Bedbugs
Við vorum í Singapore síðustu 3 næturnar. Dýrasta gistingin í ferðinni og svona. Fyrstu 2 næsturar voru allt í lagi en nótin í nótt var ekki all í lagi. Þegar ég var nýsofnuð fannst mér eins og eitthvað væri að skríða á mér. Þar sem ég var sofandi hugsaði ég ekki meira um þeta. Fór að pissa klukkan 3 og þegar ég kom til baka í herbergið ákvað ég að lýsa aðeins á dýnuna með vasaljósinu mínu. Fann 3 gerðir af pöddum!! Jakk. Samt var ég búin að kíkja undir dýnuna fyrsta daginn sem við vorum þarna. Reyndi að fara afur að sofa en rétt fyrir 4 fannst mér ég finna eitthvað skríða á hálsinum á mér og þegar ég tékkaði á málinu kramdi ég eitt flykki í leiðinni. Risa kvikindi (3 mm) sem ég held að sé bed bug og stór blettur af blóði. Rifum allt af rúminu og fundum 6 eða 7 svona kvikindi í viðbó: Öll full af blóði, okkar blóði! Hristum allt og spreyjuðum okkur og rúmið með skordýrafælum.
Ga sofnað aftur um hálf 5 en dreymdi sam skordýr alla nóttina.
8 Comments:
OOOjjjj oj oj oj
Alltaf gaman að lesa og hverfa aftur í tímann og láta sig dreyma.. Lentum aldrei í svona slæmu Pödduveseni. Lentum bara minna í því en mig hefði grunað fyrir utan moskítóbit dauðans.. við höfum kannski bara verið svona heppin! Þið hafið þó alla vega ekki veikst alvarlega er það..?? það er Mjög Gott!!!
Góða skemmtun!
Maður þarf greinilega að kíka undir dýnuna á rúminu á hverju kvöldi .... Lítið á björtu hliðarnar þetta var a.m.k. ekki sporðdreki :)
Maður þarf greinilega að kíka undir dýnuna á rúminu á hverju kvöldi .... Lítið á björtu hliðarnar þetta var a.m.k. ekki sporðdreki :)
Þið eruð greinilega gæðablóð fyrst að það voru 6-8 troðfullar pöddur af blóði úr ykkur. Var einmitt að horfa á þátt með Sr. David Attenborough í gærkveldi og varð hugsað til ykkar þegar stærsta bjalla í heimi var sýnd. Hún getur bitið í sundur blýant með jöxlunum og var því gott að það voru engin "Nemo-cindrom" hér á ferð því þá hefði farið illa fyrir Gunnari.
Kv,
Stebbi
Sem betur fer hofum vid ekki veikst neitt alvarlega, bara thetta venjulega...
Jamm, thad er nausynlegt ad kikja oft undir dynuna. Thau eru snjoll thessi kvikindi.
Jamm, eg er farin ad hafa ahyggjur af Gunnari, hann talar ekki um annad en Nemo :)
*HROLLUR*!!!
Hef það eftir stúlku nokkurri að maður eigi að kíkja í faldinn á hornunum á dýnunni, þær feli sig stundum undir kantinum á borðanum sem er saumaður á hornin á öllum dýnunum og að maður geti séð "pöddukúk" ef þær lifi í dýnunni, sem eru þá eitthvað svart gums... Ég veit ekki hvort þetta var satt hjá henni en ég tékkaði alltaf á þessu og sá aldrei neitt, og var heldur aldrei bitin af bedbugs...
Gott að tékka líka hvort það séu litlar blóðslettur á veggjunum í hótelherberginu og svo þekkir maður bitin á því að þau koma öll í svona halarófu eftir húðinni á manni, línubit...
Skrifa ummæli
<< Home