman klukkutíma í viðbót. Rosalega flott að sjá Halong Bay við sólsetur! Gistum á bátnum og boðruðum kvöldmat og morgunmat um borð :)

Við borguðum miklu meira fyrir ferðina heldur en allir aðrir sem voru með okkur um borð! Þegar við komum í land fundum við gaurinn sem bókaði ferðina fyrir okkur, rifumst aðeins við hann og hann lét okkur fá 150 000 (10 dollarar) til baka af því að við fengum enga kæjakferð.

Annars var skýjað alla ferðina okkar um flóan, en þrátt fyrir það var mjög fallegt þarna enda er staðurin á heimsmynjalista UNESCO. Mjög skmmtilegt allt saman.

Eftir ferðina tókum við svo public bus til Ninh Bin þar sem við erum núna. 4 tíma rútuferð og bílstjórinn í þessari ferð var ekki alveg eins geðveikur eins og í fyrstu ferðinni hérna. Samt mjög pirrandi að fólk meigi reykja í rútunum hérna. Held ég lykti eins og sígarettupakki eftir þessa ferð! Á morgun ætlum við að leigja okkur hjól og hjóla aðeins um sveitir Viet Nam og taka síðan lest annað kvöld til Hue.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home