laugardagur, janúar 21, 2006

Angkor

Búin að sjá þetta allt saman. Angkor Wat, Angkor Thom, Bayon, andlitin, Terrace of elephants, öll hin musterin...... Þetta er allt komið, grafið í hausinn og ímyndina. Frá sólarupprás til sólseturs höfum við stritað í 2 daga við að labba um þessi 1000 ára gömlu musteri. 11 klukkutíma hvorn dag, það dugar ekkert minna. Upp þessi bröttu þrep, þræðandi þessa ganga og hinar hvelfingarnar, upp í þessa turna og út um hin hliðin. Múrsteinar, sandsteinar, límonaði steinar (limestone). Passandi sig að stíga ekki á landnámur....

Allavegna, þetta er komið og verður ekki tekið til baka. Been there, done that.
Á morgunn förum við með rútu til Bangkok, 11 tímar á holóttum vegi. Nei er svarið, vð lærum ekki á mistökum annarra. Allir ferðamenn segja vegur helvítis, Kambódíubúar segja frítt nudd, ég og Jóna segjum húllahúbbahúbbahúlle. Hér sé stuð. Á morgunn Kho San Road, eftir 3 daga strendur, sól og hiti, brúnka og fínheit.

Fyrir alla sem eru að velta fyrir sér þá komum við heim föstudagskvöldið 17. mars klukkan 23 eða eitthvað, það er allavegna planið sko. Góðar stundir.

Þetta er Gunnar sem skrifar frá Konungsveldinu Kambódíu, góðar stundir.

2 Comments:

At 09:14, Anonymous Nafnlaus said...

Sæl
Varla eru vegirnir verri en vegurinn heim að Gili í sumar?
Kv,
Stebbi

 
At 10:04, Blogger Gunni said...

Nei ekki alveg. Thetta var allt i lagi, holur sum stadar, ekkert malbik sumastadar, tha var mikid ryk. Held ad thetta hestalid sem er ad kvarta hafi aldrei keyrt a malarvegum adur !! Thad var lika magnad ad koma fra Cambodiu yfir til Thailands thvi i Thailandi er allt malbikad og skipulagt og flott, mjog miklar andstaedur.

 

Skrifa ummæli

<< Home