laugardagur, janúar 21, 2006

Kambódía á mikilli hraðferð.

Erum búin að vera í Kambódíu í viku. Á þessum tíma erum við búin að skoða Phnom Penh, vorum hörkudugleg og náðum að sjá allt sem okkur langaði að sjá. Fórum til Kampong Cham og Kratie. Sitthvor dagurinn í sinnhvorum bænum. Litlir og krúttaralegir bæir en ekki mjög mikið að gera þarna. Fórum svo í langa rútuferð til Siem Riep þar sem við erum núna. Áttum einn frídag sem við notuðum í að skoða bæinn, skoða markaðinn, fara á netið og sinna öðru smávæginlegu sem við ætluðum að gera hérna. Síðan erum við líka búin að vera hörkudugleg að skoða fornar rústir sem eru hérna við bæinn síðustu 2 daganna. Sem sagt bara rosalega dugleg. Þess vegna höfum við ákveðið að fara til Bangkok á morgun. Ég er búin að ákveða að það mun heita að taka Junnan og Gónuna á þetta, að fara hratt yfir og ekki eyða tímanum í neina vitleysu. Það er allaveganna eitthvað sem við Gunnar höfum verið að gera. Vakna snemma alla morgna og vera mjög aktíf.
Planið hjá okkur í Kambódíu var að fara á ströndina (Shianoukville...) en við ákváðum að það væri of túristalegt og furðulegt svo að við nenntum ekki að fara þangað. Ætlum frekar að fara á ströndina í Tælandi í staðinn.
Núna eru tæpir 2 mánuðir eftir og þar af verðum við 2 - 3 vikur í Tælandi. Svo er það stóra spurningin hvert við þeytumst næst. Þetta verður mjög spennandi.

1 Comments:

At 09:15, Anonymous Nafnlaus said...

Hvað með Kína?
Kv,
Stebbi

 

Skrifa ummæli

<< Home