mánudagur, mars 12, 2007

Næsta ferðalag: Brúðkaupsferðalag

Þá er bara komið að því að við Gunnar tökum upp töskurnar og förum í ferð enn á ný. Þrátt fyrir hugmyndir um ferðir til Afríku eða S-Ameríku þá er ferðinni heitið til Noregs. Osló (háborg skemmtanalífsins) varð fyrir valinu vegna aðstæðna og ég held að það sé bara fínt val að þessu sinni. Við höfum hvorugt komið til Noregs og tilvalið að skoða eitthvað af norðurlöndunum svona inn á milli stórferða.
Við erum lítið sem ekkert búin að kynna okkur hvað er hægt að gera í háborg skemmtanalífsins en það sem er hels á dagskrá er að skoða sem flestar búðir, heimsækja kaffihús og veitingahús og skoða mannlífið. Sem sagt þá verður þetta bara afslöppunar ferð með yfirskriftinni BRÚÐKAUPSFERÐ JÓNU OG GUNNARS.
Sjibbý kóla segi ég nú bara. Það er svo gott að komast aðeins til útlanda og í frí. Semsagt bara rífandi stemmari :)