föstudagur, júlí 22, 2005

Hundskemmtilegt

Bara 71 dagur þangað til að við förum. Þetta er alveg yndislegt, tíminn líður svo hratt. Á morgun eru 10 vikur í ferðina. Eftir vinnu á morgun á ég einungis eftir að vinna 4 laugardaga í Ríkinu og 49 daga á rannsóknarstofunni.
Sjibbý kóla.

Á mánudaginn pöntuðum við okkur bækur á netinu sem munu nýtast okkur í ferðinni. Þetta eru bækurnar:

Við munum sennilegast fá þær í fyrstu vikunni í ágúst og það verður hundskemmtilegt :) Svo voru þær líka hundódýrar sme er alltaf gaman þegar maður er að versla sér dót.

föstudagur, júlí 15, 2005

Fuglaflensa

Smá fróðleikur um fuglaflensuna. Að sögn Helga Guðbergssonar sóttvarnarlæknins (sá sem bólusetti okkur, ásamt flestum öðrum sem fara til útlanda) þá eru staðreyndirnar eftirfarandi:

1) Þeir einu sem fá fuglaflensu eru starfsmenn kjúklingabúa eða þeir sem sjá um að slátra kjúklingunum og komast í snertingu við blóð eða vessa úr lifandi/slátruðum kjúklingum.

2) Ferðamenn fá ekki fuglaflensu nema þeir taki þátt í lið 1 (sem væri skrítin túristi ef það er boðið upp á það einhversstaðar, menningartengd ferðaþjónusta!!). Maður fær sem sagt ekki fuglaflensu af því að borða kjúklingakjöt.

3) Eini sénsinn fyrir okkur til að smitast af fuglaflensu skv. þessu er ef flensan stökkbreytist og verði mannaflensa en þá eru það ekki bara ég og Jóna sem þurfum að hafa áhyggjur heldur öll heimsbyggðin og alveg eins líkur á að fólk á Íslandi smitist eins og við í suðaustur Asíu.

Bólusetning

Í gær fórum við í bólusetningu. Ég þarf reyndar að koma tvisvar í viðbót en Jóna er good to go. Ég er stressaður við nálar en þetta var nú ekkert mál. Fyndið að láta sprauta í sig sjúkdómum svo að maður verði ónæmur fyrir þeim. Ég er sem sagt bólusettur gegn mænusótt, stífkrampa og barnaveiki (getur verið að ég hafi fengið sprautu gegn taugaveiki líka), auk þess sem ég er búinn að fá fyrri skammt af lifrarbólgu A. Næstu tvo skipti fæ ég svo sprautu gegn lifrarbólgu B og einhvern elexíer sem á að vinna gegn kóleru. Þegar ég kem svo heim frá útlöndum þarf ég að fá aftur sprautu gegn lifrarbólgu A og B. Þá á ég að vera góður næstu 10 ár. Ég skil samt ekki alveg af hverju við vorum ekki sprautuð gegn gulu (yellow fever), það er sér reitur í bólusetningarskírteininu sérstaklega fyrir hana, eins og það sé mikilvægasta bóluefnið, en það getur verið að það fari eftir svæðum hvort það þarf.

Eins og þið sjáið hér að ofan þá er ég ekki alveg viss hvað var verið að sprauta í mig, en það er í góðu, ég treysti þesssum manni og ég er bara hress og kátur. Svo spillir ekki fyrir að þetta mun allt kosta mig litlar 20.000 kr. þegar uppi er staðið !!!!

Allavegna, 78 dagar í Indland, jibbý jei.

föstudagur, júlí 01, 2005

3 MÁNUÐIR
Jibbý kóla