sunnudagur, janúar 15, 2006

Um allt og ekkert frá Víetnam

Verð aðeins að fá að kveðja Víetnam. Nam var alveg frábært land. Fólkið mjög vingjarnlegt og marg skemmtilegt og fróðlegt að sjá. Pho Bo var mesta snilldin við landið en það heimtaði ég á hverjum degi (Pho Bo = núðlusúpa(Pho) með nautakjöti(Bo)). Saigon var skemmtilegasta borgin, Ninh Binh kom skemmtilega á óvart, ánægður að við fórum þangað. Halong Bay voru mestu vonbrigðin. Ég held að við höfum verið mjög dugleg í Víetnam, tókum þetta á 19 dögum: Hanoi, Halong Bay, Ninh Binh, Hué, DMZ, Hoi An, Nha Trang, Mui Ne, Saigon, Mekong Delta. Ég held að ég hafi aldrei skrifað jafn lítið á bloggið eins og í Nam, hafði bara annað að gera.

Saigon var frábær borg, ein af þeim bestu í ferðinni, fannst mjög gaman að vera þar, mjög lífleg borg. Hér koma sögur af tveimur fyndnum atvikum sem hentu okkur í Saigon.

1) Fyrsta kvöldið okkar fórum við og keyptum okkur Pho Bo. Sátum úti á litlum plaststólum hjá einum götusala og vorum að slafra í okkur núðlusúpunni. Að okkur kemur lítil gutti að selja sígarettur:

Hann: Wanna buy sigaretts?
Við: No smoke.
Hann (labbandi fúll í burtu): LIARS !!

2) Annan daginn okkar fórum við að skoða War Remnats Museum (stríðsminjasafn). Við lásum í LP að einu sinni hafi safnið heitið Museum of American and Chinese war crimes en nafninu hafi verið breytt vegna mótmæla eða til að styggja ekki fólk. Á leiðinni á safnið þurftum við að fara yfir stóra götu og það er meira en að segja það í stórborg eins og Saigon (trilljón mótorhjól og engin gefur séns). Eftir að við náðum listilega að koma okkur yfir götuna þá kemur Amerísk kona labbandi og segir með mjög Amerískum hreim: Good job!! og klappar svona mjög gervilega. Við kinkum bara kolli og höldum áfram. Ágætt að koma því hér inn í að áramótaheitið mitt var (í gríni) að ég ætlaði að blóta sem mest á þessu ári. Í gríni byrjaði ég því að blóta konuni og fór að apa eftir henni við Jónu með Amerískum hreim. Segi svo í endan Shut up you American bitch. Jóna fer eitthvað að hneikslast á mér þannig að héld áfam að kalla hana American bitch (bara grín sko). Þá rennur allt í einu út úr Jónu: Shut up you War crime bitch. Kannki er þetta svona You had to be there dæmi en þetta komment gerði alveg daginn fyrir mér: Shut up you war crime bitch!! Hahahahaha..........

Gunni Magg Liar and a war crime bitch!

1 Comments:

At 12:59, Anonymous Nafnlaus said...

Þið eruð greinilega búin að borða allt of mikið af núðlusúpu miðað við hvernig húmorinn hefur þróast hjá ykkur. Kær kveðja úr sveitinni.
Kv,
Stebbi

 

Skrifa ummæli

<< Home