Can I help you spend your money??
Klukkan er 3 um nóttina og síminn hringir. Wake up call! Stuttu síðar skríðum við niður i móttöku og bíðum eftir að vera sótt. Keyrum til Abu Simbel á brjáluðum hraða og horfum á sólina koma upp í eyðimörkinni. Abu Simbel er alveg magnað musteri, 4 risagaurar sem horfa til sólarinnar, nokkrir minni inni í musterinu, alveg súper.
Brumm, brumm, brunað til baka og beint um borð í felucca. Felucca er lítill bátur sem drifinn er áfram af seglum og kröftum árinnar. Lífið okkar þessa 2 daga snerist um að liggja á dýnum að slappa af og hugsa um hvað maður fengi að borða næst. Yndælt líf. Gaman að sigla um á Níl og njóta umhverfisins. Sáum 3 krókodíla í ánni. Ein stelpan sem var með okkur á bátnum var að synda í ánni þegar einn lítill synti í áttina að henni og hún rétt komst upp úr. Við Gunnar létum Nílarsund hins vegar alveg eiga sig. Best að vera ekkert að trufla þessi kvikindi.
Meiri musteri. Í dag var komið að musterunum í Kom Ombo og Edfu. Sáum múmíska krókódíla, uppþornaða og krumpaða; kúl að sjá meira en 3000 ára krókodíla. Egyptar dýrkuðu dýrin sín :)Hundskemmtilegt allt saman (enda eru líka til hundamúmíur).
Mjög gott að komast til Luxor Pluxor þar sem við erum núna. Besta sturta í langan tíma (eina sturtan í 3 daga!). Gott að vera komin í menninguna (og mengunina) aftur. Gott að hitta sölumenn sem eru æstir í að selja manni allt of dýrt kók og hjálpa manni við að eyða peningunum í eitthvað (ó)nauðsynlegt.
Á morgun förum við svo í metskoðunarferð, Konungardalurinn, Drottningadalurinn, Musteri Hatseputar og Súlur Memnons verða skoðuð fyrir hádegi og eftir hádegi er stefnan tekin á Karnak musteri og Luxor musteri. Publish Post
1 Comments:
Coke er aldrei of dýrt :-) Mikið borgandi fyrir þann dýrðardrykk.
Kv,
Stebbi
Skrifa ummæli
<< Home