mánudagur, mars 07, 2005

Leyst frá skjóðunni um fyrirhugaða ferð

Núna erum við búin að segja mömmum okkar og pöbbum frá fyrirhugaðri ferð, einnig nokkrum ættingjum og vinum. Mamma og pabbi Jónu voru mjög spennt og langar í raun bara að koma með. Mamma mín og pabbi voru ekki eins hrifin, en sögðu eins og er að þetta væri náttúrulega bara okkar ákvörðun, okkar líf. Jabb það er rétt, þetta er okkar líf og okkur langar að gera eitthvað skemmtilegt við það. Í staðinn fyrir að eyða pening í bíl þá viljum við frekar safna peningnum sem hefði farið í að reka bíl og nota hann til að fara til útlanda. Það er nægur tími til að eyða peningum í bíla en kannski ekki nægur tími til að skoða heiminn. Eins eru allir vinir okkar mjög jákvæðir. Þannig að núna er bara að telja niður, einn, tveir og INDLAND. Ég er búinn að vera að lesa Lonely Planet um Indland og þetta er ekkert smá heillandi land, eða frekar heimsálfa. Jóna er að lesa Lonely Planet um Suð austur Asíu. Bráðum verðum við uppfull af fróðleik um þetta landsvæði. Svo verður þetta líka frábær reynsla og í raun nám. Nú eins og slagorðið segir þá er nám vinna þannig að við erum sem sagt að fara að vinna allan þann tíma sem við verðum úti. Enda er langt í frá auðvelt að ferðast í svona langan tíma og vera í lestar og rútuferðum sem taka allt upp í sólarhring. En þetta er náttúrulega eitthvað sem maður leggur á sig til að víkka sjóndeildarhringinn og hætta að lifa í bómullnum Íslandi.