Gargandi snilld
Sá tónlistarmyndina Gargandi snilld um daginn. Fín mynd um hjómsveitir og tónlist sem á að teljast "júník" (einstök) og mjög íslensk. Hér er spurning: Af hverju þurfa íslenskar bíómyndir alltaf að snúast upp í einhverja íslandskynningu með myndskeiðum af jöklum og eldgosum? Við löðum allavegna ekki fleirri þjóðverja og austurríkismenn til Íslands með þessu, þeir hafa séð Nonna og Manna og það er nóg til að þeir heillist. Það má alveg vera annað landslag í íslenskum bíómyndum en urð og grjót og hróstugleiki landsins. Alveg merkilegt hvernig íslenskir kvikmyndagerðamenn geta alltaf troðið þessu inn í allar myndir, eins og þetta sé einhvað möst fyrir það hvernig söguþráðurinn þróast.
1 Comments:
Geggjuð mynd samt?
Mig var alla vega farið að dreplanga á tónleika!
Skrifa ummæli
<< Home