þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Þá er maður bara kominn í nýtt land!

Alltaf hressandi að vera komin í nýtt land.
Vorum á Koh Phangan í gærmorgun, tókum ferju, risarútu og minibuss til að komast til Haad Yao. Fyndinn landamærabær þar sem hægt er að finna allt milli himins og jarðar. Meðal annars stóra M-ið og nokkra KFC staði. Skelltum okkur samt bara á tælenskan mat í gærkvöldi og á sama stað í morgunmat. Tókum svo mini bus og ferju til Georgetown á Penang eyju í Malasíu. Hér er svaka heitt, held að það hafi ekki verið svona heitt síðan í Indlandi! Komum hingað um eitt og fórum út í leit að mat og hraðbanka. Borðuðum á indverskum stað (það má fá sér indverskt hér, hér búa fullt af tamil fólki), nammi namm. Fengum matinn á bananalaufum... Þegar við vorum búin að ná okkur í peninga röltum við aðeins um bæinn og ákváðum að skella okkur á eitt stykki safn. Klukkan var hálf fjögur svo að okkur reiknaðist að við hefðum einn og hálfan tíma til að skoða kvikindið. Um leið og við vorum búin að borga segir maðurinn við okkur að það loki eftir 25 mín!! What? Heyrðu, erum við ekki klukkutíma eftir á. Enginn sagði okkur að Malasía væri klukkutíma á undan Tælandi. Úbbs. Jæja, við flýttum okkur bara í gegnum safnið á 25 mínotum og héldum áfram göngu okkar um bæinn.
Annars er bjórinn hérna kreisí dýr! Stór bjór (660 ml) á 15 ringitt (175 krónur): Glætan. Við erum í múslimalandi núna og ætlum að minnka öldrykkjuna á meðan við erum hérna! Við erum samt ennþá að rena að átta okkur á hvað hlutirnir kosta hérna. Holan sem við gistum í núna kostar 19 ringitt. Þegar við komum í morgun vissum við að einn dollari væri tæplega 4 ringitt. Sem þýddi að herbergið kostaði 5 dollara! EN eftir smá hugaleikfimi áttuðum við okkur á að þetta var ekki nema 190 bath eða 300 krónur sem er allt í lagi verð, allaveganna ef maður miðar sig við Tæland. Maður verður ótrúlega ruglaður þegar maður skiptir svona um gjaldmiðla!
Planið hjá okkur er að vera í Malasíu í ca. viku. Á þeim tíma ætlum við að skoða hellings, gera helling, ferðast helling og spara helling. Gaman gaman að vera í Malasíu :)
Ps. furðulega skemmtileg tilbreyting að sjá konur í saree, konur með slæður yfir hárinu og menn með yfirvaraskegg og pottlok. Svo fékk maður nett flashback þegar maðurinn á indverska staðnum hristi hausinn til að láta okkur vita að hann væri búinn að ná pöntuninni :) (Svona nei sem þýðir já !)

2 Comments:

At 15:45, Anonymous Nafnlaus said...

Heitir ekki landamærabærinn Hat Yai? Bara svona að besserwissa aðeins, ég er ekki búinn að láta heyra í mér svo lengi.
Ég held að mér myndi bara líða eins og heima ef ég kæmi þangað aftur. Anna veiktist þar og ég hafði heila viku til að ráfa um einsamall og kanna borgina. Fínt pleis.
Jæja hvernig er svo stemmningin yfir skopmyndunum í Malasíu. Prófið að segjast vera frá Danmörku og segið okkur hinum svo frá því hvernig viðbrögðin verða...
Kv. Valgeir

 
At 10:11, Anonymous Nafnlaus said...

Það er rétt, landamærabærinn heitir Haad Yai (Hat Yai hjá sumum). Vorum að koma af strönd sem heitir Haad Yao. Ég er alger sauður í nöfnum svo að það er ekki skrýtið að ég ruglist á svona smáatriðum... :)

 

Skrifa ummæli

<< Home