miðvikudagur, júní 28, 2006

Taka

Vissir þú að gjaldmiðillinn í Bangladesh heitir Taka? Þannig að ef þú ert staddur í Bangladesh þá er ekkert mál fyrir þig að Taka út!! En það er hinsvegar erfiðara fyrir þig að Taka upp mynd þar, því að þar er Taka fjögur fjórfalt dýrara en bara ein Taka. En ef þú ákveður að fara til Bangladesh þá er ábyggilega auðveldast fyrir þig að fá Taka í höfuðborginni Dhaka.

Annars er um að gera fyrir þig að drífa sig til Bangladesh, því að þar ertu í góðu GSM sambandi hjá Símanum, m.a. við fyrirtækið Bangalink. En ekki örvænta því að þú geturu alltaf notað STD eða ISD ef þú ert ekki með GSM.

Loftgítar

Hver kemur með mér á heimsmeistaramótið í Luftgitar sem verður haldið í september í Oulu í Finnlandi? Ætli Lordi taki þátt?

http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1209622

þriðjudagur, júní 27, 2006

DAUÐAFÆRI

Dauðafæri, hver fann upp á þessu orði og af hverju er það dregið?

Af hverju er þetta orð notað í fótbolta og handbolta þegar leikmaður skorar ekki úr opnu færi, er t.d. ekki nóg að segja bara færi? Hvernig passar orðið dauði og færi saman? Er það af því að dauði er neikvætt og til að gera orðið færi neikvætt þá verður lýsingin að vera svona dramatísk?
Hvernig er þetta t.d. borðið fram á ensku eða dönsku?

föstudagur, júní 23, 2006

Mér finnst.....

...að þegar leikur fer 0-0 á HM þá eigi hvorugt liðið að fá stig. Það er leiðinlegt að horfa á 90 mínútna leik og liðin geta ekki drullast til að skora mark. Ef að þessi regla mundi vera sett á að lið mundu ekki fá 1 stig við 0-0 jafntefli þá væri það góð hvatning fyrir liðin að taka meiri áhættu til að reyna að skora, staðin fyrir að pakka í vörn af því að þau sætta sig við 0-0 jafntefli. Ég held að þetta mundi gera leikinn skemmtilegri.

fimmtudagur, júní 15, 2006

Eurovison eða HM?

Jóna kom með áhugaverða pælingu í gær. Hvað ef við mundum hætta að taka þátt í Eurovision og RÚV mundi frekar nota peningana sem allt þetta Eurovision batterí kostar til að kaupa sýningarréttinn af HM, þannig að HM yrði sýnt í opinni dagskrá á RÚV? Án þess að ég viti hvað þessi sýningarréttur kostar þá munar áræðinglega eitthvað slatta þarna á milli, en þann pening gæti RÚV fengið inn með auglýsingatekjum. Ég meina skiptir þetta einhverju máli? Við tökum alltaf þátt í Eurovision og kúkum alltaf á okkur, hverju skiptir þá máli hvort við tökum þátt eða ekki, það mundu hvort sem er allir horfa á þetta og halda partý og hlægja af lögunum.

miðvikudagur, júní 07, 2006

Sumó í Mundó

Gaman í sumarbústað, mjög langt síðan ég hef farið í sumarbústað að sumri til, soldið skrítið, annars gerir aðal krúttið þessu góð skil hérna

föstudagur, júní 02, 2006

A little trip to heaven

Sá hana aldrei í bíó og leigði mér hana því um dagin. Góð mynd. Tekin á Íslandi en á að gerast norðanlega í Bandaríkjunum, og Balti nær að gera settið það trúverðugt að fyrir mér gæti þetta allt verið í einhverjum redneck bæ í bandaríkjunum fyrir utan skotin við Hlemm. Reyndar fannst mér myndin smá ruglingsleg svona um miðbik myndarinnar en svo bjargar endirinn þessu frábærlega. Þrusugóður endir og góð tilbreyting frá allri þessari Hollywood vellu. Maður sér samt alveg að þetta er Íslensk mynd því eins og með allar íslenskar myndir þá er geðveikin í aðalhlutverki, merkilegt að allar íslenskar myndir þurfa að fjalla um geðveiki. Allavegna góð mynd, mæli með henni.

Símaskráin, nei takk!!

Er símaskráin ekki orðin barn síns tíma? Eða þarf virkilega alltaf að gefa út svona mikið af þessu? 200.000 eintök, 600 tonn af pappír = ekki gott fyrir umhverfið. Ég hélt að netið og 118 væru orðin það aðgengilegir hlutir í upplýsingaöflun að símaskráin væri orðin óþörf. Ég veit ekki með ykkur en aldrei skoða ég þessa bók, ég hef símaskrá í GSM símanum mínum (Wapið) og ég hef líka nettengingu. Það er kannski einhverjir sem hafa not fyrir þetta en eru það virkilega 200.000 einstaklingar/heimili/fyrirtæki? Ég tek bara undir með einum starfsfélaga mínum sem sagði: "símaskráinn, nenni ekki að lesa þá bók, ætla bara að bíða þanngað til að myndin kemur í bíó!!"