föstudagur, apríl 29, 2005

Brottför

Þá erum við bara búin að panta flugmiða til Delhi. Brottför er 1. október 2005 sem þýðir að það eru 154 dagar í ferðina. 150 dagar síðan við ákváðum að skella okkur til útlanda, jafn margir þangað til við förum og jafn margir dagar sem við verðum úti :) Skemmtilegt. Núna getur maður farið að segja að það sé styttra í að maður fari heldur en tíminn sem að maður verður úti! Jei
Ég er farin að hlakka ógó mikið að fara út og ég held að Gunnari hlakki líka mikið til. Ég held að ferðin okkar verði frábær :)

sunnudagur, apríl 03, 2005

Lesið sér til

Jæja, það er alltaf að styttast í að ferðin verður farin. Núna eru tæplega 6 mánuðir þangað til að við leggjum í hann. Ég og Jóna erum búinn að vera dugleg að lesa okkur til. Ég er búinn með alla Lonely Planet bókina um Indland, 1000 blaðsíður.......nei nei ég las þær ekki allar því að sumt var upptalning á gistingu og veitingastöðum en ég las samt ansi margt. Í jan, feb og mars þá kom ég heim úr vinnunni og las alltaf einhvað á hverjum degi í bókinni, og núna er ég ógeðslega spenntur að fara til Indlands. Jóna er búinn að vera lesa Lonely Planet bókina um Suð austur Asíu og hún er álíka spennt og ég. Núna er ég að lesa bókina India in slow motion eftir indverjan Mark Tully, held nú samt að hann heiti það ekki upphaflega!! Hann var sem sagt fréttaritari fyrir BBC í suð austur Asíu í 25 ár en vinnur núna sem blaðamaður í Nýju Delhí. Ég ætla að reyna að vera duglegur að lesa mér til um suð og suð austur Asíu áður en ég fer út til að vera sem mest inn í málefnum þessa svæðis, því eins og ég hef sagt þá er nám vinna og þetta er auka vinnan mín sem stendur, en verður aðal vinnan frá og með október 2005 :) Annars er þetta að frétta af okkar skipulagningu:

Við erum búin að vera að þaulkemba flugferðir út, verð og annað og endum kannski bara á því að kaupa flugmiða í gegnum Stúdentaferðir, þeir eru með samning við STA travel sem er ferðaskrifstofa fyrir stúdenta staðsett í Bretlandi held ég. Stúdentaferðir geta boðið okkur ferð aðra leið til Nýju Delhí með Quantas air minnir mig fyrir 28.000 kr. Annars hefur verið svo erfitt að finna flugferðir því það er svo langt í þetta.

Við erum búin að kynna okkur hvernig á að sækja um visa til Indlands en það er í gegnum sendiráð Indlands í Osló. En við komum ekki til með að sækja um visa fyrr en í september áræðanlega. Annars er hægt að nálgast upplýsingar um þetta á www.indland.is. Vegabréfsáritun til Indlands er annars nokkuð dýr, 6000 kr. ef ég er að reikna þetta rétt, það er bara fyrir stimpil í vegabréfið um að ég megi dvelja í landinu í allt að sex mánuði.

Við erum náttlega líka búin að kynna okkur allt varðandi þær sprautur sem að við þurfum að fá á heilsugæslustöðinni áður en við förum út. Við erum kannski að tala um 20.000 krónur á mann fyrir svona 8 bóluefni. Svo þarf að kaupa malaríutöflur, smysl fyrir skordýrabit, stopp og start töflur vegna niðurgangs, sólarvörn og eftir sól, og verkjatöflur og guð má vita hvað.

Við erum líka búinn að kynna okkur allt um ferðatryggingar. Ég held að við gerum þetta svona. Fáum okkur gullkort visa og borgum flugmiðanna með því, þannig erum við með ferðatryggingar fyrir fyrstu 2 mánuðina. Svo er hægt að framlengja tryggingunni hjá visa fyrir eitthvað ákveðið á mánuði, man ekki hvað það er mikið. Þetta fer allavegna allt saman í gegnum TM og vitið þið hvað, við erum einmitt í viðskiptum við TM þannig að þetta ætti ekki að vera mikið mál.

Já svo erum við líka komin með bakpoka fyrir ferðalagið, Jóna gaf mér bakpoka í jólagjöf og Jóna fékk bakpoka í afmælisgjöf frá foreldrum sínm 28. des. þannig að kannski var þetta alltaf í undirmeðvitundinni hjá okkur að fara ;)

Svo erum við að fara að kaupa okkur sandala frá Teva, ætlum að reyna að panta þá frá USA.

Svo er ég að láta kaupa fyrir mig Ipod Photo MP3 spilara í USA, fæ hann eftir 11 daga, magnað. Ég ætla að fylla hann og taka hann með mér út og hlusta á hann þegar ég er í lestum og rútum og svona, sweet.

Já þetta eru svona pælingar sko, ég er að springa úr spenningi að fara út, þetta er bara veröldin mín í dag, að bíða eftir því að fara, ég kaupi mér næstum því aldrei neitt vegna þess að ég er að spara (ekki nema Ipod). Ég er búinn að spara fyrir allri ferðinni núna og á samt eftir 6 mánuði í að spara, en það verður bara flott að eiga aukasjóð þegar maður kemur heim, ekki nema maður ákveði bara að vera lengur en 5 mánuði og klára bara peningana :) .............. já maður á ekki nema þetta eina líf, af hverju ekki að lifa því ????