mánudagur, febrúar 13, 2006

Twister

Haldiði ekki að ég hafi gleymt að segja frá einu. Þegar við vorum á Pangkor þá sáum við skýstrokk. Magnað kvikindi. Hann var svona 2 kílómetra í burtu frá okkur, yfir sjónum og við horfðum á hann í svona 4-5 mínotur þangað til hann hvarf aftur upp í skýjin. Sjórinn frussaðist út um allt, allveg magnað. Hann hreyfðist smá en ekkert á við það sem var sýnt í myndinni Twister, hann bara lullaði yfir sjónum og færðist nokkra metra. Set inn myndir af fyrirbærinu um leið og ég er búin að koma þeim á geisladisk.
Kveðja

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home