föstudagur, apríl 14, 2006

Páskapopp

Hversu mikil snilld er það að vera ný byrjaður að vinna aftur og fá síðan bara páskafrí strax. Það furðulega við þetta allt er að mér fannst ég alveg þurfa á þessu fríi að halda. Já það skemmir mann að vera hálft ár í útlöndum og eina sem maður þarf að hugsa um er á hvaða veitingastað maður á að borða næst (jæja ekki alveg svona einfalt) !!
Ákvað að eyða smá tíma í að poppa aðeins upp á þessa síðu. Afraksturinn varð að allir tenglarnir duttu út. En ég mundu nokkra og aðrir verða bara að vera á öldum ljósvakans án þess að ég sé að linka á þá. Páskarnir núna eru eiginlega jól fyrir mér. Var ekki hérna um jólin þannig að nú erum við Jóna í heimsóknum og matarboðum út um allt, alveg eins og maður gerir um jólin. Að lokum eins og Jóna sagði alltaf þegar hún var lítil: "Gleðilegt páskaegg."

2 Comments:

At 08:20, Anonymous Nafnlaus said...

híhí, Jóna krútt!
Vonandi höfðuð þið það gott í fríinu ;)

 
At 10:35, Blogger Katrin said...

hehe, þetta er nú krúttilegt! :o)

vona þið hafið það gott á Klakanum eftir allt ferðalagið.

það er fínt að lesa um lífið á Íslandi, þó hafi nottla líka verið gaman að lesa um svaka upplifanir í úgglöndunum! :o)

 

Skrifa ummæli

<< Home