sunnudagur, febrúar 19, 2006

Er Singapore Asía eða er það Evrópa?

Alir sögðu okkur að Malasía væri dýrt land...... það er kannski aðeins dýrara en önnur lönd á svæðinu en lítill munur. Gistingin er aðeins dýrari en matur og annað dót er ekkert dýrara heldur en í t.d. Tælandi. Í Malasíu þurftum við reyndar að sofa í litlum herbergjum og deilda klósetti og sturtuaðstöðu með öllum gistihúsgestum. Singapore hinsvegar....... ÞAÐ ER DÝRT LAND!!!! Sem dæmi þá þurftum við að borga svona 400 krónur fyrir herbergi án klósetts í Malasíu og hvað borguðum við í Singapore...... já þið gátuð ykkur rétt til, 2200 krónur fyrir eina nótt reyndar með morgunmat. Annars er hér smá hrip um síðustu daganna okkar í Malasíu og um hvað við gerðum í Singapore. P.s. við komumst ekkert á bloggsíður og bloggerinn í Singapore, eitthvað verið að hindra frjálsar skoðanir þar.......!!!

Eftir KL þá lá leið okkar Jónu til borgarinnar Melaka á vesturströnd Malasíu. Þar vorum við í tvær nætur og skoðuðum pleisið. Þetta er gömul verslunarborg og þangað komu verslunarmenn frá Asíu, Evrópu og Afríku og skiptust á varningi fyrir 500 árum síðan. Þar má t.d. sjá leifar eftir hersetu Portúgala, Hollendinga og að sjálfsögðu Englendinga sem létu ekkert vera sem hreyfðist hérna á öldum fyrr..... jollygood sir....!!! Borgin er mjög stratetísk staðsett. Ef allir mundu nú taka upp landafræðibókina sem þeir stálu úr grunnskóla og flétta upp Malasíu í henni þá sjáið þið að Malacca sund rennur fram hjá borginni, ALAS þetta var mikill verslunarborg þegar krydd og silkiviðskipti voru upp á sitt besta. Þarna sigla s.s. í gegn öll verslunarskip á leiðinni frá Asíu til Evrópu.
Í Melaka fórum við líka í bíó og sáum myndina Prime með Uma Thurman. Það kostaði 120 krónur. Það var ekki hægt að fá saltað popp, bara karmellupopp. Fín mynd, gott að hverfa inn í gerviheim í 2 tíma og gleyma Asíu...... með Malasískum og kínverskum texta.

Singapore, hvað er þetta, maður eða mús, land eða borg? Þetta er allavegna hreinasta og skipulagðasta borg sem ég hef komið í. Þessi borg eða land gæti verið hvar sem er í Evrópu, þegar maður er þarna þá gleymir maður Því næstum því að maður sé í Asíu. Þarna er mikið af háhýsum og mjög gott underground lestarkerfi. Singapore er dýr, ekki nema rafmagnstæki. Þau eru samt ekkert ódýrari heldur en í Bangkok. Í Singapore eyddum við ekki miklum pening við vorum að spara. Helmingurinn af peningaeyslunni fór í gistingu, 6600 krónur, jafn mikið fór í allt annað. Fórum í Singapore Zoo sem er flottasti dýragarður sem ég hef séð. Ég hef áður farið í dýragarðinn í Berlín og þar voru t.d. ljónin í rimlabúri. Í Singapore þá höfðu öll dýrin sitt svæði, engir rimlar, bara hafðir litlir veggir og vantsgryfja á milli hjá hættulegustu dýrunum. Skemmtilegast var að sjá þegar var verið að gefa dýrunum að borða. Við sáum allra þjóða kvikindi, allt frá gíröffum og ljónum til kópra og sporðdreka. Við erum búin að sjá ótrúlega mikið af dýrum í þessari ferð, bæði úti í náttúrunni og í manngerðu umhverfi, fyrir mína parta hefur það verið það skemmtilegasta við ferðinni (highlightið var Elephant Orphanage í Sri Lanka). :)

Já allir póstar hafa sinn enda, hér endar þessi. Núna sitjum við á netstofu í Bangkok. Ha hugsið þið, var hann ekki að segja að þau væru í Singapore. Já nei við flugum í morgun frá Singapore til Tælands, lands allsnægtanna. Og það er ekki að spyrja af því ég er búinn að fá mér bjór eftir 13 daga útiveru (fyrir utan einn Tigerbjór í Singapore sem var bara drukkinn í hávísindalegum tilgangi þar sem ég verð alltaf að smakka þjóðarbjóra landanna sem ég fer í og Tiger Beer er þjóðarbjór Singapore). Allavegna þá var næstum því jafn dýrt að fljúga hingað og að taka rútu og 1000 x fljótara.

Þetta er Gunni Singha bjór sem skrifar frá Bangkok, borg allsnægtanna. Bjór, bjór, bjór, bjór, bjór, bjór, bjór!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home