Þá byrjar ´etta
Ég ætla að byrja hérna á einu klassísku efni, hvað ég gerði um helgina. Gott að taka svona smá æfingu til að koma sér í réttan gír fyrir bloggið. Þetta var mjög skemmtileg helgi. Eftir vinnu á föstudaginn fór ég heim fullur tilhlökkunar og beið eftir að píparinn mundi kíkja í heimsókn. Ég og Jóna vorum s.s. að kaupa okkur þvottavél og það þurfti að tengja hana. Var búinn að kíkja í BYKO deginum áður og kaupa hálf tommu galvaneserað N-hné, 4 cm framlengingu og skrúfukrana (líka hálftommu). Píparinn kom svo og við byrjuðum á því að taka vatnið af öllum stigaganginum, hressandi svona á föstudagseftirmiðdegi, líklegt að allir hafi verið kátir með þetta. Píparinn var reyndar ekki lengi að þessu þannig að vatnið komst fljótt á aftur. Þvottavélin virkar og við erum að reynslukeyra hana ennþá þar sem það er ennþá hálf skrítin lykt af vatninu. Eftir pípulagningarnar þá lá leiðin í partý. Fyrst kíktum við til Þorgeirs bróður og fjölskyldu og röbbuðum við þau. Þorgeir sturtaði hvítvíni og bjór í Jónu þannig að hún var orðin vel upphituð þegar við fórum í hitt partýið, en það var afmælispartý hjá vinkonu Jónu sem heitir María. Fínt þar þangað til að heyftarlegt kattarofnæmi sló mig úr leik. Ég vaknaði hress á laugardag og skellti mér í Sporthúsið og í klippingu á eftir. Svo skelltum við Jóna okkur í smá leiðangur og fjárfestum í sjónvarpsskáp frá Hirzlunni. Ég var til 1 á laugardagskvöldið að setja hann saman og var orðin mjög þreyttur þegar þetta var búið (skemmtilegt laugardagskvöld !!). Á sunnudaginn fórum við í brunch til Hildugunnar og Villa og hittum fullt af skemmtilegu fólki. Seinna um daginn skelltum við okkur til Hveragerðis og keyrðum þangað í niðaþoku á leiðinni. Heimsóttum ömmu á NLFÍ. Svo fórum við í mat til Stebba bróður og fjölskyldu að Gili og fengum frábært íslenskt læri. Tókum með okkur heim í gjöf forláta niðurskurðarvél. Kann ekki að lýsa þessari maskínu en hún er nokkru minni en hrærivél og getur rifið og skorið niður margar tegundir af grænmeti og ávöxtum, ost og ábyggilega margt fleirra. Þetta er solid græja úr stáli sem gerir kraftaverk.Jæja svona var helgin hjá mér og Jónu, ekki alveg eyðimerkursafarí á kameldýri, köfunarferð um kóralrif í Rauða hafinu eða hossandi rútuferð í troðfullum bíl af Sri Lanka búum þar sem hindútónlist hljómar en vonandi finnst einhverjum þetta spennandi. Er þetta annars ekki svona týpískt íslenskt mánudagsblogg?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home