Ennþá er hellirigning
Núna er maður bara kominn í stóra eplið eins og maður segir! Kuala Lumpur er staðurinn til að vera á þessa daganna, allaveganna hjá okkur Gunnari. Komum hingað fyrir 2 tímum síðan og fyrsta innlitið í þessa borg virðist nú vera allt í lagi. Tókum leigubíl, ferju og rútu til að komast hingað frá eyjunni Pangkor; ferðin tók alls um 7 tíma :). Þegar við komum svo inn á KL þá tók við nærri því klukkutíma akstur um borgina, held að bílstjórinn hafi verið nýr og ekki vitað hvert hann átti að fara. Það var kannski bara allt í lagi fyrir okkur því að þetta var ágætis útsýnisferð um borgina. Sáum Petronas turnana nokkrum sinnum, eins líka sjónvarpsturninn og stærstu moskvuna hérna svo að við erum bara búin að sjá þetta allt og erum að spá í að fara bara á morgun!! He he. Nei nei, bara smá grín. VIð verðum hérna allaveganna á morgun og svo er planið að yfirgefa borgina á þriðjudaginn.
Fórum aðeins út áðan í matarleit og fórum þá á einskonar útimarkað. Það kom alveg hellirigning en sem betur fer vorum við með regnjakka og regnhlíf svo að þetta var allt í lagi. Magnaður markaður annars, hvernig er hægt að selja svona mikið af töskum, úrum, bolum og skóm á sama stað? Hér er hægt að fá úr á 130 krónur, fótboltatreyju með nafni á 700, Addidasskó á 700 og allar stærðir og gerðir af töskum á alls konar verði. Hér er líka hægt að kaupa stolnar DVD myndir á 160 krónur. Langar einhverjum í stolna DVD mynd? Er að hugsa um að kaupa mér nýju myndina með Jet Li: Fearless.
Kær kveðja úr rigningunni
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home