mánudagur, febrúar 06, 2006

Sögur af fólki

Hef lengi ætlað að skrifa þennan póst en ekki komið mér að efninu, hef verið meira uppteknari að því að ferðast heldur en að hanga á netinu. En hér kemur þetta. Litlar frásagnir af nokkru af því fólki sem við höfum hitt í ferðinni. Höfum e.t.v. sagt frá einhverju af þessu en langar að rifja þetta upp, sérstaklega svo ég muni þetta sjálfur.

Autorickshaw bílstjórinn í Nýju Delhi
Hann hét Billu. Við hittum hann fyrsta daginn okkar þegar hann skutlaði okkur á svindl ferðamanna upplýsingamiðstöðina. Hann bauðst til að fara með okkur í skoðunarferð um borgina daginn eftir að við komum og beið eftir okkur daginn eftir fyrir utan hótelið okkar. Hann sýndi okkur margt áhugavert. Um peninga var samið lauslega. Hann trúði ekki að við værum eins gömul og við sögðum, hélt okkur um tvítugt en sjálfur var hann litlu eldri, um 27 ára gamall. Hann kunni góða ensku. Sagði okkur að hann væri í skóla að læra að verða leiðsögumaður. Eftir áhugaverðan skoðunarferðadag þá bauð hann okkur út að borða á uppáhaldsveitingastaðnum sínum. Þar fengum við fyrst að bragða indverskan mat, þá meina ég indverskan mat. Hann kenndi okkur á matarsiðina og þetta er ennþá ein skemmtilegast máltíð sem ég hef átt í ferðinni. Í lok dagsins skutlaði hann okkur á lestarstöðina en þá var hann búinn að gefa okkur e-mailið sitt og símanúmer ef við skyldum vera aftur í Delhí í ferðinni. Við borgðuðum kappanum (allt of mikið) og gáfum honum póstkort frá Íslandi. Það fyndna var að við vissum strax að þetta var allt of mikið en við létum okkur samt hafa það. Þetta er skemmtilegasti einstaklingurinn sem við höfu hitt í ferðinni. Viku síðar hittum við hann aftur og þá reddaði hann hóteli fyrir okkur (fékk commision), fór með okkur á ferðaskrifstofu þar sem við leigðum bílstjóra til að keyra okkur um Rahjastan (fékk commision) keyrði okkur út um allt (borguðum ekki neitt fyrir það) og beið eftir okkur allan daginn. Já fínn strákur sem gaf okkur smjörþefinn af Indlandi og hversu hart land það er.

Rocko bílaleigubílstjóri
Þessi maður keyrði mig, Jónu, Guðjón og Daníel um þvert yfir Rahjastan fylki á flottum Ambassador með loftkælingu. Hann var meðalhár, grannur, með rakaðan skalla, um fertugt. Hann sturtaði í sig betelhnetum alla leiðina (tóbak). Strax frá byrjun sýndi hann fram á það að það væri hann sem réði í ferðinni. Við reyndum allan tíman að taka stjórnina, stundum tókst það og stundum ekki. Ef honum líkaði ekki ákvarðanir okkar þá lét hann Guðjón (pabba Jónu) heyra að þetta væri vitleysa sem við vorum að gera. Hann hét Rocko og millinafnið hans var commission. Við hvert tækifæri sem gafst reyndi hann að fara með okkur á veitingastaði og hótel þar sem hann fékk commission (þóknun). Það var stoppað í minjagripaverslunum, textíl verksmiðjum, marmaraverskstæðum og svo framvegis. Þetta varð kvöl og pína. Ég held að hann hafi fattað það snemma að mér fannst ekki mikið til hans koma. Snemma í ferðinni byrjaði hann bara að hlíða skipunum Guðjóns og ansaði ekki þegar aðrir í bílnum spurðu hann að einhverju eða sagði hvað ætti að gera. Rocko var giftur og átti börn. Hann bjó í Delhí en megnið af árinu var hann að keyra um Indland með hesta. Konan hans og börn bjuggu í íbúðinni þeirra í Delhí. Af hans lýsingum ströglaði fjölskyldan við að hafa í sig og á. Rocko tók þetta það langt að hann sagði að hann fengi nú enga peninga fyrir að vera að keyra, fengi bara mat og gistingu á meðan á ferðinni stóð og tekjur hans samanstóðu algerlega af því sem hestarnir gáfu honum í þjórfé. Hann sagði okkur stoltur að í framtíðinni hugðist hann ætla að flytja til Ástralíu, hann ætti kærustu þar og væri búinn að sækja um atvinnuleyfi og væri að bíða eftir svari. Aðspurður um konuna þá sagði hann að það væri alveg eðlilegt að eiga fleirri en eina. Konan hans í Delhí væri svona skipulagt brúðkaup (arranged) en hitt væri love relationship. Jæja svo leið á ferðina og hann byrjaði alltaf meira og meira að minnast á það og spyrja hvað við ætluðum að gefa honum mikið í þjórfé þegar á leiðarenda var komið. Minnti á það að hann fengi nú engan pening fyrir þetta. Hann byrjaði meira og meira að koma sér í mjúkinn hjá Guðjóni en hann var búinn að finna það út að hann væri maðurinn með peninganna. Hann byrjaði að kalla Guðjón pabba sinn. Hann vissi að Daníel og Jóna væru börnin hans og því voru þau orðin systkini hans. Já Jóna var allt í einu orðin systir þessa langt leidda manns, mjög fríký allt saman. Á mig var varla yrt. Hann var búinn að komast að því að ég byrjaði að kommenta þegar átti að fara með okkur í enn eina túristagildruna. Stundum gerðum við ekki það sem hann vildi og þá var hann fúll og skutlaði okkur bara einhvert og sagðist svo koma klukkan þetta daginn eftir og ná í okkur. Einu sinni keyrði hann með okkur fullur (við höldum að hann hafi verið í glasi) á festival þegar við vorum í Jaipur. Allavegna þá var ég ánægður þegar ég losnaði undan oki þessa manns. Hann eyðilagði ekki ferðina en það fór mjög í taugarnar á mér hvað hann var frakkur. Ég er ennþá
á þeirri skoðun að hann hafi sigað á mig 100 moskítóflugum síðasta kvöldið okkur Jónu með Guðjóni og Danna í Bikanier. Ekki hlægja strax af þessu. Hann var af Brahma stéttinni (hæstu stéttinni í Indlandi) og hann kunni möntrur. Mantra en einskonar galdraþula sem einungis Brahmar kunna. Með möntru geta þeir haft áhrif á hluti. Þeir geta látið konu verða ástfangna af sér, tamið kópraslöngu og ég er viss um að hann kunni möntru til að kalla á moskítóflugur. Seinasta kvöldið fórum við á útiveitingastað (roof top restaurant, hef forðast þá eins og heitan eldinn eftir þetta). Þegar máltíðin var byrjuð kemur ekki Rocko, í glasi, og sest við borðið okkar og situr allan tímann. Ég fann allan tímann að eitthvað væri að snerta lappirnar á mér en hélt að þetta væri bara vindurinn. Eftir matinn sá ég hvað hafði gerst. 50 bit á annarri löppinni og 50 bit á hinni löppinni. Dagurinn á eftir var einn erfiðasti dagurinn í lífi mínu. Mig klæjaði en mátti ekki klóra. Já Rocko, hann setti aldeilist svip sinn á ferðina. Ég sé hann fyrir mér núna keyrandi saklausa hesta í texstílverksmiðjur, marmaraverkstæði og á uppáhalds commission veitingastaðina sína.

Babu kameltemjari
Ég, Jóna. Guðjón og Danni fórum í kamelsafarí þega við vorum í Jaisalmer. Áttum einn dag og eina nótt í Thar eyðimörkinni, á landamærum Indlands og Pakistans. Leiðsögumennirnir okkar í ferðinni voru þrír. Babu, 8 ára sonur hans og 15 ára strákur sem var sonur kameleigandans. Babu vann við að fara með hesta í kamelsafarí 9 mánuði á ári. Eina skiptið sem hann fékk að fara heim var þegar regntímabilið var, þegar engir voru túrhestarnir. Hann vann alla daga þessa níu mánuði, svaf næstum alla daga undir stjörnubjörum himninum. Hann var meistarakokkur. Hann kveikti eld með sprekum sem hann fann í eyðimörkinni og galdraði fram grænmetisrétti, habatti, pabadum og masala te. Mjög gómsætt alt saman. Hann átti ekkert kameldýr sjálfur og þegar hann vildi fara heim til sín þá þurfti hann að labba 75 kílómetra í eyðimörkinni. Sonur hans var með honum allan tímann, ég efa að hann hafi fengið borgað. Hann fór ekki í skóla. Við spurðum hann hvað hann fengi í laun á hverjum degi. Ég man ekki svarað en gott að það var ekki 1200 rúpíur á mánuði, 1900 ísl krónur. Við gáfum honum tips á leiðarenda, líka stráknum tveimur. Það var gaman að spjalla við Babu undir stjörnubjörtum himninum í Thar eyðimörkinni.

Stórfjölskyldan á lestarstöðinni í Mumbay
Við sátum við hliðina á þeim. Við að bíða eftir lest til Góa, þau að bíða eftir lest til staðar sem ég man ekki hvað heitir. Eiginkonan í fjölskyldunni sat við hliðina á Jónu. Jóna var að skrifa í dgbókina sína. Konan varð mjög forvitin að vita hvaða tungumál Jóna væri að skrifa og vildi sjá skriftina. Konan fór að spyrja Jónu hvaðan hún væri og svo framvegis. Jóna spurði hana sömuleiðis um sína hagi. Allir í fjölskyldunni fóru að taka þá í samræðunum. Eiginmaðurinn, systir konunar, öll börnin sem voru með. Þau voru frá Allahbad í Gujarat fylki. Þau höfðu ferðast í 15 tíma í lest frá Allahbad, gist í Mumbay hjá ættingjum. Núna voru þau á leiðinni inní mitt Indland í 30 tíma lestarferð til að sjá þar eitt hindúamusteri. Það var s.s. tilgangur ferðarinnar í byrjun. Svona trúarferð til að sjá eitt musteri, öll fjölskyldan saman. Já Indverjar ferðast mikið u sitt eigið land. Fjölskyldan var mjög áhugasöm um okku. Okkur var boðið sælgæti frá Gujarat og einnig matur. Ég og Jóna gáfum þeim einnig póstkort frá Íslandi. Konan skrifaði niður á blað fyrir okkur heimilisfangið þeirra og símanúmerið og allan pakkan og sagði að ef við værum stödd í Allahbad þá ættum við að kíkja í heimsókn. Þá fengu einnig upplýsingar um okkur. Já góð afsökun fyrir því að skella sér aftur til Indlands, þessa stórbrotna lands.

Autorickshaw bílstjórinn í Siem Reap
Þessi keyrði okkur um allt Angkor svæðið. Hann átti setningu. Happy, happy, happy. Fyrir framan hvert musteri, þegar hann sá svitan og þreytuna í okkur þá hughreysti hann okkur alltaf með þessum orðum: Happy, happy happy. Hann kunni ensku vel. Hann sagði okkur að eftir Khmer Rough tímabilið hafi hann verið sendur til Tælands í munkaklaustur. Hann var munkur í Tælandi í 12 ár. Flutti til baka til Kambódíu fyrir sjö árum og vinnur núna sem Autorickshaw bílstjóri í Siem Reap. Hann kann ensku og Tælensku og er í skóla til að læra að vera leiðsögumaður til að geta fylgt hestum eftir um Angkor svæðið, sagt þeim frá hérlegheitunum og grætt meiri pening á þvi heldur en hann fær fyrir aksturinn. Hress gaur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home