þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Fiskar og kóralar

Hafið er annar heimur. Klisjan segir að við vitum meira um tunglið og arðrar reikistjörnur heldur en við vitum um hafsbotnin og öll dýrin sem lifa þar. Ég fíla hafið. Það var gott að kafa í 27 gráðu heitum sjó í Tælandsflóa. Sjórinn var tær og maður sá langt niðri í sjónum (good visability, vis) segja gárungar. Þegar maður er komin inn í kafaratungumálið er bara talað um vis, buyoncy, BCD og annað slíkt, annað tungumál. Ég kafaði á þremur stöðum fyrir utan ströndum Ko Tao. Twin Peaks, White Rock og Chumphon Pinnacle. Á öllum stöðunum er mikið um kóral og einnir mikið um fiska. Kóralarnir rísa langt upp frá hafsbotni frá 30 metrum og næstum upp að hafsbotni, eins og White Rock. Ég fór mest á 30 metra dýpi, þar var dimmt og lélegt vis. Þegar maður er komin svona langt niður segja fræðin að maður geti komist í svipað ástand og þegar maður er ölvaður eða á eiturlyfjum, þetta heitir Nitrogen narcosis. Ég og Jóna fundum ekki fyrir þessu, sem er ágætt. En hafið er fallegt hér á suðurslóðum. Kórallarnir eru litríkir og af öllum stærðum og gerðum. Fiskarnir sem lifa við kórallanna eru líka mjög litríkir og margir skringilegir í lögun. Það er magnað að synda við hliðina á þeim og horfa í augun á þeim, þeir horfa til baka. Maður fer að ímynda sér hvað þeir séu að hugsa. Hvaða kvikindi er þetta....? Ég sá Nemo. Hann bjó í sægrasi sem var heimilið hans. Hann er lítill og af tegundinni Clown Fish. Ég reyndi að gefa honum skel en hann hitti ekki og saug í þumalputtan á mér í staðinn, það var skrítin tilfinning. Hann biður að heilsa öllum. Vonandi á ég eftir að kafa meira í framtíðinni.

3 Comments:

At 13:13, Blogger Bryndís said...

Ég held því fram að ég hafi heldur ekki fundið fyrir nitrogen narcosis er ég fór á 40 m. dýpi. En leiðbeinandin og aðrir sem voru að kafa með mér segja að ég hafi verið einum of glöð (mikið af thumbs up og ok merkjum)....Ég veit ekki hverjum ég á að trúa....

 
At 12:23, Anonymous Nafnlaus said...

Sælir
Eins gott að Nemo saug ekki eitthvað annað en þumalputtan. Þvílíkur pervert að fá "blow-job" hjá fiski :-)
Kv,
Sveitamaðurinn

 
At 12:57, Anonymous Nafnlaus said...

Hey everyone My name is Ray I just wanted to let you know that this website is really neat Keep up the good work! Thailand Diving Co.

 

Skrifa ummæli

<< Home