föstudagur, júní 24, 2005

Tveggja stafa tala

Jæja þá er loksins komið að einum áfanga í fyrirhugaðri ferð. Í dag eru 99 dagar þangað til að við fljúgum til Indlands.Þetta ótrúlega sálrænt, 99 dagar er miklu minna en 100 dagar. Annars hef ég verið að segja vinum og vinnufélögum þetta svona jafnt og þétt. Ég var að útskýra þetta fyrir einum í vinnunni um daginn og þá komst ég að því sjálfur að ég er að fara að leika mér í hálft ár. Ég hef aldrei hugsað þetta þannig, að þetta sé bara leikur, en það er víst staðreynd. Hvað er langt síðan ég lék mér bara án þess að hafa einhverjar skyldur?? Látum okkur sjá, ég byrjaði á leikskóla 2-3 ára og strax þá fékk maður skildur, þurfti að vakna á ákveðnum tíma, borða nestið á ákveðnum tíma, lita þegar manni var sagt það. Þannig að ég hef ekki verið að leika mér án þess að hafa einhverjar daglegar skyldur síðan ég var 2 ára gamall. Er þá ekki kominn tími til að fá að leika sér aðeins? Nei ég bara spyr.

Allavegna: 99 dagar þangað til að við förum til Indlands, sjibbý kóla !!!!

fimmtudagur, júní 02, 2005

4 mánuðir - 1 dagur.
Loksins loksins er þessi dagur kominn innan við 4 mánuðir þangað til að við förum út. Eftir 3 vikur verða 99 dagar, jibbý jei.

Ég hlakka svo mikið til ;)