Partýeyjan
Erum á Koh Phangan núna. Byrjuðum á því að fara á aðalströndina þar sem Full Moon partýið er haldið (Haad Rin). Næsta partý verður ekki fyrr en eftir 2 vikur svo að það var frekar rólegt þarna núna. Fullt af veitingastöðum, rándýrum bikinibúðum, börum og svoleiðis. tröndin þarna var nú ekki aðlaðandi: Allsstaðar voru bjórflöskur, fötur, sígarettustubbar og allskonar ógeðisrusl. Síðan var líka mikið rok þegar við vorum þarna og svo mikill öldugangur að það var alltaf að flæða sjór yfir teppin okkar.
Ákváðum þess vegna að taka leigara á Haad Yao sem er geðveik strönd. Hvítur sandur, alveg tær sjór og pálmatré!! Er hægt að óska sér einhvers meira?? Erum búin að vera hérna í 3 daga og erum sennilegast að fara á morgun. Það er búið að vera æðislegt hérna, væri nú alveg til í að vera hérna í nokkrar vikur en það er ekki alveg inn í planinu.
Jæja, best að fara að maka á sig sólarvörn (neita að hætta að nota minna en spf 30) og halda áfram í sólbaði. Jei
1 Comments:
Ó mæ god ég fer næstum að grenja ég öfunda ykkur svo....ég vil líka vera á strönd...ekki í hálfbáðnuðum snjó í danaveldi...uhu
Skrifa ummæli
<< Home