mánudagur, nóvember 28, 2005

Meira um mat og peninga

Ég held að margir póstarnir mínir séu um mat og pening, en hvað um það ég vona að ykkur leiðist ekki að lesa það sem ég skrifa!

Mig langar samt að spyrja þá sem hafa verið í Tælandi nýlega. Hvað kostar ein máltíð? Hvað er sanngjarnt að borga fyrir kvöldmat fyrir 2. Hvað kostar 1 klukkutími á netinu og hvað kostar að láta þvo fötin sín? Er eitthvað að marka verðin sem eru gefin upp í Lonely Planet?

Munið svo að commenta. Þeir sem kommenta gætu átt von á sérstökum glaðningi :)

Kveðja

Sól

Núna erum við að tala saman.
Erum í litlum bæ sem heitir Unawatuna og er rétt hjá Galle á suðurströnd Sri Lanka. Komum hingað á föstudaginn síðasta og við förum ekki fyrr en á miðvikudaginn næsta. Hér er SÓL, gott veður og okkur hefur tekist að næla okkur í smá lit (rauðbrúnan). Hér er rosalega gott að vera, við erum á indælis hóteli, ef hótel skyldi kallað. Bara eitt herbergi, við erum eiginlega bara að gista hjá indælu konunni sem spurði mig hvort mig vantaði gistingu. Rosa flott útsýni yfir hafið, stórir gluggar og risa rúm með flottu mossí neti.
Maturinn hérna er á allt í lagi verði, svona ef maður veit hvert maður á að fara. Fengum okkur eitthvað sem heitir Roti áðan, nammi namm. Eitt var með grænmeti inn í, annað með tómötum og það þriðja með banönum og súkkulaði. Þetta roti er ekkert skilt því roti sem við keyptum á Indlandi en vá hvað þetta var gott.
Það fer að líða að því að við Gunnar förum til Tælands. Við eigum bara 3 nætur eftir á Sri Lanka! Ótrúlegt alveg hvað tíminn líður hratt!
Jæja, nóg í bili. Best að fara að láta sólina grilla sig aðeins meira. Ég er nú samt orðin pínu brún, þrátt fyrir að vera alltaf að maka á mig sólarvörn númer 40!!
Endilega kíkið á þessa heimasíðu :)
Kveðja

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Meira um Sri Lanka

Erum nuna i sudur Sri Lanka ad reyna ad sola okkur a strondunum herna, en thad er thvi midur enntha litid af sol :(
Hér er ennþá mikil eyðilegging vegna flóðbylgjunnar síðasta desember. Við erum núna í bæ sem heitir Tangalle og er í miðjunni á suður Lanka. Komum hingað með lest á þriðjudaginn. Við horfðum á eyðilegginguna alla leiðina frá Colombo. Þvílík eyðilegging. Rústirnar byrjuðu nánast strax og við komum út út Colombo og héldu áfram alla leiðina til Matara þar sem við fórum út úr lestinni. Á mörgum stöðum standa húsgrunnarnir einir eftir, sum staðar sér maður part og part úr húsveggjum. Margir búa í tréhúsum ofan á húsgrunnunum sínum, sem hafa verið klöngrað saman í flýti. Hér er samt líka mikil uppbygging. Mér finnst uppbyggingin búin að vera meiri hér í suður Lanka heldur en við Colombo, held það sé vegna þess að hér koma fleirri ferðamenn og ferðamannatímabilið er að byrja, þess vegna hafa þeir byggt allt upp hraðar hér. Samkvæmt Lonely Planet áttu að vera um 10 gistiheimili við ströndina þar sem við erum, en það eru bara þrjú opin. Gistiheimilið þar sem við gistum lenti í flóðbylgjunni eins og allir aðrir, það er
á þremur hæðum og fyrsta hæðin fór í rúst. Þeir opnuðu aftur fyrir tveimur mánuðum. Gaurinn á gistiheimilinu er með sárabindi um hnéið á sér, ennþá að jafna sig eftir skellinn sem hann fékk. Hann sagði okkur að hann hafi verið að bjarga belgísku pari sem var að borða hjá honum morgunmat, klukkan var 9:15 og við það þeyttist hann utan í húsvegg sem ég held að hafi brotnað og lent ofan á löppinni á honum. Allir hérna virðast samt vera brosmildir og iðjusamir, bera ekki þennan harmleik mikið utan á sér allavegna.
Jæja við ætlum að þræða okkur eftir ströndinni hérna, aftur áleiðis til Negombo, sem er bær rétt hjá flugvellinum. Held að planið verði þetta: Tangalle, Mirissa, Unawatuna, Galle, Colombo, Negombo, Bangkok. Vonandi verður komið gott veður í suður Tælandi þegar við komum þangað svo að við getum farið á köfunarnámskeið.
Svona ykkur að vita og okkur að muna, þá er þetta það sem við höfum gert í Lanka: kandy, Dambulla, Sigiriya, Pollanuruwa, Kaudulla National Park, Anurudaphura. Fullt af gömlum rústum og sætir fílar.

Allstaðar hér stendur Lanka, en ekki Sri Lanka og stundum Ceylon. Það er til Lanka oil og Lanka þetta og Lanka hitt. Svipað eins og Íslandspóstur heima og svo framvegis.

Eini bjórinn sem er bruggaður á Lanka er Lion, góður bjór, 4,8%. Hér selja þeir líka Carlsberg, sem að Lion bruggverksmiðjan framleiðir.

Internet er mjög dýrt hérna, þess vegna höfum við lítið verið að skrifa. Símtöl eru líka mjög dýr. Talaði heim um daginn í 10 mínútur og það kostaði 700 íslenskar krónur.

Nokkrar staðreyndir um Tsunami á Sri Lanka:
30196 látnir
3792 saknað
15683 slasaðir
850201 heimilislausir

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Sri Lanka

Vonandi hefur enginn haft ahyggjur af okkur af thvi ad vid erum ekki buin ad skrifa i soldin tima.
Bakariin herna eru aedisleg. Her er haegt ad fa saetabraud af bestu gerd. Snuda an glassurs, sukkuladi kokur, sykurhudadar bollur. Svo er lika haegt ad kaupa litlar pizzur eda puff (veit ekki hvad thad er a Islandi). Ekkert serstaklega dyrt og mjog henntugt fyrir svanga bakpokamaga sem ekki hafa tima ad bida eftir morgunmat a veitingastad. Svo er lika gedveikt urval af avoxtum herna. Keyptum i gaer heilan ananas og eitt mango, letum skera thetta fyrir okkur og borgudum 50 kronur fyrir. Sennilegast allt of mikid en thetta var thad litid ad okkur fannst ekki taka thvi ad prutta.
Vatnid herna hefur hins vegar fljotandi verd. Keypti einn liter af vatni a 30 rupiur i einu bakariinu, a naesta bakari sagdi 60, i dag borgudum vid 90 fyrir floskuna og adan borgudum vid 50. Her er svona tvofalt gengi og eg held ad mennirnir i budunum segi bara thad sem theim dettur fyrst i hug. Sri Lanka buar borga ekki svona mikid fyrir hlutina.
Vid erum enntha ad atta okkur a verdlaginu herna. Hvad er asaettanlegt ad borga fyrir hluti og hvad ekki. Herna er rupiiur eins og a Indlandi nema hvad ad ein indversk rupia er 2 Sri Lanka rupiur. Svo ad madur er enntha svolitid rugladur.
Jaeja. Skrifa meira seinna. Verd ad fara ad fa mer eitthvad ad borda adur en allt lokar herna. Allt lokar snemma i dag vegna forsetakostninganna. Vonandi naum vid ad kaupa okkur einhvern mat :)

Sri Lanka

Bidum i 5 tima a flugvellinum bara til thess ad vera 1,5 klst i flugvel. Thad var 1,5 klst seinkun, jafnlong og flugferdin. Flugvollurinn i Chennai er nutimalegur, thar er loftraesting. Vid vorum bara a bol eins og vid gerum alltaf i Indlandi. Loftraestingin var oflug, mjog oflug. Eftir 2 tima var Jona ordin bla a puttunum af kulda.
Svalasta flugvel sem eg hef farid i, Airbus 340. I henni var skjar i hverju saeti og fjarstyring fyrir tolvuleikina og kvikmyndirnar. Thad var lika haegt ad velja um ad sja myndavelar utan a velinni, ein syndi nidur og onnur fram. Mjog svalt thegar hun lenti. Jamm vid fengum malsverd, um leid og vid vorum komin i loftid, thegar var buid ad taka bakkanna til baka tha lentum vid. I somu flugvel var ithrottahopur fra Sri Lanka, buin ad vera ad keppa i Indlandi. Theim fannst vid snidug og vildu taka myndir af okkur.

Thegar vid lentum tha forum vid til Colombo og strax i rutu til Kandy, 3,5 klst rutuferd i kremju. Helmingur fartheganna stod alla leidina. Gerdum strax mistok. Forum strax upp i rutuna thegar hinir bidu allir i rod fyrir utan (erum von thvi fra Indlandi ad fara strax upp i rutuna). Thegar allir komu upp i rutuna var thar einn buddamunkur, hann leit reidilega a okkur. Vid litum upp til ad komast ad thvi ad saetid var fratekid fyrir munka!!

Indland og Sri Lanka eru olik en samt svo lik. Her er allt miklu vestraenna. Stormarkadir, skyndibitakedjur, hreinar gotur. Her fara lika allir eftir umferdarreglum. Her eru lika flestir buddatruar en flestir hindu i Indlandi. Buddar eru frjalslegri en hinduar, klaeda sig vestraent og brosa meira. Held eg umburdarlyndari a onnur truarbrogd lika. Mer finnst flest dyrara herna. bjorinn og maturinn t.d. dyrari. Held ad Sri Lanka se eins og Rajastan i Indlandi. Okrad a ferdamonnum. Tvo verd, eitt fyrir utlendinga og annad fyrir heimamenn. Held ad allt Sri Lanka eigi eftir ad verda svona, mikill turismi og allir ad okra a okkur.

Erum i Kandy nuna og erum bara buin ad vera ad skoda okkur um. Forum i filamunadarleysingjahaeli i dag (Elephant orphanage). Thar eru 75 filar og fa thar ad borda og hafa stor svaedi ut ad fyrir sig. Vid saum tha bada sig i a thar rett hja. Gaman ad sja litlu filanna :)

I dag lokadi allt i Kandy klukkan 15. I dag eru forsetakostningar. 11 frambjodendur en 2 sem hafa mestu vinningslikur. Hvor vid faum e-h ad borda i kvold verdur gaman ad sja. A morgun forum vid til Sigirya sem eru rosa flottar rustir af borg sem var her i haedum Lanka.

Heyrumst seinna med urslit kostninganna. Yfir og ut.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Nokkrar staðreyndir síðan síðast

  • Eftir að við komum heim eftir síðasta internet voru óvenjumargir maurar á rúminu mínu. Svo pínulitlir maurar sem að verða að mykju ef maður strýkur yfir þá. UBS kapalinn okkar er með einhverju svona uniti utan um sig, veit ekki alveg hvað það gerir. Þar inni var komið upp hið myndalegasta maurabú. Hristi snúruna og held að það hafi ábyggilega verið um 100 maurar inn í þessu uniti. Þið sem eigið svona snúrur getið skoðað hversu stórt þetta er. Ég bara skil ekki hvernig þeir komust allir fyrir þarna inni eða hvað þeir voru eiginlega að gera þarna.
  • Ég sá litla stelpu æla yfir sig alla í strætó um daginn. Hún átti enga skó og var í sjúskuðum fötum
  • Við erum komin með vegabréfsáritun og flugmiða til Sri Lanka. Brottför er klukkan 10:30 í fyrramálið, svo að næsti póstur verður sennilegast skrifaður í nýju landi. Jei.
  • Við erum búin að hitta litlu krúttlegu stelpuna sem við erum að styrkja í gegnum ABC. Hún heitir Kamala Konda og er rosalega sæt.
  • Borðaði ROSA STERKAN mat í gær. Hverjum dettur eiginlega í hug að kaupa sér chilli chicken í landi sem ræktar chilli.
  • Sendi manni dónalega handbendingu um daginn. Ætlaði ekki að gera það en hann kleip í rassinn á mér svo að hann átti það skilið.
  • Er um það bil að fara að venjast hausahreifingunni sem er svo algeng hérna. Fólk hristir hausinn eins og það sé að segja nei, en það þýðir já. Mjög furðulegt.
  • Mér finnst skemmtilegt í borgum sem að Lonely Planet seggir að séu ekki mikið fyrir ferðamenn. Það er gaman að ferðast fyrir utan þessa klassíssku ferðamannaslóðir. Indland hefur upp á svo margt að bjóða.

Erum komin aftur til Chennai eftir 3 daga ferd til Vijaywada og Gunnavarum i Andra Pradesh heradi. Fljugum til Sri Lanka i fyrramalid. Madur er spenntur. Eg er ordinn svo vanur Indlandi og finnst ekkert mal ad vera herna ad eg er soldid stressadur ad fara i nytt land, finnst thad eins og ad thurfa ad laera a allt upp a nytt. En eg kved Indlandi a godum notum, her er buid ad vera gaman ad vera, fyrir utan thessar moskituflugur. En thaer thekkja vist engin landamaeri og munu abygglega heilsa upp a mig a nyjum stad.
Það var mikil upplifun að heimsæja stelpuna sem við erum að styrkja og sjá við hvernig kost hún býr við. Þarna búa 2000 munaðarlaus börn, frá 5 ára til 20 ára aldri og fara í skóla og læra og eiga öruggan samastað. Þarna var okkur tekið með mikilli gestrisni, náð í okkur á lestarstöðina klukkan 4 um nóttina og fengum að gista á heimilinu, fengum að borða og ferð um svæðið. Forstöðumaðurinn Samuel er ekta svona hefðbundinn Indverji. Fyndið að tala við mann sem virðist vera íhaldssamur í skoðunum um hluti eins og réttindi kvenna á Indlandi, skilnaði og hans framtíðarsýn varðandi heimilið. Börnin voru æðisleg, þegar við komum þá hópuðust þau í kringum okkur og heilsuðu okkur öll og spurðu ´´what is your name´´ svo sögðu þau okkur nafnið sitt. Algjörir snillingar þessi börn. Stelpan sem að við erum að styrja, Kamala Konda, er 8 ára og er í 4 bekk. Hún kom og heilsaði upp á okkur og helt í höndina á Jónu allan tímann. Hún labbaði með okkur um allt svæðið og sýndi okkur. Allavegna frábær dagur og frábært að sjá hvað ABC er að vinna gott starf fyrir þessi börn. Svo var líka mjög gaman í Vijaywada. Þarna eru ekki neinir erlendis ferðamenn, ekta Indversk borg, þar sem maður fær frið fyrir sölumönnum.
Jæja næst skrifa ég frá Sri Lanka, vona bara að allt sé í lagi þarna eftir flóðbylgjuna.

laugardagur, nóvember 12, 2005

Little Lights orpanage

Nuna erum vid ad heimsaekja heimili litlu ljosanna thar sem vid erum ad sponsera litla stelpu. Vid erum naerri Vijayawada i Andra Pradesh Her er mjog flott og adstandan til fyrirmyndar. Eg er ad kenna Samuel, adal manninum ad bua til bloggsidu. Skrifa meira seinna.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Chennai hluti II

MIKIL riging i Chennai i gaer. Vid vorum ykt dugleg ad labba ut af lsetarstodinni og inn i eina hotelgotu rett hja. Forum a 5 eda 6 hotel thangad til ad vid akvadum ad skra okkur inn a thad odyrasta! Vegna mikillar rigningar thurftum vid ad vada polla i hotelleitinni og thad var gott ad komast inn a hotel eftir thessa svadilfor og mjog litinn svefn. Borgudum 250 rupiur (350 kr) fyrir nottina: Frekar ljott herbergi, ekkert serstaklega hreint og bara kold sturta. Samt betra en ad borga 500 fyrir alveg eins herbergi a odru hoteli!!
Vorum ykt dugleg og tokum straeto i naest hverfi og forum meira ad segja ut a rettum stad. Thar sem ad vid erum a leidinni til Sri Lanka stukkum vid inn a Sri Lankan Airways og fengum uppgefi verd a flugmidum, Chennai - Colombo - Bangkok: 12 000 rupiur (18 000 kr). Gott verd svo ad vid flyttum okkur ad fara a raedismannaskrifstofuna. Visa umsoknir eru bara afgreiddar milli 9 og 12.30 thannig ad thetta vard ad bida thar til seinna.
Keyptum okkur LP um Sri Lanka, fundum shopping mall, keyptum birgdir af snakki og sukkuladi. Keyptum nokkra bjora og forum aftur a hotelid.
Voknudum snemma i morgun og tokum straeto til ad fara i sendirad Sri Lanka. Thurftum eiginlega ad hanga ut ur straeto a leidinni en thad var bara gaman! THegar vid komum i sendiradid kom i ljos ad vid thurftum ad koma med flugmida ut ur landinu til ad geta sott um visa. Thannig ad vid flyttum okkur i flugfelagid til ad kaupa flugmida. Eftir naestum thvi klukkutima var okkur sagt ad thad vaeri ekki haegt ad kaupa flugmidann sem vid vildum nema syna fram a flugmida ut ur Tailandi (sem vid eigum ekki). Tha forum vid i taelenska sendiradid til ad fa reyna ad fa stadfestingu a thvi ad vid maettum kaupa one-way mida til Taelands. Eftir klukkutima var okkur sagt ad vid maettum kaupa one-way mida en their gatu ekki gefid okkur neina stadfestingu a thvi. Tha akvadum vid ad fara til Thai Airways. Samkvaemt kortinu i Lonely Planet er Thai Airways vid somu gotu og sendiradid en thad var soldid langt svo ad vid akvadum ad taka rickshaw. Thegar bilstjorinn beygdi inn einhverja gotu og aetladi ad fara med okkur einhvert allt annad tha sogdum vid honum ad stoppa og hoppudum ut! Svo ad vid vorum aftur komin a sama stad og akvadum bara ad labba i flugelagid. Thegar vid vorum loksins komin a rettan stad kom i ljos ad Thai airways var flutt!! Arg. Vid fengum uppgefid rett heimilsfang og tokum rickshaw thangad. Thegar vid komum thangad var okkur gefid upp verd fra Chennai til Bangkok: 24 000 rupiur!! Ogo mikid. Their radlogdu okkur ad fara a ferdaskrifstofu og fa midann odyrari thar! Thannig ad vid lobbudum inn a naestu Tomas Cook ferdaskrifstofu. Their gatu gefid ut mida Chennai - Bangkok, no prob. Og thad sem er betra, their gatu lika gefid ut mida Chennai - Colombo - Bangkok. Eg trudi thvi varla ad thetta vaeri ad ganga. Of gott til ad vera satt! En ju. Allt var ad ganga upp! Jei.
Borgudum midann og fengum hann sidan klukkutima seinna. Drifum okkur sidan aftur a hotelid og vorum komin thangad klukkan 5. Thetta tok sem sagt 8 klukkutima, fra 9 - 5! Ad fa 2 flugmida! Thar sem ad sendiradid lokadi klukkan 12.30 tha thurfum vid ad vakna snemma i fyrramalid og fara med vegabrefin okkar tha.
Vid erum sem sagt buin ad eyda 2 heilum dogum i ad vesenast med ad komast til Sri Lanka en vid erum ofbodlega glod ad vera komin med midana i hendurnar. Nuna er bara ad vona ad visa reddist ;)
Vid erum ad fara ad skoa Heimili Litlu ljosanna i Andra Pradesh a laugardaginn og okkur hlakkar mjog mikid til.
Jaeja, timinn er vist buinn nuna. Aetli vid skrifum ekki einu sinni aftur adur en vid forum af landi brott.
Bless i bili.

Tamil Nadu - Chennai I

Komum til Madurai i hadeginu i fyrradag (8 nov) og akvadum bara ad drifa okkur til Chennai um kvoldid. Keyptum mida i lest sem atti ad fara klukkan 11 um kvoldid vegna thess ad thad var thad eina sem var laust i thessar 5 lestir sem foru fra Madurai til Chennai. Rolltum adeins um baeinn, forum a bananalaufsveitingastadinn (sja sidasta post) og forum sidan ad sja Sri Meenakshi musterid. Risa hindu temple med fullt af mjog skreyttum turnum, alveg ofbodslega flott. Thetta er held eg flottasta hindu temple sem vid hofum farid i hingad til. Alveg mjog flott.
Forum adeins a netid thar sem Gunnar var buin ad skrifa rosa langan post a heimasiduna thegar slokknadi a tolvunni. Mjog leidinlegt!
Komum a lestarstodina eitthvad um 8 eda 9. Thegar klukkan var ad verda 11 og ekkert farid ad tilkynna ad lestin vaeri ad fara ad koma forum vid og tekkudum a malinu. 3 tima seinkun, sem vard ad rauntima 4 tima seinkun, lestin kom klukkan 3 um nottina. Gedveikt!! A thessum 4 timum sem vid vorum ad bida eftir lestinni fekk eg ein 10 bit a kalfana, sem eru nuna ordin ad litlum fjollum. Vid hotum mossie!
Eftir ca. 3 tima svefn voknudum vid af thvi ad thad var ordid bjart og folk var farid ad tynast ut ur lestinni. Fra thvi ad vid voknudum saum vid ad tahd var rigning. Og thad helt afram ad rigna alveg til Chennai og thad var rigning i Chennai thegar vid komum. Komum til hingad klukkan 12, alveg daudtreytt.

KERALA

Ingangur
Loksins skrifa eg a siduna. Se ad eg hef ekkert skrifad i 10 daga. Thad er bara buid ad vera svo mikid ad gera og svo gaman ad eg hef ekkert skrifad. Eg var buinn ad svara ollum commentum thegar eg var i Madurai en svo slokknadi a tolvunni af thvi ad internetgaurinn gleymdi ad framlengja timanum. Eg var svo reidur ad thad saud a mer og greyid indverjinn var naestum thvi buinn ad missa ur ser hjartad, hann vard svo hraeddur. Ja eg se eftir thvi ad vera reidur nuna en eg var bara svo genuen reidur ad eg redi ekki vid mig. Fyrsta skiptid sem eg aesi mig her a Indlandi. Her er allavegna mjog langur postur um Kerala fylki a Indlandi. Eg get ekki sett a islenska stafi svo ad thid verdid ad lesa thetta med isl enskum stofum.
Thetta er skemmtilegasta fylkid sem vid heimsottum a Indlandi ad minu mati. Til ad byrja med tha eru thetta stadirnir sem ad vid heimsottum:
Kochi
Alappuzha
Backwaters
Kumily
Peryiar Wildlife Sanctuary

Kumily
Vid byrjudum a thvi ad verja einni nott i thessum bae, en hingad komum vid i naeturlest fra Mangalore. Thetta var furduleg borg. Hun er ekkert osvipud Manhattan, nokkrar eyjur, svo eru bryr a milli eyjanna og ferjur sem flytja folk a milli. Vid forum samt ur lestinni a adal lestarstodinni sem var a fastalandinu og sa baer eda baejarhluti heitir Ernakullam og tokum Auto Rickshaw til theirrar eyju sem vid vildum gista a sem het Fort Cochin. Vid akvadum ad vera thar vegna thess ad thar var allt til ad skoda og flestar gistingarnar. Svaedinu var eiginlega skipt i thrennt, thad var katholski hlutinn thar sem oll gistiheimilinn voru a, svo var hid typiska Inslandshverfi med skitugum gotum og mikid ad folki og litlum budum (og slatrurum). Held samt ad flestir indverjarnir a thessu svaedi hafi verid muslimar thvi ad thar var mikid um moskvur. I thridja lagi var tharna gydingahverfi, en eina sem kannski minnti a gydingdom var ein synagona (baenahus) a stadnum og gotunofnin. Enginn leit allavegna ut fyrir ad vera gydingur (alskegg og gydingahatt). Tharna vorum vid i eina nott, skodudum svaedid. Vid hofnina eru rosalega flott net sem eru traditional Chinese fishing nets. Net fest a bambudrumba sem er lyft upp og nidur ur sjonum. Erfitt a utskyra thetta, tharf bara ad sja mynd til ad vita hvernig thetta virkar. Svo saum vid kirkjur (buin ad sja nog af theim her a sudur Indlandi), synagonu eins og adur sagdi, eina gotu thar sem heitir Kryddgata og thar eru heildsalar sem versla med krydd til allra heimshorna. Gaman ad sja lauk, engifer, kardimommu, turmerik, Chilli og svo framvegis i risastorum sekkjum. Svo saum vid lika holl sem heitir Dutch Palace en thetta svaedi var nylenda Hollendinga og ur hollinni stjornudu their svaedinu. I hollinni eru roslega flottar myndir fra timum Mughala (500 ara gamalt). Um kvoldid forum vid svo ad sja Keralskan dans. Vanalega tekur thetta 6-9 tima i flutningi en turistautgafan er 1,5 klst (sem var alveg nog ad minu mati). Hreifingarnar eru mest med hausnum og, sem sagt svipbrigdi og augnahreyfingar og svo hljod og hljodfaeraleikur. Thetta var flott fyrst en vard svo langdregid. Thetta eru allt karlmenn, sem klaeda sig upp sem kvennmenn ef thess tharf. Their hafa allir farid i skola i sex ar til ad laera allt i sambandi vid thetta. Hreyfingar og hljodfaeraleik.

Alappuzha og backwaters
Daginn eftir forum vid til baejar sem heitir Alappuzha thvi ad thar aetludum vid ad leigja okkur husbat og sigla um votnin og skurdina a svaedinu. Eftir ad vid komum ur rutinni tha forum vid strax ad leita ad hvar haegt vaeri ad leigja bat. Alltaf thegar vid kaupum okkur thjonustu a Indlandi tha setjum vid okkur i verdstellinga, forum um allt og athugum hvad medalverd er thannig ad vid seum i stakk buinn til ad prutta, thvi ad thad tharf ad prutta um allt a Indlandi, serstaklega ef thu er ferdamadur, tha leggja their alltaf extra mikid ofan a allt. Thad er ekkert mal ad laekka verd thvi ad frambodid er thad mikid a ollu ad madurn thykist alltaf aetla ad labba ut og fara annad og tha gefur solufolkid alltaf eftir. Studum tharf madur samt ad vera fljotur ad hugsa og taka ahaettur a ad eitthvad se gott verd. Stundum verdur madur ad taka gaedi fram yfir verd. Fyrsti aetladi ad leigja okkur bat a 5000 rupiur fyrir 24 klst. Ok sogdum vid og lobbudum ut. Thegar ut var komid tha vatt ser strax upp ad okkur madur og baud okkur bat a leigu. Vid sogdust aetla ad hugsa um thad og tha baud hann okkur bat a 4000 rs og vildi ad vid kaemum og skoda batinn. Vid vorum a badum attum en akvadum ad fara med honum. Tha forum vid med autorickshaw ad backwaters sem var adeins fra baenum. Thar saum vid batinn og leist allt i lagi a og akvadum ad taka thvi. Vid forum svo aftur i baeinn til ad kaupa bjor og dot. Svo logdum vid ad stad klukkan 15. Thad var alveg frabaert a thessum bat. Frabaer matur og fallegt ad sigla medfram votnum og litlum kanals thar sem madur sa folkid sem bjo tharna a bokkunum tannbursta sig i vatninu og tho sjalft sig og thvottinn. Allir bua i litlum husum og krakkarnir veifa thegar madur siglir framhja. Mennirnir sem voru a batnum voru lika frabaerir. Their voru thrir, kokkur, skipstjori og velamadur. Skipstjorinn var gamall gaur, alveg frabaer, kunni ekki ensku en var alltaf ad segja okkur hvad allt heti i kring, endurtok alltaf nokkrum sinnum hvad votnin eda svaedinn hetu svo ad thad vaeri alveg a hreinu ad vid hefdum nad thvi. Velamadurinn kunni heldur ekki ensku og vid saum eiginlega minnst af honum, hann thurfti natturulega ad hugsa um velina, sem er mikid starf. Batsvelin var s.s. 25 hp utanbordsmotor. Kokkurinn var sa eini sem kunni ensku og vid vorum alltaf ad spyrja hann um allt. Hann eldadi handa okkur alveg frabaeran mat. Vid fengum margrettad i oll mal, allt veg en eg vildi lika fa fisk, hann var mjog godur. Baturinn var lika mjog flottur, venjulegur nedri bukur en husid a batnum var allt ur bambus, mjog hobbitalegt. Yfir daginn satum vid Jona a dynu fremst i batnum og horfdum a utsynid. Yfir matnum satum vid vid matarbord a dekkinu, bordudum dyrindismat og horfum a vatnid og umhverfid. Allavegna thetta var eitt thad skemmtilegasta sem eg hef gert a Indlandi, thess vegna langadi mig ad lysa thessu svona naid.

Kumily og Peryar thjodgardurinn
Thegar vid logdum ad daginn eftir tha hentumst vid strax a rutustodina til ad taka rutu til Kumily, sem er uppi i fljollum Kerala, i 1500 metra haed. Tvaer rutuferdir, ein 2 tima og ein 4 tima. Thetta var alveg upplifun ut af fyrir sig. Rutur a Indlandi eru ekki eins og a Islandi. Thetta eru allt skrjodir sem hossast og skrolta afram. Engir gluggar, bara rimlar fyrir gluggunum a sumum og allt mjog basic inni i rutunni. Thessi leid sem vid forum i thessum tveimur rutum var 200 km og rutuferdin tok samtals 6 tima!!! Seinni rutuferdin var reyndar bara upp i moti eftir fjallavegum sem lidudust upp fjollin og a einum timapunkti kom thoka thar sem var 3 metra utsyni ur ur rutinni, fjallshlid til annarrar hlidar og hlid til hinnar. I Kumily vorum vid i 3 naetur og hofdum nog a gera allan timan. Komum reyndar svo seint fyrsta daginn ad vid gerdum ekkert annad heldur en ad finna gistingu og skipuleggja naestu tvo daga. Daginn eftir voknudum vid klukkan 4:30 til ad fara i heilsdags programm i thjodgardinum. Thad samanstod ad jeppaferd um thjodgardinn, trekk um frumskog og batsferd a vatni. Frumskogarferdin var erfidust. Saum reyndar ekki mikid ad dyrum en upplifunin mjog god fyrir utan blodsugurnar sem skrida um allan skogarbotnin og reyna ad festa sig a allt lifandi og sjuga blod. Vid vorum i spes blodsugusokkum sem ad blodsugurnar komust ekki i gegnum thannig ad thetta var allt i lagi. Eg fekk reyndar eina a thumalputtan og sveid soldid a eftir. Jaeja thetta saum vid: apa, froska, kongulaer, naut (bison), dadyr og nokkrar fuglategundir. Engin fill eda tigrisdyr en thad verdur ad hafa thad, thetta var samt gaman og utsynid storkostlegt af thvi ad thodgardurinn er i fjollum. Naesta dag eftir voknudum vid klukkan 5:30 til ad fara i 2 tima batsferd um Peryiar vatn til ad reyna ad sja dyr asamt odrum sex batum og havaerum indverjum (thetta er typiska leidin til ad sja thjodgardinn). Saum thess vegna ekki mikid en samt, flott umhverfi. Thessi gardur er svo stor ad thad er kannski eftir ad sja margt (777 squre miles). Svo er thetta ekki retti arstiminn thar sem moonson buid og nog ad vatni i vatnsbolum fyrir dyrin thannig ad thau thurfa ekki ad koma nidur ad vatninu til ad fa ser ad drekka eda bada sig. Mig langar ad sja fil bada sig en thad kemur einhverntiman (Sri Lanka ?). Eftir thjodgardinn forum vid i ferd i kryddbyli til ad sja krydd raektad. Saum fullt af kryddplontum og lyktudum a ollu og svona. Mjog forvitnilegt ad sja thetta og vita hvernig kryddin eru raektud og unnin i loka afurdina. Vid saum einnig teverksmidju, en her uppi i fjollinum eru telauf og kaffiplontur raektad. Vid saum hvernig prossessid er a thvi hvernig te er buid til ur telaufunum, mjog ahugavert. Fengum ad vita thad ad tetynslukona faer 70 rs fyrir ad tyna 20 kg af telaufum a dag (100 kr). Jamm jamm svo a leidina i teverksmidjuna saum vid Cobra slongu ad skrida yfir gotuna. Hun hraktist samt i burtu vegna thess ad bill kom ur hinni attinni og hun for somu leid og hun kom i burtu, wicked!!
Thetta var mjog anaegjuleg vika og ein skemmtilegast a Indlandi. Kerala er frabaert fylki, allt mjog graent og allir mjog vingjarnlegir, enda thidir Kerala "Gods own country"

Jaeja takk fyrir ad lesa. Ykkur ad vita tha nadu moskito flugurnar nyjum frumlegumheitum her i Chennai en i morgun vaknadi eg med bit yfir allt andlitid og eitt a fingurgomi thumalputtans, dises.

Thetta er Gunnar sem skrifar fra Chennai i Indlandi.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Chennai

Erum a leidinni til Chennai nuna a eftir. Aetlum ad skirfa meira tha! Bless i bili.

Maturinn

Mer finnst maturinn herna a Indlandi er alveg frabaer. Eg veit ad eg er buin ad tala um thetta oft adur en thad er bara allt i lagi.
Nuna erum vid Gunnar i Tamil Nadu!! Vid komum hingad i dag og erum buin ad fa okkur einu sinni ad borda. Thad var gedveikt. Forum inn a einhvern stad sem leit ut fyrir ad vera agaetis bulla. Enginn matsedill, thad sem var i bodi var skrifad a veggina. Vid vissum ekki hvad vid attum ad fa okkur og thad sem stod a veggjunum var bara einhverskonar snakk eda medlaeti. Eg bad um ad fa meal. Tha var okkur visad i naesta herbergi vid hlidina. Vid settumst vid bord og thad var komid med tvo bananalauf til okkar. Thau voru thrifin fyrir okkur og sidan skellt a thau 3 tegundum af graenmetisrettum. Svo kom risa skammtur af hrisgrjonum og vid fengum sosurett ofan a hrisgrjonin. Sidan fengum vid sitt hvort pickles, jogurt i glasi, djupsteikt braud (papadum) og eftirrett. Thar sem vid erum hvit fengum vid lika skeidar og kennslu i hvernig vid attum ad borda thetta.
Mjog skondid. Eg notadi skeidina mina ekki neitt, nema til ad borda jogurtina og eftirrettinn. Her eru vaskar a ollum veitingastodum til ad thvo hendurnar fyrir matinn. Sidan notar madur bara haegri hondina til ad skofla matnum upp i sig. Mjog gaman. Thjonarnir hofdu lika mjog gaman ad thvi ad fylgjast med okkur. Their voru lika alltaf ad koma med meiri og meiri mat til okkar.
Thad besta vid thetta var eiginlega ad vid thurftum ekkert ad bida eftir matnum og hann var rosa odyr, 28 kronur a mann! Held ad vid hofum sett met nuna 52 rupiur fyrir 2 maltidir og vatn i flosku! VId hofum bordad odyrt adur en tha hefur thad bara verid matur sem er keyptur af gotusolum og telst eiginlega ekki med sem maltid!
I gaer forum vid ut ad borda med bresku pari sem vid kynntumst i Kumily. Vid vildum fa alvoru indverskan mat en ekki einhver turhestamat svo ad vid spurdum folkid a gistiheimilinu hvert vid aettum ad fara og thau maeltu med einum stad sem ad innfaeddir fara a.
Vid Gunnar fengum okkur Chiken Briany. Thad er Kerala Special, hrisgrjonarettur med kjuklingi og graenmeti. Voda gott. Med thessu fengum vid eina rauda kulu, raudlauk i jogurtsosu og papadum. Rauda kulan var svo sterk ad eg bordadi allan laukinn til ad kaela munninn! Eg bordadi lauk!! Eg borda allt herna, sem er otrulegt! Thad er ekki haegt ad vera eitthvad ad pikka ut herna!
Her er oftast haegt ad velja a milli veg og non-veg veitingastada, sumir eru baedi en sumir bara annad. Vid Gunanr veljum okkur oftast veg stadi af thvi ad thad er svo gott. Vid faum okkur kjulla til tilbreytingar og ofbodslega sjaldan faum vid okkur Mutton (kindakjot). Ef madur fer a pure-veg stad tha thidir thad ad thad er adeins graenmeti og engar likur a ad somu ahold hafi verid notud i graenmeti og kjot. Svo eru heldur engin egg a pure-veg stodum. Held ad thetta se eitthvad truarlegt, ekkert kjot, engin egg og ekkert afengi!
Jaeja. Verd ad fara. Eitthvad vandamal med tolvuna hans Gunnars!

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Mangalore

Erum i Mangalore nuna. Spredudum i gistingu i nott, 1000 rupiur (1400 kr). Thvilikur luxus, besta sturtan a Indlandi, sjonvarp og iskapur. I gaer forum vid ut ad borda i hadeginu fyrir 130 rupiur (200 kr). Gunnar fekk svepparett og eg fekk blomkals/kartoflurett. Vid fengum med thessu 3 naanbraud, 2 litra af vatni a flosku og 1 lassi. Lassi er nyja aedid hja mer nuna, nammi namm. I kvoldmat i gaer for Gunnar og nadi i take-away fyrir okkur. 2 omelettur a bananabladi og hrisgrjon med sosu i poka (30 rs, 45 kr). Saum rosa flott hindu musteri i dag.
Erum a leidinni til Kochi i kvold, 12 tima naeturlest i lelegum klassa med engri loftkaelingu og opnum gluggum.
Jaeja, best ad fara ad fa ser einhvern gedveikan mat herna, bless i bili.
Hundskemmtilegt.