Svart og hvítt
Thailand og Kambódía er eins og svart og hvítt. Það var furðulegt að fara yfir landamærinn. Öðrumegin var mikið ryk, hrörleg hús og hrörlegt fólk, hinu megin voru malbikaðir vegir, steinsteypuhús og allsnægtir, seven-elleven á hverju strái sem selja snakk, bjór, súkkulaði og allt annað sem tengist neyslumenningunni.Erum í bangkok núna að skipuleggja restina af ferðinni, hvað við viljum gera og svona. Áætlum að vera á suður Tælandi næstu tvær vikur í það minnsta, krúsa á milli eyjanna, liggja í sólbaði og fara á köfunarnámskeið. Við höfum ákveðið að fara ekki til Myanmar heldur gera eins og allir hinir og heimsækja Malasíu og e.t.v. Singpore (þó að Jóna sé nú ekkert allt of spennt fyrir því). Á morgunn tökum við næturrútu suður á bóginn og svo bát til eyjarinnar Ko Tao þar sem við förum á köfunarnámskeið. Jibbý, ég er búinn að vera að bíða alla ferðina eftir að fá að læra að kafa. Hundskemmtilegt !!
4 Comments:
Það er æði að kafa á Ko Tao ...skemmtið ykkur vel :)
góða skemmtun við köfunina.hafiði það gott í sólinni.
óli
Mjög skrítið að lesa að "þetta sé að styttast" og svo eru næstum tveir mánuðir eftir, aldrei hef ég verið í meira en mánuð í útlöndum, nei... Koma tímar, koma ráð, einhvern tímann á ég eftir að segja að það styttist þegar ég á 2 ÁR eftir úti, híhí
Knús, hafið það áfram gott
hæ hæ, virdist vera fjör hjá ykkur:) takk fyrir póstkortid! Tad er búid ad vera nóg ad gera hjá okkur, vorum ad kaupa íbúd og svona:) kvedja Níels og Svanborg
Skrifa ummæli
<< Home