þriðjudagur, janúar 24, 2006

Svart og hvítt

Thailand og Kambódía er eins og svart og hvítt. Það var furðulegt að fara yfir landamærinn. Öðrumegin var mikið ryk, hrörleg hús og hrörlegt fólk, hinu megin voru malbikaðir vegir, steinsteypuhús og allsnægtir, seven-elleven á hverju strái sem selja snakk, bjór, súkkulaði og allt annað sem tengist neyslumenningunni.
Erum í bangkok núna að skipuleggja restina af ferðinni, hvað við viljum gera og svona. Áætlum að vera á suður Tælandi næstu tvær vikur í það minnsta, krúsa á milli eyjanna, liggja í sólbaði og fara á köfunarnámskeið. Við höfum ákveðið að fara ekki til Myanmar heldur gera eins og allir hinir og heimsækja Malasíu og e.t.v. Singpore (þó að Jóna sé nú ekkert allt of spennt fyrir því). Á morgunn tökum við næturrútu suður á bóginn og svo bát til eyjarinnar Ko Tao þar sem við förum á köfunarnámskeið. Jibbý, ég er búinn að vera að bíða alla ferðina eftir að fá að læra að kafa. Hundskemmtilegt !!

laugardagur, janúar 21, 2006

Angkor

Búin að sjá þetta allt saman. Angkor Wat, Angkor Thom, Bayon, andlitin, Terrace of elephants, öll hin musterin...... Þetta er allt komið, grafið í hausinn og ímyndina. Frá sólarupprás til sólseturs höfum við stritað í 2 daga við að labba um þessi 1000 ára gömlu musteri. 11 klukkutíma hvorn dag, það dugar ekkert minna. Upp þessi bröttu þrep, þræðandi þessa ganga og hinar hvelfingarnar, upp í þessa turna og út um hin hliðin. Múrsteinar, sandsteinar, límonaði steinar (limestone). Passandi sig að stíga ekki á landnámur....

Allavegna, þetta er komið og verður ekki tekið til baka. Been there, done that.
Á morgunn förum við með rútu til Bangkok, 11 tímar á holóttum vegi. Nei er svarið, vð lærum ekki á mistökum annarra. Allir ferðamenn segja vegur helvítis, Kambódíubúar segja frítt nudd, ég og Jóna segjum húllahúbbahúbbahúlle. Hér sé stuð. Á morgunn Kho San Road, eftir 3 daga strendur, sól og hiti, brúnka og fínheit.

Fyrir alla sem eru að velta fyrir sér þá komum við heim föstudagskvöldið 17. mars klukkan 23 eða eitthvað, það er allavegna planið sko. Góðar stundir.

Þetta er Gunnar sem skrifar frá Konungsveldinu Kambódíu, góðar stundir.

Kambódía á mikilli hraðferð.

Erum búin að vera í Kambódíu í viku. Á þessum tíma erum við búin að skoða Phnom Penh, vorum hörkudugleg og náðum að sjá allt sem okkur langaði að sjá. Fórum til Kampong Cham og Kratie. Sitthvor dagurinn í sinnhvorum bænum. Litlir og krúttaralegir bæir en ekki mjög mikið að gera þarna. Fórum svo í langa rútuferð til Siem Riep þar sem við erum núna. Áttum einn frídag sem við notuðum í að skoða bæinn, skoða markaðinn, fara á netið og sinna öðru smávæginlegu sem við ætluðum að gera hérna. Síðan erum við líka búin að vera hörkudugleg að skoða fornar rústir sem eru hérna við bæinn síðustu 2 daganna. Sem sagt bara rosalega dugleg. Þess vegna höfum við ákveðið að fara til Bangkok á morgun. Ég er búin að ákveða að það mun heita að taka Junnan og Gónuna á þetta, að fara hratt yfir og ekki eyða tímanum í neina vitleysu. Það er allaveganna eitthvað sem við Gunnar höfum verið að gera. Vakna snemma alla morgna og vera mjög aktíf.
Planið hjá okkur í Kambódíu var að fara á ströndina (Shianoukville...) en við ákváðum að það væri of túristalegt og furðulegt svo að við nenntum ekki að fara þangað. Ætlum frekar að fara á ströndina í Tælandi í staðinn.
Núna eru tæpir 2 mánuðir eftir og þar af verðum við 2 - 3 vikur í Tælandi. Svo er það stóra spurningin hvert við þeytumst næst. Þetta verður mjög spennandi.

Rykugar tær

Verð nú bara að segja að ég er með annsi rykugar tær eftir að hafa verið í Kambódíu. Hér er MIKIÐ ryk. Eftir 12 tíma í skoðunarferð um Angkor Wat er maður orðin alveg svakalega brúnn á löppunum. Það er nú búið að vera frekar mikil sól og maður veltir því fyrir sér hvort að maður sé orðin svona brúnn á einum degi. Þegar maður kemur heim skellir maður sér í sturtu og sólbrúnkan lekur ofan í niðurfallið!! Ef bara að ég væri svona brún. Gráu buxurnar mínar eru líka brúna og bolurinn minn lyktar ekki mjög vel. Ég er líka brún inni í eyrunum og hárið er að dekkjast!.
Fórum um daginn í hálftíma tuktuk ferð í Phnom Penh. Þegar ég kom til baka var ég eiginlega orðin brún/rauðhærð. Það var eins og ég væri með allt of mikið brúnt púður í andlitinu, eyrun og nefið voru full af ryki. Bolurinn, buxurnar og bakpokinn höfðu líka breytt um lit. Sem sagt mjög mikið ryk. Og það versta var að ég komst ekki í sturtu þennan dag vegna þess að við þurftum að flýta okkur í næsta bæ.

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Siem Reap

Það er heitt hérna. Ég segi nú ekki annað. Gott að sötra bjór í hitanum, verst hvað bjórinn er ekkert sérstaklega ódýr hérna 45 -65 krónur fyrir litla dós. Góða heilsu.

Siem Reap

Erum í Seam Reap, tókum rútu í 11 klukkutíma frá Kratie. Á morgunn förum við að sjá Angkor Wat. Ætlum að kaupa okkur 3 daga passa og skoða þetta undur næstu 3 daga. Eftir það förum við aftur til Bangkok. Vá, þetta er að verða búið.

So long and thanks for all the fish...

Borgin heitir Kratie, hún er í norðaustur Kambódíu. Tók okkur heilan dag að komast þangað. Á leiðinni sáum við hrísgrjónakra, mikið ryk og einn bæ sem var rauðbrúnn, moldarbrúnn. Það var allt brúnt í bænum vegna moldarinnar. Bílar, hús, fólk, dýr, gróður. Á leiðarenda blasti við okkur bær með húsum með frönskum gluggum, en franskir gluggar eru algengir í þessu landi. Eftir að við vorum búin að skrá okkur inn á gistiheimili byrjaði ferðin. Þetta var beinn vegur, ferðin tók 40 mínútur. Á leiðinni voru hús til beggja hliða úr timbri. Þau voru á stilkjum, því þau voru öll byggð í brekku. Útsýnið var fallegt. Akrar á báðar hliðar fyrir aftan húsin. Bændur voru að yrkja. Vatnabuffalóar, hundar, hænur, gæsir, hestar. Heysátur. Sólin var heit. Allir heilsuðu okkur, hello hljómaði frá kátum börnum. Fullorðna fólkið brosti út í annað, sponskt á svipinn. Á leiðarenda stigum við um borð í bát. Bátsmaðurinn ýtti úr vör. Hann kveikti á mótornum. Mótorinn var með langan háls og á endanum var skrúfan. Við fórum út á miðja ánna og stímdum á móti straumi í nokkrar mínútur. Þegar við vorum komin ofar í ánni þá var slökkt á mótornum. Það var hljótt, ekkert nema vatnsniðurinn úr ánni og fjarlæg hljóð frá landi, beggja vegna árinnar. Sólin var heit, þó að komið væri eftirmiðdegi. Við skimuðum til allra átta og reyndum að sjá þá. Allt í einu heyrðust hljóð, bláshljóð. Við litum í áttina sem að hljóðið kom úr. Þarna voru þeir, höfrungarnir, sem við vorum komin til að heimsækja. Ferskvatnshöfrungar í miðri Mekong ánni. Við sátum um borð í bátnum í klukkutíma og fylgdumst með þeim. Við þurftum samt að vera dugleg að skima um til að sjá þá, þeir koma ekki alveg upp úr vatninu, heldur sér maður bara bakið á þeim og sporðinn þegar þeir koma upp á yfirborðið til að fá sér loft. Mögnuð upplifun. Magnað að sjá þessi sjaldgæfu dýr með eftirmiðdagssólina í baksýn. Í Mekong ánni eru um 80 dýr. Þeir finnast í þremur ám í Asíu, í Indónesíu, Myanmar og síðan í Kambódíu/Laos. Magnað. Á leiðinni til baka horfðum við á sólina vera að setjast. Þegar við komum aftur til Kratie setumst við niður fyrir framan Mekong ánna og horfum á sólina fjarlægjast úti við sjóndeildarhringinn, eldrauður bolti. Þegar sólin var sest fórum við heim í sturtu, ánægð með daginn. Ánægð að hafa hitt þá eftir þetta langa ferðalag.

sunnudagur, janúar 15, 2006

Um allt og ekkert frá Víetnam

Verð aðeins að fá að kveðja Víetnam. Nam var alveg frábært land. Fólkið mjög vingjarnlegt og marg skemmtilegt og fróðlegt að sjá. Pho Bo var mesta snilldin við landið en það heimtaði ég á hverjum degi (Pho Bo = núðlusúpa(Pho) með nautakjöti(Bo)). Saigon var skemmtilegasta borgin, Ninh Binh kom skemmtilega á óvart, ánægður að við fórum þangað. Halong Bay voru mestu vonbrigðin. Ég held að við höfum verið mjög dugleg í Víetnam, tókum þetta á 19 dögum: Hanoi, Halong Bay, Ninh Binh, Hué, DMZ, Hoi An, Nha Trang, Mui Ne, Saigon, Mekong Delta. Ég held að ég hafi aldrei skrifað jafn lítið á bloggið eins og í Nam, hafði bara annað að gera.

Saigon var frábær borg, ein af þeim bestu í ferðinni, fannst mjög gaman að vera þar, mjög lífleg borg. Hér koma sögur af tveimur fyndnum atvikum sem hentu okkur í Saigon.

1) Fyrsta kvöldið okkar fórum við og keyptum okkur Pho Bo. Sátum úti á litlum plaststólum hjá einum götusala og vorum að slafra í okkur núðlusúpunni. Að okkur kemur lítil gutti að selja sígarettur:

Hann: Wanna buy sigaretts?
Við: No smoke.
Hann (labbandi fúll í burtu): LIARS !!

2) Annan daginn okkar fórum við að skoða War Remnats Museum (stríðsminjasafn). Við lásum í LP að einu sinni hafi safnið heitið Museum of American and Chinese war crimes en nafninu hafi verið breytt vegna mótmæla eða til að styggja ekki fólk. Á leiðinni á safnið þurftum við að fara yfir stóra götu og það er meira en að segja það í stórborg eins og Saigon (trilljón mótorhjól og engin gefur séns). Eftir að við náðum listilega að koma okkur yfir götuna þá kemur Amerísk kona labbandi og segir með mjög Amerískum hreim: Good job!! og klappar svona mjög gervilega. Við kinkum bara kolli og höldum áfram. Ágætt að koma því hér inn í að áramótaheitið mitt var (í gríni) að ég ætlaði að blóta sem mest á þessu ári. Í gríni byrjaði ég því að blóta konuni og fór að apa eftir henni við Jónu með Amerískum hreim. Segi svo í endan Shut up you American bitch. Jóna fer eitthvað að hneikslast á mér þannig að héld áfam að kalla hana American bitch (bara grín sko). Þá rennur allt í einu út úr Jónu: Shut up you War crime bitch. Kannki er þetta svona You had to be there dæmi en þetta komment gerði alveg daginn fyrir mér: Shut up you war crime bitch!! Hahahahaha..........

Gunni Magg Liar and a war crime bitch!

Toskur

Hver kona verdur ad eiga tosku fyrir hvert taekifaeri. Mer finnst thad allaveganna. Thess vegna er eg buin ad vera dugleg ad kaupa toskur herna. Eg skipti ut graenu hlidartoskunni minni i Bangkok, hun var ordin svo svakalega skitug! Eg keypti mer lika nyjan dagpoka i Saigon og skildi hinn eftir med miklum soknudi. Keypi thenna fina North Face bakpoka a 300 kronur, ekki slaemt verd, ha? Hann myndi sennilegast ekki fara a minna en 5 000 a Islandi! Eg keypti lika toskur i Thailandi og Laos. Eg keypti mer eins tosku a markadinum i dag. Flott hlidartaska ur voda flottu munstrudu silki a 1 dollara! Eg pruttadi ekki einu sinni. Sumt er bara svo odyrt ad madur pruttar ekki um thad! Annar er mjog audvelt ad tapa ser i toskukaupum herna, thad er allt mjog odyrt og mjog flott. Eina vandamalid er plassleysi i storu toskunni, bakpokanum, svo ad madur verdur ad hemja sig adeins.

Ein spurning ad lokum, hefur einhver fenigd jolakort fra Laos fra okkur?

Kaer toskukvedja Jona

CAMPUCHEA

Erum mætt til Kambódíu. Komum hingað í gær eftir Mekong ánni. Stimpluðum okkur út úr Vietnam, fórum í gegnum eitt hlið og bamm við vorum komin til Kambó. Allir krakkarnir sem voru búin að vera að reyna að selja okkur ávexti, bjór,vatn og snakk löbbuðu bara yfir hliðið og héldu áfram að reyna að selja okkur!! Sem segir okkur bara eitt. Landamæri eru bara í hausnum á fólki. Börnin sitt hvoru megin við landamærin eru alveg eins, alveg jafn krúttleg. Sigldum upp Mekong ánna í fjóra tíma, tókum svo rútu í klukkutíma, þá vorum við komin til höfuðborgarinnar, Phnom Penh (já prófið þið að segja þetta hratt, það er að segja ef þið vitið hvernig á að bera þetta fram).

Ég veit ekki af hverju en ég er búinn að vera með lag með Síðan Skein Sól á heilanum í soldin tíma. Það versta er að ég kann bara eina línu úr laginu en það á svo vel við hérna að ég er bara með þetta á heilanum. Línan er svona: Komdu aftur til mín Dísa, Dísa mín, komndu með til Campuchea.......

Ég og Jóna mín erum búin að vera að túrhestast hérna í höfuðborginni í allan dag. Vöknuðum snemma í morgun, eins og við gerum alla daga, þetta er jú vinna (þægileg vinna). Skoðuðum Konungshöllina og Silfur Pagoduna (fyrir þá sem hafa farið til Bangkok og séð dæmið þar, þá er þetta svipað concept). Skoðuðum síðan Þjóðminjasafnið, en þar eru fullt af styttum og svona frá Khmer tímabilinu (10-14 öld). Rosalega fallegt hús og í þakinu býr heil leðurblökustofn (Ledurblokos Cambodius), mjög merkileg allt saman. Brokkuðum svo meira um borgina. Það er mikil fátækt hérna. Þetta minnir á Indland. Það eru betlarar út um allt og vegirnir í lélegu ásigkomulagi, opin holræsi og börnin labba tötraralega um eða í engum fötum og betla, stundum með litla systkinið sitt hangandi í fatla (sling) um hálsin á sér. Líka mikið af fötluðu fólki, sem vantar á útlimi eða auga eða þvíumlíkt. Þetta tekur mikið á mann.

Annað sem tók á í dag (fyrir utan allt labbið) var safnið sem við fórum á. Tuol Sling genocide museum. Einu sinni var þetta skóli, síðar fangelsi Rauðu Khmeranna (Kallað fangelsi S-21) og núna er þetta varðveitt sem safn til að sýna heiminum viðbjóðin sem gekk á í landinu þegar stjórn Rauðu Khmeranna var við stjórn frá 1974-1979. Þarna var fólk geymt og pyntað yfir yfirheyrslum af 14-18 ára guttum sem voru að vinna með stjórninni. Rífa neglur af puttum og hella 100 % alkohóli yfir, hella alkahóli upp í nefið á fólki, rífa geirvörtur af konum, já þetta er bara lítið brot af viðbjóðnum sem þarna viðhafðist. Það er erfitt að skoða þetta, erfitt að segja frá þessu fyrir þjóðina en nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur........... Konan sem sýndi okkur safnið náði að flýja til Vietnam með mömmu sinni þegar hún var 7 ára í upphafi borgarastyrjaldarinnar. Pabbi hennar, bróðir hennar og systir hennar dóu. Þegar hún sagði: First they killed my father, þá gapti ég bara, hef nefnilega lesið bókina: First they killed my father. Þetta var eins og höfundur bókarinnar væri þarna að tala við okkur. Allavega átakanlegt og virðingarvert af konunni að vera að vinna þarna. Hún er búinn að vera að vinna þarna í 10 ár og talar um þetta á hverjum degi. Hún segir að það hjálpi sér mikið, því að hún á enga ættinga nema mömmu sína (allir týndir eða flúnir land). Mamma hennar hefur aldrei heimsótt safnið, segist ekki vilja það. Heyrðu svo fór hún að segja okkur að núverandi ríkisstjórn viti hvar mikið af stjórnendum Rauðu Khmeranna eru niðurkomnir. Hún segir engum, þeir njóta friðhelgi. Svo sagði hún mjög nálgt, nánast hvíslaði að nokkrir af Rauðu Khmerunum væru ennþá í lykilstöðum í pólitík. Þeir hafa mútað ríkisstjórninni með öllum peningunum og glingrinu sem þeir náðu á tíma Rauðu Khmeranna. Hún sagði okkur að ríkisstjórnin væri mjög spillt og fæstir treystu ríkisstjórninni. Ég veit ekki hvað maður á að halda eiginlega. Ég skil þetta ekki, hvernig er hægt að drepa 2 milljónir af sinni eigin þjóð á 4 árum.

Á morgunn erum við að fara að skoða Killing Fields, sem eru 15 km fyrir utan Phom Penh, en þar voru 17.000 manns drepnir og settir í fjöldagrafir (flestir komu úr fangelsi S-21).

Á morgunn ætlum við líka að taka rútu til Kratie sem er ofar í Mekong ánni og skoða þar höfrunga.

Vietnam - Sidustu dagarnir

Forum fra Saigon fyrir nokkrum dogum sidan! Madur er alveg rugladur i dogunum herna. Dagarnir lida svo hratt og madur veit ekkert i sinn haus. Veit samt ad thad er 15. januar nuna og thad er sunnudagur! Sem thydir ad i dag er malariudagur (tokum alltaf malariutoflurnar a sunnudogum). Thad thydir lika ad hun Johanna fraenka a afmaeli i dag, til hamingju med afmaelid.
A midvikudaginn forum vid ad skoda kinahverfid, ekki mjog kinahverfislegt. Vid tokum cyclo thangad af thvai ad vid nenntum ekki ad labba. Thegar vid vorum svo komin i hverfid budum vid hjolagaurunum upp a nudlusupu og bjor og gafum theim svo gamla dagpokann minn, teppid hans Gunnars, vasaljos og eitthvad fleira dot. gaurinn var voda hissa en tok samt vid dotinu. Spurning hvar thad er nuna?
Vid sem sagt forum fra Saigon a fimmtudagsmorgun. Akvadum ad fara i turistaferd um Mekond Delta og svo beint til Phnom Penh i Kambodiu. Heil ruta af turhestum, eg meina fullt af folki!!! Saum ymislegt ahugavert, silgdum um litla skurdi, saum kokosnammi verksmidju, phython slongur, krokodilabu, 2 floating market (gaman, gaman), avaxtamarkadi og margt fleira. Slatti af rutuferdum og siglingum og svo vorum vid komin til Kambodiu! Agaetisferd i sjalfu ser en allt of mikid af folki og mikid af kaotik! Eg meina, vid forum ad sja stad thar sem hrisgrjonanudlur eru bunar til og mer taldist til ad leidsogumadurinn okkar vaeri ad tala til 50 manns! Var ekkert serstaklega ad njota thess ad vera tharna en thetta var allt i lagi. I gaer tokum vid svo slow boat um Mekong anna (aftur!) og sidan rutu til Phnom Penh. Allt gekk allt i lagi a landamaerunum. Thurftum ekki ad bida svo lengi a landamaerunum eftir visa, borgudum bara 20 dollara a mann og no problem. Mjog heitt i batnum, grillandi sol og margir thustu upp a thak til ad sola sig og drekka bjor. Thad er gott ad vera kominn i hitann aftur :)
Svona eftir a fannst mer Vietnam vera mjog skemmtilegt land. Thad var nu alveg svindlad a okkur en samt var allt mjog odyrt. Gedveikt mikid af motorhjolum, miklu meira en i Thailandi og Kambodiu. Heyrdum ad thad byggju 8.5 milljonir manns i Saigon og ad thad vaeru 3.5 milljonir motorhjola thar! Sem sagt mikid! Saigon sjalf var alveg frabaer borg, risastor, skitug og stressud en eg fila thad. Hanoi var lika kul. Adeins minni i snidum og thar er haegt ad fa Bia Hoi allstadar! Litlu baejirnir sem vid forum til voru lika mjog finir, margir svolitid turistalegir. Pho Bo var audvitad bara taer snilld og lika baguettein sem vid fengum. Sem sagt, mjog skemmtilegt land. Takk fyrir okkur.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Myndir

Vorum ad setja inn nokkrar myndir fra Laos. Myndirnar eru samt svo storar ad thad tekur milljon ar ad setja thaer a netid svo ad vid setjum myndir fra Vietnam sidar!

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Cyber Café Saigon

Núna sit ég inni á netkaffihúsi í Saigon (Ho Chi Minh City) og er að sötra pineapple shake. Hér er heitt og sveitt og það er alveg að mínu skapi.
Vorum í Mui Ne í gær og fyrradag en það er túrsitastaður dauðans og verðin fara eftir því! Það sem var gott við þennan stað er að það var heitt þarna. Það var eiginlega ekki hægt að liggja á ströndinni nema alveg fyrst á morgnana af því að það var of hvasst! Þessi staður er rosa vinsæll fyrir vindsurfing og svoleiðis dót on ef maður liggur of lengi á ströndinni verður maður hulinn í sandi! Nenntum bara að vera þarna í eina nótt svo að við drifum okkur bara til HCM í gær. Komum hingað eftir klukkan 6! Þá er orðið alveg dimmt en við áttum ekki í neinum erfiðleikum með að finna hótel. Okkur var kastað út úr rútunni á aðalbakpokastaðnum og við löbbuðum um og tékkuðum á gistingum. Fengum mjög fínt herbergi á 10 dollara og planið er að vera hérna í 3 nætur. Gatan sem hótelið okkar er við er kölluð Mini Hotel Alley og hún er það alveg. Pínulítið stræti sem er með nokkra tugi hótela og veitingahúsa. Rosa krúttlegt. Það er rosa heitt hérna, eða kannski ekki Indlandsheitt en samt nógu heitt til að maður geti verið á stuttermabolnum á kvöldin og síðan fær maður lit á hendurnar á daginn. Ég er alveg að fíla hitann, bara að muna að drekka mikið vatn og vera með derhúfu. Manni líður miklu betur ef að maður fær smá sól og hita í kroppinn.
Í morgun ákváðum við að sofa bara þangað til við vöknuðu að því að við vorum búin að vakna svo snemma síðustu morgna. Sváfum til 8 og vorum farin út klukkan 9. Jamm svona er maður nú orðin sýrður. Að sofa út þýðir að vakna klukkan 8! Fengum okkur Phó Bó í morgunmat. Fórum á stað sem heitir Phó 2000 og á víst að vera besti núðlustaðurinn í Saigon. Bill Clinton borðaði meira að segja þar þegar hann var hérna. Núðlusúpan va samt frekar dýr, 20 000 (80 kr) en það var alveg þess virði því að hún var rosalega góð. Núðlusúpa kostar venjulega 10 000 ef maður fer á götustað. Við löbbuðum svo um borgina og sáum ýmsa merkilega staði! Sáum Reunification Palace, mjög cool 60' hús sem er einskonar forsetahöll. Fórum líka á stríðssafn sem var eiginlega bara ljósmyndasafn úr Vietnam stríðinu, safnið hét einu sinni China and Amerika War Crimes Museum! Frekar ógeðslegt safn ef maður getur sagt svo! Þetta voru ógeðslegar myndir sem voru síndar þarna. Pyntingar, lík sem var búið að slíta í sundur, fólk sem var dregið á eftir skriðdrekum og annað ógeðslegt sem gerðist í stríðinu! Ég meina þetta er ógeðslegt. Ég held að ég hefði skammast mín mikið ef að ég væri ameríkani og hefði komið þarna! Ég var eiginlega með kökk í hálsinum þegar ég sá nokkrar myndirnar, hvernig er hægt að vera svona vondur?
Saigon er annars mjög kúl borg, ég fíla hana. Hér eru milljón trilljón mótorhjól og ekki svo margir bílar. Umferðin er brjáluð en við Gunnar erum alveg að spjara okkur ágætlega. Hefði samt ekki viljað að þetta væri fyrsta borgin í ferðalaginu, þá værum við ennþá standandi á einhverju götuhorni og hefðum ekki þorað að fara yfir.
Jæja, hundlangur póstur. Best að fara á hótelið og fá sér einn Saigon bjór! Kær kveðja, Jóna

laugardagur, janúar 07, 2006

Nha Trang

Túristarúturnar hérna í Vietnam eru alveg hræðilegar. Við Gunnar erum engan veginn að fíla þær. Erum búin að taka public bus tvisvar, einu sinni lest og tvisvar svona túrista bus. Public bus er ágætt fyrirbæri nema hvað að það er mikið reykt í þeim. Lestin sem við fórum í var hræðileg, tókum næturlest og það voru bara sæti og ljósið var kveikt alla nóttina! Fyrsta hestarútan sem við tókum átti að vera 3 tímar en endaði með því að vera 6 tímar. Seinni rútan var líka ekki svo skemmtileg, næturrúta og við Gunnar fengum ömurleg sæti á meðan feitt fólk sem var fyrir aftan okkur tók 2 góð sæti á mann! Og bakpokinn hans Gunnars blotnaði allur í þeirri ferð. Við erum í Nha Trang núna og næsti áfangastaður er Mi Nem. Það er hægt að taka túristarútu þangað klukkan 8 í fyrramálið og vera komin þangað klukkan 2. Ef við viljum taka lest þá þurfum við að taka lest í einn bæ, rútu þaðan í annan bæ og svo leigubíl síðustu 30 km. Ef við tökum public bus þá þurfum við samt að taka leigubíl síðustu 30 kílómetranna. Þannig að við erum eiginlega neydd til að taka þessa ljótu hestarútu þangað! Hundleiðinlegt!
Annars komum við hingað í morgun, Benidorm Vietnams! Hér eru risahótel, fullt af veitingastöðum og minjagripaverslunum. Ströndin fyrir neðan hótelin er hrein og það eru fullt af sólarbekkjum i boði. Eini gallinn er sá að það er búið að vera rigning á köflum og skýjað síðan við komum hingað klukkan 8 í morgun! Þetta er alvöru íslenskt veður, rok, rigning, ekki rigning, sól, skýjað og svo allt í bland. Það er kannski aðeins heitara hérna en á Íslandi en annars bara mjög mikið íslenskt skítasumar.
Hér eru milljón köfunarskrifstofur út um allt og mig langar ótrúlega að fara að kafa. Nema hvað að sjórinn hérna er ógeðslea skítugur af því að það er búið að rigna svo mikið síðustu vikurnar. Svo er heldur ekki skemtilegt að kafa þegar er rigning því að þá er skyggnið ekki eins gott.
Þess vegna ætlum við bara að drífa okkur héðan. Sé ekki ástæðu til að hanga á sólarströnd þegar er rigning.
Við tókum því bara trukkinn á þetta og kláruðum túristarúntinn rétt eftir hádegi. Komum hingað kl 6 í morgun og tékkuðum okkur inn a hótel sem ég man ekki hvað heitir. Ég fór og náði í baguette (20 krónur stykkið) og kók fyrir okkur í morgunmat og síðan héldum við út í rigninguna. Fyrst fórum við á ljósmynda safn hjá local gaur hérna. Ótrúlega flott. Svo sáum við rosa flotta pagóðu, tékkuðum á lestarmiðum, löbbuðum yfir 2 brýr og sáum svo hundgamla turna þar sem má sjá merki um hinduisma. Eftir að við vorum búin að fá okkur hádegismat ætluðum við að fara á eitt safn en það var lokað svo að við fóum bara og keyptum flugdreka.
Ég er alveg ótrúlega léleg að muna nöfn á götum, hótelum og markverðum stöðum. Þess vegna reyni ég að vera dugleg að skrifa hjá mér nöfn en núna skildi ég bara bókina mína eftir á hótelinu og þess vegna man ég ekki hvað hlutirnir heita.

föstudagur, janúar 06, 2006

Hoi An

Við erum búin að gera ýmislegt síðustu daganna og það hefur ekki verið mikill tími til að fara á netið og skrifa. Fórum til Hué og skoðuðum ýmislegt skemmtilegt þar. Fórum að sjá DMZ svæðið, mjög kúl! Fórum meðal annars í Vinh Moc göngin sem voru búin til í stríðinu. Þarna bjó fólk og þar fæddust 17 börn! Mjög kúl.

Komum til Hoi An fyrir 2 dögum síðan og erum búin að eyða tímanum í að labba um bæinn, skoða mannlífið og láta mæla okkur hjá klæðskerum. Í gær fórum við til My Son að sjá rústir Cham konungdæmisins. Við ímyndum okkur að þetta sé eitthvað svipað eins og Ankor Wat en bara minna, en við ætlum ekki að segja til um það fyrr en við erum búin að sjá bæði.

Núna á eftir erum við að fara til Na Thrang: Strönd, sól, gaman. Eða það er allaveganna planið. Kannski er rigning og rok í Na Thrang og þá ætlum við bara að drífa okkur enn sunnar.

Þangað til næst: Góða heilsu!

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Að láta sérsauma á sig!

Við erum búin að láta sauma á okkur föt og skó. Já hér er hægt að láta sauma á sig skó! Hér er allt MJÖG ódýrt svo að það er auðvelt að tapa sér hérna! Látum þetta næga; þið sjáið bara hvað við keyptum þegar við komum til baka!

mánudagur, janúar 02, 2006

Blogspot

Vildi bara láta að vita að við komumst ekki inn á síðuna okkar í Vietnam svo að við erum ekki búin að sjá nein komment sem hafa verið sett á síðuna okkar síðan 27. desember. Mig langar að þakka þeim sem sendu mér afmælis e-mail, það er sko hundskemmtilegt að fá kveðjur. Takk takk takk.
Jóna