laugardagur, janúar 29, 2005

Fyrsta skrefið stigið

Þá erum við stigin einu skrefi nær því að fara til Asíu. Keyptum okkur tvær Lonely Planet bækur á Bandaríska Amazon (gott gengi á dollaranum þið skiljið). Bækurnar voru akkúrat tvær vikur á leiðinni. Við pöntuðum þær 13. janúar og fengum þær 27. janúar. Keyptum okkur LP India og LP Southeast Asia on a shoestring. Þetta kostaði samtals 3771 krónur. Inn í því er verðið fyrir bækurnar, flutningskostnaður, tryggingar og tollurinn á Íslandi. Tollurinn á Ísl var ekki nema 768 kr. en við héldum að hann yrði mikið meiri. Til gamans má geta þess að í Eymundsson kosta þessar bækur 3500 kr. stykkið þannig að það má segja að við höfum fengið tvær á verði einnar. Ekki dónalegt það :)

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Það verður mega gaman í útlöndum. Jei.

mánudagur, janúar 24, 2005

Búinn að laga síðu

Jæja þá er ég búinn að setja inn á síðuna fullt af tenglum varðandi ferðina okkar, einnig link inn á myndasíðuna hennar Jónu. Vonandi fer þetta að líta vel út og bráðum mun þá koma hugdettur um fyrirhugaða ferð okkar til Asíu.

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Draumur um að fara til útlanda

Okkur dreymir um að fara til útlanda. Þá er ég ekki að tala um helgarferð til London eða sólarlandaferð til Costa Del Sol, heldur eitthvað svona alvöru ef þið skiljið.