laugardagur, janúar 21, 2006

Rykugar tær

Verð nú bara að segja að ég er með annsi rykugar tær eftir að hafa verið í Kambódíu. Hér er MIKIÐ ryk. Eftir 12 tíma í skoðunarferð um Angkor Wat er maður orðin alveg svakalega brúnn á löppunum. Það er nú búið að vera frekar mikil sól og maður veltir því fyrir sér hvort að maður sé orðin svona brúnn á einum degi. Þegar maður kemur heim skellir maður sér í sturtu og sólbrúnkan lekur ofan í niðurfallið!! Ef bara að ég væri svona brún. Gráu buxurnar mínar eru líka brúna og bolurinn minn lyktar ekki mjög vel. Ég er líka brún inni í eyrunum og hárið er að dekkjast!.
Fórum um daginn í hálftíma tuktuk ferð í Phnom Penh. Þegar ég kom til baka var ég eiginlega orðin brún/rauðhærð. Það var eins og ég væri með allt of mikið brúnt púður í andlitinu, eyrun og nefið voru full af ryki. Bolurinn, buxurnar og bakpokinn höfðu líka breytt um lit. Sem sagt mjög mikið ryk. Og það versta var að ég komst ekki í sturtu þennan dag vegna þess að við þurftum að flýta okkur í næsta bæ.

1 Comments:

At 16:30, Blogger Polypía said...

eitt snilldar ráð við rykinu, sem er nú reyndar minna vandamál þegar þið eruð komin aftur til thailands en hvað um það... já, blautþurkur fyrir andlit... fást í öllum Watson búðunum og svo í kælinum í 7eleven (stundum eru reyndar ekki til svoleiðis með mörgum í pakka, bara svona bómullarklútar).
allavega, ef þið eru ekki löngu búin að fatta þetta þá er það ekki svo vitlaust að prófa.
Merkilegt samt hvað maður verður allur út í ryki en sér ekki á innfæddum! Einhvernvegin tekst þeim alltaf að halda sér hreinum, svindlarar! en annarssvona til fróðleiks þá líta margir asíubúar dálítið niður á skítuga túrista ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home