miðvikudagur, apríl 12, 2006

Ég sakna útlanda

Já hér með er þetta opinbert. Ég sakna ferðarinnar og vildi að ég gæti farið aftur út og haldið áfram að ferðast. Það var gott að koma heim en núna er ég tilbúinn að fara á stað aftur. Ég er strax byrjaður að fá nostalgíu, hugsa um hluti sem ég sakna og væri til í að vera að gera. Ég er að spá í að hafa svona nostalgíuhorn. Rétt áðan langaði mig geðveikt að ég væri í Food court í MBK verslunarmiðstöðinni í Bangkok og gæti keypt mér Red Curry. Slurp það var svo gott og spicy. Food court er svona eins og stjörnutorgið í Kringlunni, nema bara miklu skemmtilegra. Maður fer fyrst og kaupir sér coupon hjá miðadömunum. Ég og Jóna keyptum vanalega fyrir 100 eða 150 bath og ef við eyddum ekki öllum coupon þá fengum við bara endurgreitt. Í Food court var risastórt svæði með fullt af básum sem seldu mat frá öllum Asíulöndum. Einn bás seldi kínverskan mat, einn seldi indverskan, einn seldi sushi, ein seldi bara svínakjöt, einn seldi núðlusúpur, einn seldi Tum Yum súpu og einn seldi uppáhaldið, kjúklingur í Red cueey og hrísgrjón. Hægt var að fá skammt fyrir 30 bath eða stærri skammt fyrir 40 bath (60 krónur) og þetta var yndislega gott á bragðið og mjög sterkt, þess vegna þurfti maður að slarfa hálfan líter að vatni niður með þessu. Öll vatnsdrykkjan var svo til þess að ég þurti oft að pissa vegna þess að maður svitnaði ekkert þarna inni, enda verslunarmiðstöðin loftkæld. Það er einmitt gaman að geta þess að það kostaði 1 bath að fara á klósettið. Það er einnig gaman að geta þess að í ferðinni þá fórum við held ég 5 sinnum í þessa verslunarmiðstöð (allt mismunandi daga) og eyddum þar slatta af pening og slatta af tíma. Það var fleirra hægt að gera í MBK heldur en að versla. Þarna var heilt kvikmyndahús en við fórum einmitt og sáum Memories of a Geisha, mjög góð, og þurftum að standa upp í byrjun sýningar til að sýna konungi Tælands hollustu okkar á meðan myndir af honum runnu yfir skjáinn. Þarna var líka internetstaður með flottustu leður lazyboy stólum sem ég hef séð, brjálað mikið af veitingastöðum og svo var það aðal. Þarna var hægt að fara í kareokí. Fullt af básum sem hægt var að loka og öskra úr sér lungun í kareokí, og enginn annar heyrði. Það var gaman, mjög gaman.

1 Comments:

At 09:53, Blogger Anna Sigga said...

Velkomin heim!! Maður er svo upptekin þessa dagana að maður gefur sér ekki einu sinni tíma í lestur á bloggi... ÉG veit nákvæmlega hvað þú átt við með að sakna útlandanna.. og ég skal segja þér þetta líður aldrei hjá!! ;)

Annars gott mál að sjá að þið eruð hress og kát. Ef þið ætlið ekki að stinga af um páskana og leiðist á föstudagskvöldið verður partý hér í heimahúsum foreldra minna (þar sem við búum þar ennþá.. íbúð ekki afhent fyrr en 1.maí)

Væri voða gaman að sjá ykkur! Vertu bara í bandi ef þið sjáið ykkur fært að mæta og vantar leiðbeiningar..!! annasigga@hn.is

 

Skrifa ummæli

<< Home