þriðjudagur, apríl 25, 2006

Að ferðast

Nú af því að þessi síða er tileinkuð ferðalögum verð ég bara að lýsa því yfir að mig langar að fara aftur til útlanda: NÚNA STRAX!!! Ég held að ég hafi komist í snertingu við backeríus ferdalangus í gær. Einkennin voru meðal annars brjálæðislegar áætlanir um ferðir til Kenya, Japan og Chile. Svo væri auðvitað gaman að fara eitthvað til Evrópu, helst á hljýjar slóðir þar sem væri hægt að skoða flottar byggingar og vera menningarlegur á söfnum og kaffihúsum. Ferðir til stórborga flugu í gegnum hugann, París, London, Köben, New York, svo mætti lengi telja. Eitt er víst, það er margt í boði. Það er hægt að gera allt sem mann langar. SVO fremi sem að maður eigi gommu af seðlum og nóg af fríi í vinnunni.
Eftir því sem á daginn leið dofnuðu áhrif bakteríunnar og ég fór að horfa jarðbundnari augum á lífið. Ég er nýkomin heim til Íslands eftir 6 mánaða fjarveru. Við Gunnar erum búin að fjárfesta í bíl og það er lúxusinn sem við ætlum að veita okkur næstu mánuðina. Og hana nú!
Annars er ég nú bara rosalega sorgmædd yfir atburðunum í Dahab í gærkvöldi. Ég lýsi yfir samúð með fórnarlömbum sprenginganna og segi að mér finnst þetta nú alveg vera hrikalega hallærislegt. Hættið nú að sprengja fólk, þetta er orðið allt of mikið! Plís

1 Comments:

At 11:23, Blogger Bryndís said...

Þetta er alltílag Jóna ég er búin að ákveða að þegar við verðum stórar (nú eða stærri) þá ætlum við alltaf saman í sumarfrí til útlanda (maður á nú rétt á mánuði)... Þá verður sko farið til Kenýa/Afríku í safarí og önnur fínheit, Suður Ameríku (og þá sérstaklega Galopagoseyjar) o.s.f.v. Sko þegar aðrir fara saman með börnin sín til Mallorca þá förum við á framandi slóðir (þarf ekki að kosta neitt mikið meira, dýrara að fljúga en ódýrara að lifa).. Er það þá samþykkt ??? (Hilda er búin að segja JÁ)...

 

Skrifa ummæli

<< Home