mánudagur, febrúar 13, 2006

Kuala Lumpur

Mér finnst gaman að geta sagst hafa komið til Kuala Lumpur, nafnið hljómar svo framandi (Samt ekki jafn framandi og Abu Dabhi). Kuala Lumpur fér á listann hjá mér yfir skemmtilegustu stórborgir ferðarinnar, ásam Saigon og Mumbay. Hér er mikið af háhýsum og arkitektúrinn á mörgum þeirra mjög magnaður. Ein byggingin er t.d. með skygardens en það er stór svalaútigarður fyrir hverja hæð. Nokkrar byggingar hafa stiga lögun (breiðast neðst og minnkar í þrepum þegar ofar dregur. Ein bygging lítur út eins og Bambussprotar eða stórt segl. Svo er alveg magnað hvernig virðst vera hægt að móta gler til að þekja skýjaklúfanna (hringir, bogar, u laga,júneimid). Þekktasta bygging borgarinnar er Petronas tvíburaturnarnir. Það er brú á 41 hæð á milli turnanna sem hægt er að fara útá til að horfa í kringum sig (báðir turnarnir eru 88 hæðir). Mögnuð bygging. Við fórum í sjónvarpsturninn í Kuala Lumpur. Þar tókum við lyftu á útsýnispall í um 250 metra hæð þar sem var alveg magnað útsýni yfir borgina. Eftir tveggja turna tal og sjónvarpsturninnþá fórum við í Golden Triangle sem er verlsunarmiðstöðva og viðskiptahverfi borgarinnar. Við fórum reyndar bara inn í eina verslunarmiðstöð sem var á 11 hæðum. Inn í miðri verslunarmiðstöðinni var skemmtigarður með rússibana, fljúgandi teppi, vertical tæki og fleirra og fleirri. Algjört geðveiki. Í dag sáum við líka Þjóðarmoskvu Malasíu en þar geta 15.000 manns beðið í einu. Jóna þurfti að klæðast kufli og vera með sjal yfir höfðinu.

Ég og Jóna erum mikið búin að vera að fylgjast með umræðu um Dönsku skopmyndateikningarnar af Allah og Múhamed (stóra skopmyndateikningamálinu). Það hafa verið mótmæli hér í Malasíu og ég hef aðeins lesið um þetta í blöðunum hérna. Engin í Malasíu hefur minnst einu orði við okkur á þetta. Hér eru allir mjög kurteisir og almennilegir. Í Malasíu er einnig mikið af Indverjum sem iðka Hindúatrú og einnig mikið af Kínverjum sem iðka Konfúsisma og Taoisma. Hér, eins og á Indlandi búa allir í sátt og samlyndi. Ég er orðin mjög leiður á þessu múslima - vesturlanda rugli. Víst að allir aðrir geta lifað í sátt og samlyndi, af hverju þarf alltaf að vera þetta ótraust á milli Íslam og Krisni. Við erum öll eins og trúum á sama Guðin eða þennan æðri mátt og það að við trúum á mismunandi boðbera Guðs á ekki að skipta máli. Moses, Jesú eða Mohammed, skiptir það einhverju máli. Þeir voru allir hipp og kúl, málið leist. Getum við þá farið að leysa önnur heimsvandamál. Fátækt og umhverfismál, málefni 21. aldarinnar.

Alla vegna, KL kúl borg. Á morgun förum við til Melaka til að hitta fleirri Múslimi, Kínverja og Indverja. Bragða góðan mat og skoða okkur um. Eins og áður sagði, að tilillitsemi við Múslima ákváðum við að drekka engan bjór hérna. Það hefur gengið glimrandi vel. Ég hef ekki drukkið bjór núna í heila viku. Þetta er met í ferðinni. Er búinn að finna nýjan drykk í staðinn, hann heitir 100 plús og er einskonar íþróttadrykkur. Hér svitnar maður eins og munkur þess vegna er hann svalur og góður í hitanum.

Þetta er GM í KL.

3 Comments:

At 09:26, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var vel orðað hjá þér Gunnar. Kominn tími til að hætta að deila um trúmál og leysa í staðinn mikilvæg mál.

 
At 14:12, Anonymous Nafnlaus said...

Já, er ekki Kuala Lumpur flott borg, og Petronas alveg makalausir. Sammala ykkur um að Saigon sé líka flott. Líka gaman að koma til Melaka, þar keytpi ég skjaldboku í antikbúð og búðareigandinn elti mig gratandi út á götu með fjolskyldu skjaldbokunnar ......
Haldið áfram að njóta ferðarinnar.
Það styttist í að þú komir í vinnuna Jona min. Bestu kvedjur

 
At 11:07, Anonymous Nafnlaus said...

....enginn bjór í viku. Hlýtur að vera hræðilegt :-)

Hljómar mjög spennandi staður að skoða, sérstaklega brúin á milli húsanna og þessi útvarpsturn. Eruð þið hætt að lifa eins og bakpokarottur og komin aftur inn í vestrænt neyslumynstur eða er sami hængurinn á ykkur áfram? Hljómar eins og þið séuð komin út úr öllu þessu framandi í meira vestrænt borgarsamfélag.
Kv,
Sveitó

 

Skrifa ummæli

<< Home