mánudagur, febrúar 06, 2006

Mossís

Ég þoli ekki moskítóflugur. Í gærkvöldi fékk ég nokkur ný bit á lappirnar. 2 þeirra eru akkúrat undir böndunum á skónum mínum svo að það er eins og að maður sé að klóra sér stanslaust þegar maður labbar! Arg!Annars eru mossí hérna alveg geðsjúklega stórar, það er ógeðslegt að sjá þær setjast á lappirnar á manni! Og þegar maður nær að smassa þær og skoða á þeim broddinn þá eru sumar með 5 mm langan brodd. Oj barasta. Maður reynir bara að vera í síðbuxum á kvöldin svona til að vernda sig en það virkar ekki alltaf. Um daginn fékk ég bit á lærið. Sá að ein mossí var alltaf að setjast aftur og aftur á lærið á mér og svo byrjaði mér að klæja. Kvikindið var búið að stinga mig þrisvar í gegnum buxurnar!
Gott að það skuli ekki vera mossí á Íslandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home