Færeysk tónlistarhátíð
Ég og Frikki fórum á færeyska tónlistarhátíð á Nasa á laugardagskvöldið. Alveg ágætasta skemmtun þó að þetta hafi verið allt of langt. Þetta byrjaði klukkan 21 og ég hélt að þetta mundi vera búin í síðasta lagi klukkan 24, en nei nei færeyingar eru ekkert með hálfkák, tónleikarnir voru til 2 um nóttina. Ég var orðin soldið þreyttur þegar ég kom heim eftir að vera búinn að sitja í fimm tíma og hlusta á færeyskt rokk. Fyrst á svið steig reyndar íslenska bandið Dikta sem spilaði mjög flott rokk. Þá var komið að færeysku tónlistarmönnunum. Fyrst kom stúlka sem hét Lena og hún söng á amerísku, köntrý. Ekki minn bolli af tei en kannski höfðu einhverjir gaman af þessu. Svo kom hljómsveitin Marinus, sem söng líka á ensku. Týpískt rokk, skemmtilegast var hljómborð- og syntezeiser leikarinn sem var flottur gaur. Því næst var komið af Deja Vu með rauðhærðan söngvara innanborð sem var tveir + metrar á hæð. Þeir sungu á ensku, því miður. Þeir voru valdir besta hljómsvein á færeysku tónlistarverðlaununum og flagan þeirra (plata upp á færeysku) hefur verið sú mest selda þar í landi. Týpískt rokk, svona blanda af coldplay og U2. Þá var komið að Högna Lisberg sem er aðal hjartakrúsarinn þarna í færeyjum og þekktur um öll norðurlönd. Helvíti hress gaur með eigin hljómsveit. Hann spilaði skemmtilegt blússkotið rokk með smá dash af Dire Straits. Helvíti hresst eftir allt sem á undan var gengið. Loksins var svo komið að hljómsveitinni sem ég kom til að fylgjast með, Gestir. Ég sá þá í Fuglafirði á hljómsveitakeppni Færeyja 2003 þar sem þeir lentu í öðru sæti að mig minnir (var búin að fá mér nokkra Föreyja bjór). Í Færeyjum voru þeir að spila svona Sigurrós + Múm tónlist, mjög svalt. Á Nasa spiluðu þeir svoleiðis lög í bland við svona týpískt rokk. Ágætt, held ég þurfi bara að hlusta betur þegar þeir gefa út flögu núna í sumar. Besta við bandið er líka að þeir syngja á færeysku, mjög skemmtilegt. Þegar Gestir boru búnir var klukkan gengin í tvö en samt eitt band eftir. Við ákváðum að hinkra við til að sjá hvað kæmi. Stillt var upp tveimur hljóðnemum með ljósaseríum vafða í kringum stadívið. Svo kom á svið hallærisband sem heitir Makril, eða kannski var ég bara orðin þreyttur. Þetta var svona Korn dæmi eitthvað og söngvarinn var mjög hallærislegur með einhverjar geiflur og grettur með svarta hettu á höfðinu. Jæja annars var þetta mjög skemmtilegir tónleikar bara þó að þeir hefðu verið of langir. Lifi Færeyjar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home