Kögun
Nei þetta átti ekki að standa þarna, heldur köfun. Komin með köfunarpróf. Þreytti tvö námskeið. Fyrsta var fjórir dagar, að því loknu var ég Open Water Diver. Síðan tók ég framhaldsnámskeið sem var tveir dagar og með því varð ég Advanced Open water diver. Núna hef ég 9 kafarnir skráðar í bók og fullt af köfunarreynslu. Þetta var mjög gaman en líka erfitt. Vonandi á ég eftir að notfæra mér þetta eitthvað í framtíðinni. Jóna fór líka í framhaldsnámskeiðið og núna erum við bæði jafnreyndir kafarar.Köfunin fór fram á Koh Tao eyju sem útlegst á íslensku sem skjaldbökueyja. Þar náðum við nýju meti í ferðinni, gistum þar 6 nætur en það er lengsti samanlagði tími á einum stað í ferðinni. Núna erum við hinsvegar stödd á Koh Phangan sem er svona partýeyjan á svæðinu. Hér er hinsvegar hellirigning þannig að við vitum ekki hvort við nennum að hanga hérna.
Meira síðar.... Gunnar kafari.
5 Comments:
Sæl sundmagar!
Djöfull öfunda ég ykkur af þessum kafaranámskeiðum! Gaman að lesa um að þið eruð í góðum fíling.
Kv,
Stebbi og co.
Jibbý Velkomin í köfunarklúbbinn...:)
Hlakka til að heyra meira af því..
Ef þið eruð svona miklir kafarar þá ætti smá rigning ekki að fara í taugarnar á ykkur.
Neinei, þau djamma bara með grímuna eða hvað?
Til hamingju! Þið nýtið ykkur réttindin með því að kafa í höfninni, er það ekki bara? ;o)
Skrifa ummæli
<< Home