mánudagur, nóvember 28, 2005

Meira um mat og peninga

Ég held að margir póstarnir mínir séu um mat og pening, en hvað um það ég vona að ykkur leiðist ekki að lesa það sem ég skrifa!

Mig langar samt að spyrja þá sem hafa verið í Tælandi nýlega. Hvað kostar ein máltíð? Hvað er sanngjarnt að borga fyrir kvöldmat fyrir 2. Hvað kostar 1 klukkutími á netinu og hvað kostar að láta þvo fötin sín? Er eitthvað að marka verðin sem eru gefin upp í Lonely Planet?

Munið svo að commenta. Þeir sem kommenta gætu átt von á sérstökum glaðningi :)

Kveðja

5 Comments:

At 11:44, Blogger Polypía said...

Nú veit ég ekki hvort þið eruð með nýju LP eða Shoestring bókina en ég var með gömlu thailandsbókina núna í sumar og verðin þar voru bara nokkuð nákvæm Oft var reyndar hægt að prútta niður hótelverð en þar sem þið eruð á háannatíma þá er það frekar hæpið og líklegra að þau fari bara upp. Annars eftir því sem þið lítið ferðamannalegri út því meira er svindlað á ykkur ;)

Matur á ekki að þurfa að kosta meira en 100 baht á mann, helst minna en 80 en 120 sleppur alveg á mestu ferðamannastöðunum. Thailendingar borga sjálfir ekki nema 40-50 fyrir matinn sinn. Á götunni geturu fengið mat fyrir 20-30. Götumatur er ekkert til að hræðast því Thailensk yfirvöld hafa lagt í mikla herferð til að bæta hreinlæti svo túristar verði síður veikir og sú herferð náði alveg líka til götusala. Ég er sjálf frekar smeik við götumat en á hálfu ári varð ég aldrei veik af honum, bara þeim heimatilbúna. :p Spurning um að meta hvað er ógirnilegt og hvað ekki. Annars er bara upplifun og stemmning að borða stundum götumat og vera ekki alltaf með matseðil og vita hvað maður er að fá.

Bjór er álíka dýr og máltíð, á alls ekki að fara yfir 100 en Singha er aðeins dýrari en Chang. Annars er Chang, fílabjórinn, framleiddur með leyfi frá Carlsberg og er góður en stór varasamur því þó hann bragðist eins og danskur bjór þá er hann 6,4% og maður verður fullur af einni flösku ;) Singha er bragðmildari og ekki eins sterkur, en samt sterkari en við erum vön…

Að þvo þvottinn sinn er svona 30 baht á kíló. stundum 50 á túristastöðunum og yfirleitt dýrara að gera það í gegnum hótelið sitt. Bara passa sig að flokka litina ;) Þvottur er eitt af því fáa sem virðist vera ódýrara í Bangkok. :p

Internetið er vanalega 30 bath á tímann, upp í 50 í Bankok. Ef þið farið á sólarströnd farið þá á netið einhverstaðar annarstaðar fyrst því þar kostar netið 1,5 baht á mínútu og sumstaðar jafnvel 2 baht… þar eru tölvurnar yfirleitt verri en á öðrum stöðum, og jafnvel þó þær líti út fyrir að vera nýjar þá er tengingin kannski álíka hæg og við vorum vön fyrir aldamótin hér heima, enda eru þetta eyjur og ekkert endilega boðið uppá það besta.

Ef þið viljið þá getið þið sent mér stutta línu á settapetta@gmail.com, ekkert merkilegt, bara hvert þið eruð að plana að fara á Thailandi og ég get sent ykkur tipps þegar ég hef tíma. Var mest sjálf í suðurhlutanum og hef farið á mjög margar af eyjunum (veit reyndar minnst um Phuket ef þið ætlið þangað) þó ég hafi ekki stoppað lengi á þeim öllum, svo hef ég líka verið slatta í Bangkok og farið smá norður en ekki mikið.

 
At 13:48, Blogger Bryndís said...

Hæ,hæ

Vorum með nýjustu LP um Tæland þegar við vorum þar, verðin á gistingu passaði ok (stundum samt aðeins dýrara en þá munaði kannski 200 bath). Borguðum ódýrast um 200 bath fyrir gistingu en maður fékk fína gistingu á svona 600 bath ..bara muna að tékka undir dýnuna að það séu ekki maurar og skordýr þar.
Dýrasta máltíðin er ég og Haukur borðuðum þarna úti var á einhverjum voða Posh mexíkó veitingastað í Bagkok ..1000 kr. á mann með öllu...
Borgaði svo um 50 þús kr. fyrir Openwater námskeið handa Hauki, Advanced námskeið fyrir mig og Hauk og um 6 skemmtikafanir... Inní þessu var frí gisting á meðan maður var á námskeiðinu..ódýrt að kafa á KO TAO

Vona að þetta komi að einhverju gagni...

 
At 08:58, Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun í Tælandi, passaðu þig bara á að gera ekki það sem þú gerðir þegar þú fórst frá Hollandi til Þýskalands hérna í denn (þú veist hvað ég er að tala um drengur)

Og hey, takk fyrir póstkortið, þetta var fallegt af ykkur

 
At 07:22, Blogger heimshornaflakkari said...

Hvenær verðiði í Thailandi?

Annars held ég að Setta sé með þetta alltsaman... var þarna fyrir 2 vikum síðast og þvotturinn var um 40 Baht, um 20-30 fyrir máltíð útá götu og uppí svona 70-120 á veitingastað (eftir því hversu mikill túrista vs backpacker staðurinn er)

Gisting er venjulega dýrari í eyjunum finnst mér... það er alveg hægt að finna eitthvað mjög ódýrt en það er ekki eins auðvelt eins og t.d. í Bangkok.

Ég verð þarna eitthvað í lok desember, væri fyndið að rekast á íslendinga!

kv
Pálína Björk

 
At 10:41, Blogger Jóna said...

Takk fyrir ábendingarnar. Okkur Gunnari hlakkar rosa til að borða götumatinn á Tælandi. Ég er orðin svo nísk eftir að hafa verið á Indlandi að mér finnst allt vera dýrt!
Við erum með nýjustu Shoestring bókina og erum búin að vera að lesa okkur til :)
Við verðum í Tælandi á morgun (2. des) og verðum þar í sennilegast 2 - 3 vikur. Svo er það Laos. Pálína, ég get ekki opnað heimasíðuna þína (hver er hún annars?). Langar mikið að vita hvað þú ert að gera í þessum hluta heimsins. Reyni aftur næst.

Kveðja Jóna

 

Skrifa ummæli

<< Home