Lúxus Lúxor
Þá er maður búin að taka ofurtúristann á þennan hluta Egyptalands. Konungadalurinn, Drottningadalurinn, Hof Hatshepsut, Súlur Memnos, Grafir Aðalsmannanna, Ramesseum, Medinat Habu, Karnak musterið og Luxor musterið. Í gær fórum við í 2 túristalegar ferðir um svæðið en í dag skoðuðum við hluti á egin vegum, tókum ferjur, leigubíla og gengum alveg heilan helling.
Í morgun skoðuðum við ma. gröf Ramosis, risastór og flott gröf. Í einu horninu sáum við göng sem leiddu ofan í jörðina en þar voru engin ljós. Af fenginni reynslu vorum við með vasaljós með okkur svo að við örkuðum niður. Eftir 10 metra hittum við aðra konu sem líka var á leiðinni niður og líka einn gaur sem er að vinna þarna sem vörður. Við 4 figruðum okkur þarna niður snarbrött göngin og enduðum slatta metra ofan í jörðinni. Niðamyrkur og þungt loft, gott að vera með vasaljós. Nokkrir klefar og eitt ker sem ég veit ekki hvað var notað í. Mjög kúl allt saman. Það sem var eiginlega mest kúl var hauskúpan sem við sáum þegar við kíktum inn í eina holuna þarna!! Vörðurinn sagði að vísu að þetta væri bara rubbish en þetta var samt töff, ég meina, hvenær er mennsk hauskúpa rubbish? Síðan fór gaurinn að segja okkur frá ríku söfnunum i Cairo sem hafa tekið allt úr gröfunum til að græða peninga á þeim annarsstaðar! Þegar við vorum að koma upp í göngunum aftur þá segir gaurinn okkur að hafa hljótt og læðast upp vegna þess að við meigum í rauninni ekki vera þarna og stóri ferðamannahópurinn sem var uppi mátti ekki sjá okkur. Við borguðum gaurnum alla smápeningana sem við vorum með LE. 1 (12 kronur) og vorum mjög sátt við að eyða pening í þessa reynslu :) Hugsuðum að vísu aðeins um ágang á gröfina en við vorum mjög varkár þarna niðri og svo var nú heldur ekki margt sem hægt var að skemma, engar myndir á veggjum og engar styttur eða neitt slíkt.
Seint í kvöld liggur leið okkar svo aftur til Cairo, tjú tjú, 10 tíma næturlest með reikingarfýlu í nösunum: Vííí. Núna er hins vegar komið að því að skoða hvernig múmíur voru búnar til og svo ræðst maður á kebab til að seðja hungrið, slurp.
Kveðjur
4 Comments:
Sæl Jóna, takk fyrir kveðjuna á blogginu mínu. Ég er íslendingur í Kaíró...ef ykkur vanhagar um e-ð má senda mér email: audurm@gmail.com. Reynar bara búin að búa hér í 5 vikur og því ekki alvitur um eitt né neitt... Endilega hafið samband samt!
Bestu kveðjur,
Auður
Hæ, Jóna mín. Vá, hvað ég er abbó!! Úff, æði pæði ;)
Eins gott að þú kvittaðir hjá dóttur minni því ég komst aldrei inná netfangið sem þú gafst mér upp fyrst...
Er búin að vera að skoða myndirnar ykkar og sonna, þvílíkt ævintýri! Þið eigið eftir að lifa á þessu alla ævi ;)
(vissi heldur ekki að þú þekktir Siggu Víðis hehe)
Haldið áfram að vera svona dugleg að blogga - fylgist spennt með!! Knús, Ása
Vá vá.. bara komin til Afríku.. geðveikt.. maður hefur gefið sér lítinn tíma í blogglestur undanfarna daga.. týnt í heimi lærdóms eða já einhvers annars og nóg að gerast hjá ykkur. Frábært að fara til Egyptalands.. eitthvað sem mig hefur alltaf langað að gera. Finnst það bara vera skilda að sjá pyramídana áður en maður deyr..
You go guys!!!
Passið ykkur að týnast ekki ofaní gröfunum...Hlakka til að sjá ykkur eftir 12 daga :):)
knús og kossar
Skrifa ummæli
<< Home