mánudagur, febrúar 27, 2006

Aswan

Erum í Aswan núna. Komum hingað í gær eftir 13 tíma lestarferð. Hér er heitt, þvílíkur munur á Cairo og Aswan!! Í gær skoðuðum við Gömlu og Háu stífluna, ókláraða óbelíska súlu og Ísis hofið á Philae eyju. Loksins loksins fæ ég að skoða þetta musteri. Alveg magnað kvikindi. Annars er bara allt gott að frétta frá Egyptó, erum í svaka stuði hérna.
Kveðja sveðja
Jóna

Hello taxi
Hello felucca
Hello nubian hat, only 1 pound
Hello spices
hello where come from

Búin að heyra þetta svona 1000 sinnum síðan við komum hingað. Sölumenn eru snillingar!

laugardagur, febrúar 25, 2006

Konurnar

Konurnar herna eru alveg magnadar. Egyptaland er muslimst riki og thess vegna eru margar konurnar herna med slaedu um harid. Nema hvad ad Egyptland er ekki eins afturhaldssamt land og eg hafdi imyndad mer. Fyrsta morguninn okkar tokum vid buss fra flugvellinum nidur i bae. Og eg sa bara fullt af konum sem voru ekki med neina slaedu a hofdinu, bara med tagl eda eitthvad. Flestar konurnar herna eru tho med svona ommuslaedu um hofudid, thad er allt andlitid sest.
Ungu stelpurnar eda konurnar a minum aldri er samt alveg otrulega flottar. Thaer eru med slaedur sem eru alveg meistaralega bundnar upp. Endanir a sladunum eru fsetir upp og mynda allskonar blomamynstur og fleira snidugt. Rosa flott.
Eg hef ekki enntha sett upp saedu herna en eg veit ad eg verd ekki naerri thvi eins flottar og stelpurnar herna. En jaeja, eg er bara vitlaus turisti.

Annars er alveg hraedilegt ad sja suma turistana herna. Eg meina mini stuttbuxur og flegnir hlyrabolir eru ekkert serstaklega flottir i muslimalandi, komm on! Svo er lika svo kalt herna ad eg skil ekki hvernig thessar domur geta verid i svona litlum fotum??

Cairo

Brumm, brumm. Byrjudum daginn i gaer a ad runta adeins um Cairo, kaupa falafel i nesti og leita ad heimili leidsogumannsins. Brumm, brumm, lyt fyrir tilviljun til vinstri: Risa pyramidi blasir vid. Va madur eg helt ad vid thyrftum nu ad keyra adeins lengra en thetta! Fundum leidsogumanninn og sidan var brunad med okkur sidustu metranna upp til ad Giza pyramidunum. Bilstjorinn for ut med nyju studentaskirteinin okkar og pening og keypti mida fyrir okkur. Finnst eins og vid seum einhverjir plebbar nuna, erum med privat bil, bilstjora og eigin leisogumann til ad fara med okkur um svaedid. Faum 50% afslatt af thvi ad vid fengum okkur ny studentaskirteini, erum i skola lifsins og eigum thvi rett a afslaetti :)
Klik klik, fullt af myndum af pyramidos, fullt af turhestum og fullt af monnum ad reyna ad plokka peninga af theim. Akvadum ad vid skyldum nu fara inn i adalpyramydann a svaedinu, Khufu (Cheops) thratt fyrir ad leisogumanninum fyndist thad nu ekkert serstaklega snidugt. Hann sagdi vid okkur ad thad vaeru 500 threp upp og vid thyrftum ad beygja okkur nidur allan timan af thvi ad gognin vaeru svo litil. Keyptum mida og forum upp. Eftir sma stund slokknadi ljosid!! Rafmagnslaust og vid ekki med neitt vasaljos!! Ups. Bidum i sam stund eftir ad einhver annar faeri upp sem vaeri med vasaljos. Vorum naestum haett vid ad halda afram, en eitthvad agdi okkur ad halda afram. Tha var bara orstutt eftir, thetta voru sko engin 500 therp. Alveg 100% thess virdi ad fara upp. Rosa toff ad vera tharna uppi. Risa kista faraoans, risa herbergi og nokkrir hestar. Svo kom einn madur inn og byrjadi ad syngja. MJOG MJOG kul. Ekkert ljos, bara hljod. Mjog mistiskt. Forum nidur med adstod ljossins ur simanum (mjog litid). Thvi midur matti ekki taka myndir tharna, thad matti ekki einu sinni taka myndavelina med inn, urdum ad skilja hana eftir i bilnum! Hundfult.

Stor pyramidi, minni pyramidi sem litur ut fyrir ad vera staerri en sa staersti og svo minnsti pyramidinn af thessum thremur. Svo lika nokkri beibi pyramidar sem tilehyra drottningum og daetrum. Fullt af myndum; mognum upplifun.
\r\n \r\nForum lika til Sakkara ad sja threpapyramidann og funerary complex Zosers.Forum ofan i Teti pyramydan og grof Ankhamahor og saum fullt af hyroglifum. Mjog kul. Endudum turinn svo a ad skoda Memphis. HUGE stytta af Ramses II. Massadur gaur!!\r\n\r\n \r\nHvad skal segja, thessir pyramidar eru alveg mognud fyrirbaeri, rosa stor og otrulegt ad their hafi verid byggdir fyrir 5 000 arum sidan. Adalpyramidinn er gerdur ur 2.5 milljonu steinblokka og hver steinn hefur verid hoggvinn ut og pussadur til svo ad their eru allir rosa beinir og slettir, enn thann dag i dag. Otrulegt. Thegar madur er nalaegt pyramidunum tha daist madur ad smaatridunum og thegar madur fer adeins lengra i burtu daist madur ad thvi hva their eru fullkomnir og otrulega magnadir.\r\n\r\nSphinxinn er magnadur lika, kannski adeins of mikid ad turistum, en mjog flottur.\r\nSvo eru lika milljon styttur, grafir, gong, sulur og adrar byggingar sem eru herna ut um allt. Erfitt ad lysa thettu ollu, nema tha bara ad segja MAGNAD! Alveg hreint frabaert.\r\n \r\nByrjudum daginn i peysum en endudum daginn a stuttermabol med raud andlit. Her er stundum kallt og stundum heitt. I gaer byrjadi dagurinn a rigningu en endadi a thvi ad vera mjog heitur dagur. I dag var thoka i allan dag og frekar kallt, brrr. Mjog undarlegt vedur.\r\n\r\n \r\n\r\n",0]
);
D(["ce"]);
D(["ms","21f"]
);
//-->


Forum lika til Sakkara ad sja threpapyramidann og funerary complex Zosers.Forum ofan i Teti pyramydan og grof Ankhamahor og saum fullt af hyroglifum. Mjog kul. Endudum turinn svo a ad skoda Memphis. HUGE stytta af Ramses II. Massadur gaur!!

Hvad skal segja, thessir pyramidar eru alveg mognud fyrirbaeri, rosa stor og otrulegt ad their hafi verid byggdir fyrir 5 000 arum sidan. Adalpyramidinn er gerdur ur 2.5 milljonu steinblokka og hver steinn hefur verid hoggvinn ut og pussadur til svo ad their eru allir rosa beinir og slettir, enn thann dag i dag. Otrulegt. Thegar madur er nalaegt pyramidunum tha daist madur ad smaatridunum og thegar madur fer adeins lengra i burtu daist madur ad thvi hva their eru fullkomnir og otrulega magnadir.
Sphinxinn er magnadur lika, kannski adeins of mikid ad turistum, en mjog flottur.
Svo eru lika milljon styttur, grafir, gong, sulur og adrar byggingar sem eru herna ut um allt. Erfitt ad lysa thettu ollu, nema tha bara ad segja MAGNAD! Alveg hreint frabaert.

Byrjudum daginn i peysum en endudum daginn a stuttermabol med raud andlit. Her er stundum kallt og stundum heitt. I gaer byrjadi dagurinn a rigningu en endadi a thvi ad vera mjog heitur dagur. I dag var thoka i allan dag og frekar kallt, brrr. Mjog undarlegt vedur.

Gaman gaman i Egyptalandi.

Shawerma

Thrir dagar lidnir i Afriku. Fyrst thegar eg kom hingad leid mer samt ekkert eins og eg vaeri i Egyptalandi, gaeti alveg eins hafa verid i Russlandi. Her eru margar Lodur og adrar gamlar druslur. Her er mikid af steinsteypuklumpum og Cairobuar virdast ekki thekkja til uppfinningarinar malningar thvi her er allt i steinsteypulitum. Her er umferdin lika half kaotisks og logreglumenn a hverju gotuhorni. Her er lika kalt. Ja i minum huga er thetta akkurat myndin sem eg hef i huganum af Moskvu. En nuna a thridja degi get eg sag med vissu ad eg se i Egyptalandi en ekki Russlandi. Her er thad sem kom mer til ad atta mig:
Her tala allir arabisku og ut um allt eru arabiskir stafir.
A hverju gotuhorni er haegt ad kaupa falafel og Shawerma (kebab).
A hverju gotuhorni eru Egypskir karlmenn ad drekka te og reykja vatnspipu.
Her eru pyramidar.
Her er safn sem er stutfullt af mumium.

Her er agaetlega gaman en lika erfitt, kannski er eg ordin ferdathreyttur. Her finnst mer allt vera spennandi og framandi, hef ekki fundist allt vera nytt og framandi sidan eg var i Indlandi. Her kann eg ekki a alla hluti eins og eg gerdi i Sudaustur Asiu og thvi finnst mer eg vera half 'ooruggur.

Hef samt:
Laert alla arabisku tolustafina.
drukkid Egypst te og reykt vatnspipu.
Bordad falafel og Shawerma i hvert mal.
Sed pyramida.
Eytt 5 klukkutimum i Egypska thjodminjasafninu ad skoda stytturr, kistur, mumiur, vasa og papyrus.

Vid hofum reynt ad panta okkur kebab en engir vill lata okkur fa kebab, thetta heitir vist shawerma her. Ef madur pantar kebab tha faer madur 1/2 kilo af kjoti, eg veit ekki hvernig thetta virkar, hvort madur faer thetta i braudi eda hvad??

Thjodminjasafnid herna litur meira ut eins og voruskemma innandyra heldur en safn. thar er ollu hrugad inn i glerkassa eda dotid er upp um alla veggi og i ollum hornum og thad er mjog erfitt ad skoda thetta allt. Sanfnid opnadi fyrir 100 arum og upproduninn a gripunum er eins og their voru fyrir 100 arum, timi til komin ad endurskipuleggja og mala og svona, hvad haldid thid??

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Hvert er madur kominn nuna?

Hakdid thid ekki bara ad madur se bara komin til Afriku!!! Akvadum ad enda dvolina okkar i Asiu og skella okkur til Afriku. Erum i Egyptalandi nuna og verdum herna i rumlega tvaer vikur. Hundskemmtilegt ad koma i nytt land og nyja heimsalfu.
Lentum i Cairo i morgun og akvadum ad vid gaetum alveg tekid rutu nidur i bae og afthokkudum bod fra hotelinu um ad verda sott a flugvollinn. Fundum loksins bussinn og forum med honum nidur ad adalrutustodinni herna. Thadan lobbudum vid svo a hostelid okkar. Fyrir thetta borgudum vid 5 egypsk pund en ef vid hefdum verid sott hefdum vid borgad 60 pund, thannig ad vid sporudum hellings pening.
Erum buin ad kaupa falafel en eigum eftir ad profa vatnspipu, bara buin ad sja fullt af svoleidis :)

miðvikudagur, febrúar 22, 2006Það er gott að chilla á ströndinni. SJáið hvað sjórinn er blár :) Ég væri nú alveg til í að fara þangað aftur í nokkra daga og láta sólina grilla mann aðeins meira.

BangkokJóna að bíða eftir spánarkonungi í Bangkok. Frægt fólk er kúl!


Shopping spree í Bangkok yfirstaðið. Óh my gossís. Búin að kaupa allt sem ég ætlaði mér að kaupa í ferðinni:
Allar seríurnar í Sex and the City, Disel gallabuxur og Pumaskó. Sjibbý kóla. Svo er náttúrulega óþarfi að minnast á allar töskurnar sem maður er búin að fjárfesta í :) Síðan eru ótaldir allir stuttermabolirnir sem maður er búin að eignast. Eitt af því besta eru þó ný gleraugu. Hundskemmtilegt að eiga ný gleraugu.
Það er búið að vera mjög heitt í Bangkok síðustu daganna, maður er sveittur alla daga. Það getur orðið ansi heitt í borginni þegar sólin skín beint á hausinn á manni og mengunin er í hámarki.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Bedbugs

Við vorum í Singapore síðustu 3 næturnar. Dýrasta gistingin í ferðinni og svona. Fyrstu 2 næsturar voru allt í lagi en nótin í nótt var ekki all í lagi. Þegar ég var nýsofnuð fannst mér eins og eitthvað væri að skríða á mér. Þar sem ég var sofandi hugsaði ég ekki meira um þeta. Fór að pissa klukkan 3 og þegar ég kom til baka í herbergið ákvað ég að lýsa aðeins á dýnuna með vasaljósinu mínu. Fann 3 gerðir af pöddum!! Jakk. Samt var ég búin að kíkja undir dýnuna fyrsta daginn sem við vorum þarna. Reyndi að fara afur að sofa en rétt fyrir 4 fannst mér ég finna eitthvað skríða á hálsinum á mér og þegar ég tékkaði á málinu kramdi ég eitt flykki í leiðinni. Risa kvikindi (3 mm) sem ég held að sé bed bug og stór blettur af blóði. Rifum allt af rúminu og fundum 6 eða 7 svona kvikindi í viðbó: Öll full af blóði, okkar blóði! Hristum allt og spreyjuðum okkur og rúmið með skordýrafælum.
Ga sofnað aftur um hálf 5 en dreymdi sam skordýr alla nóttina.

Er Singapore Asía eða er það Evrópa?

Alir sögðu okkur að Malasía væri dýrt land...... það er kannski aðeins dýrara en önnur lönd á svæðinu en lítill munur. Gistingin er aðeins dýrari en matur og annað dót er ekkert dýrara heldur en í t.d. Tælandi. Í Malasíu þurftum við reyndar að sofa í litlum herbergjum og deilda klósetti og sturtuaðstöðu með öllum gistihúsgestum. Singapore hinsvegar....... ÞAÐ ER DÝRT LAND!!!! Sem dæmi þá þurftum við að borga svona 400 krónur fyrir herbergi án klósetts í Malasíu og hvað borguðum við í Singapore...... já þið gátuð ykkur rétt til, 2200 krónur fyrir eina nótt reyndar með morgunmat. Annars er hér smá hrip um síðustu daganna okkar í Malasíu og um hvað við gerðum í Singapore. P.s. við komumst ekkert á bloggsíður og bloggerinn í Singapore, eitthvað verið að hindra frjálsar skoðanir þar.......!!!

Eftir KL þá lá leið okkar Jónu til borgarinnar Melaka á vesturströnd Malasíu. Þar vorum við í tvær nætur og skoðuðum pleisið. Þetta er gömul verslunarborg og þangað komu verslunarmenn frá Asíu, Evrópu og Afríku og skiptust á varningi fyrir 500 árum síðan. Þar má t.d. sjá leifar eftir hersetu Portúgala, Hollendinga og að sjálfsögðu Englendinga sem létu ekkert vera sem hreyfðist hérna á öldum fyrr..... jollygood sir....!!! Borgin er mjög stratetísk staðsett. Ef allir mundu nú taka upp landafræðibókina sem þeir stálu úr grunnskóla og flétta upp Malasíu í henni þá sjáið þið að Malacca sund rennur fram hjá borginni, ALAS þetta var mikill verslunarborg þegar krydd og silkiviðskipti voru upp á sitt besta. Þarna sigla s.s. í gegn öll verslunarskip á leiðinni frá Asíu til Evrópu.
Í Melaka fórum við líka í bíó og sáum myndina Prime með Uma Thurman. Það kostaði 120 krónur. Það var ekki hægt að fá saltað popp, bara karmellupopp. Fín mynd, gott að hverfa inn í gerviheim í 2 tíma og gleyma Asíu...... með Malasískum og kínverskum texta.

Singapore, hvað er þetta, maður eða mús, land eða borg? Þetta er allavegna hreinasta og skipulagðasta borg sem ég hef komið í. Þessi borg eða land gæti verið hvar sem er í Evrópu, þegar maður er þarna þá gleymir maður Því næstum því að maður sé í Asíu. Þarna er mikið af háhýsum og mjög gott underground lestarkerfi. Singapore er dýr, ekki nema rafmagnstæki. Þau eru samt ekkert ódýrari heldur en í Bangkok. Í Singapore eyddum við ekki miklum pening við vorum að spara. Helmingurinn af peningaeyslunni fór í gistingu, 6600 krónur, jafn mikið fór í allt annað. Fórum í Singapore Zoo sem er flottasti dýragarður sem ég hef séð. Ég hef áður farið í dýragarðinn í Berlín og þar voru t.d. ljónin í rimlabúri. Í Singapore þá höfðu öll dýrin sitt svæði, engir rimlar, bara hafðir litlir veggir og vantsgryfja á milli hjá hættulegustu dýrunum. Skemmtilegast var að sjá þegar var verið að gefa dýrunum að borða. Við sáum allra þjóða kvikindi, allt frá gíröffum og ljónum til kópra og sporðdreka. Við erum búin að sjá ótrúlega mikið af dýrum í þessari ferð, bæði úti í náttúrunni og í manngerðu umhverfi, fyrir mína parta hefur það verið það skemmtilegasta við ferðinni (highlightið var Elephant Orphanage í Sri Lanka). :)

Já allir póstar hafa sinn enda, hér endar þessi. Núna sitjum við á netstofu í Bangkok. Ha hugsið þið, var hann ekki að segja að þau væru í Singapore. Já nei við flugum í morgun frá Singapore til Tælands, lands allsnægtanna. Og það er ekki að spyrja af því ég er búinn að fá mér bjór eftir 13 daga útiveru (fyrir utan einn Tigerbjór í Singapore sem var bara drukkinn í hávísindalegum tilgangi þar sem ég verð alltaf að smakka þjóðarbjóra landanna sem ég fer í og Tiger Beer er þjóðarbjór Singapore). Allavegna þá var næstum því jafn dýrt að fljúga hingað og að taka rútu og 1000 x fljótara.

Þetta er Gunni Singha bjór sem skrifar frá Bangkok, borg allsnægtanna. Bjór, bjór, bjór, bjór, bjór, bjór, bjór!!!

mánudagur, febrúar 13, 2006

Myndir frá Vietnam

Jóna var að setja inn myndir frá Vietnam. Þegar við komum til Bangkok ættum við svo að geta sett inn myndir af Kambódíu, Malasíu og Singapore. Málið er að við erum með svo stór minniskort (1 GB+ 256 MB) að við setjum miklu sjaldnar á disk nú til dags.

Njótið.

Kuala Lumpur

Mér finnst gaman að geta sagst hafa komið til Kuala Lumpur, nafnið hljómar svo framandi (Samt ekki jafn framandi og Abu Dabhi). Kuala Lumpur fér á listann hjá mér yfir skemmtilegustu stórborgir ferðarinnar, ásam Saigon og Mumbay. Hér er mikið af háhýsum og arkitektúrinn á mörgum þeirra mjög magnaður. Ein byggingin er t.d. með skygardens en það er stór svalaútigarður fyrir hverja hæð. Nokkrar byggingar hafa stiga lögun (breiðast neðst og minnkar í þrepum þegar ofar dregur. Ein bygging lítur út eins og Bambussprotar eða stórt segl. Svo er alveg magnað hvernig virðst vera hægt að móta gler til að þekja skýjaklúfanna (hringir, bogar, u laga,júneimid). Þekktasta bygging borgarinnar er Petronas tvíburaturnarnir. Það er brú á 41 hæð á milli turnanna sem hægt er að fara útá til að horfa í kringum sig (báðir turnarnir eru 88 hæðir). Mögnuð bygging. Við fórum í sjónvarpsturninn í Kuala Lumpur. Þar tókum við lyftu á útsýnispall í um 250 metra hæð þar sem var alveg magnað útsýni yfir borgina. Eftir tveggja turna tal og sjónvarpsturninnþá fórum við í Golden Triangle sem er verlsunarmiðstöðva og viðskiptahverfi borgarinnar. Við fórum reyndar bara inn í eina verslunarmiðstöð sem var á 11 hæðum. Inn í miðri verslunarmiðstöðinni var skemmtigarður með rússibana, fljúgandi teppi, vertical tæki og fleirra og fleirri. Algjört geðveiki. Í dag sáum við líka Þjóðarmoskvu Malasíu en þar geta 15.000 manns beðið í einu. Jóna þurfti að klæðast kufli og vera með sjal yfir höfðinu.

Ég og Jóna erum mikið búin að vera að fylgjast með umræðu um Dönsku skopmyndateikningarnar af Allah og Múhamed (stóra skopmyndateikningamálinu). Það hafa verið mótmæli hér í Malasíu og ég hef aðeins lesið um þetta í blöðunum hérna. Engin í Malasíu hefur minnst einu orði við okkur á þetta. Hér eru allir mjög kurteisir og almennilegir. Í Malasíu er einnig mikið af Indverjum sem iðka Hindúatrú og einnig mikið af Kínverjum sem iðka Konfúsisma og Taoisma. Hér, eins og á Indlandi búa allir í sátt og samlyndi. Ég er orðin mjög leiður á þessu múslima - vesturlanda rugli. Víst að allir aðrir geta lifað í sátt og samlyndi, af hverju þarf alltaf að vera þetta ótraust á milli Íslam og Krisni. Við erum öll eins og trúum á sama Guðin eða þennan æðri mátt og það að við trúum á mismunandi boðbera Guðs á ekki að skipta máli. Moses, Jesú eða Mohammed, skiptir það einhverju máli. Þeir voru allir hipp og kúl, málið leist. Getum við þá farið að leysa önnur heimsvandamál. Fátækt og umhverfismál, málefni 21. aldarinnar.

Alla vegna, KL kúl borg. Á morgun förum við til Melaka til að hitta fleirri Múslimi, Kínverja og Indverja. Bragða góðan mat og skoða okkur um. Eins og áður sagði, að tilillitsemi við Múslima ákváðum við að drekka engan bjór hérna. Það hefur gengið glimrandi vel. Ég hef ekki drukkið bjór núna í heila viku. Þetta er met í ferðinni. Er búinn að finna nýjan drykk í staðinn, hann heitir 100 plús og er einskonar íþróttadrykkur. Hér svitnar maður eins og munkur þess vegna er hann svalur og góður í hitanum.

Þetta er GM í KL.

Twister

Haldiði ekki að ég hafi gleymt að segja frá einu. Þegar við vorum á Pangkor þá sáum við skýstrokk. Magnað kvikindi. Hann var svona 2 kílómetra í burtu frá okkur, yfir sjónum og við horfðum á hann í svona 4-5 mínotur þangað til hann hvarf aftur upp í skýjin. Sjórinn frussaðist út um allt, allveg magnað. Hann hreyfðist smá en ekkert á við það sem var sýnt í myndinni Twister, hann bara lullaði yfir sjónum og færðist nokkra metra. Set inn myndir af fyrirbærinu um leið og ég er búin að koma þeim á geisladisk.
Kveðja

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Ennþá er hellirigning

Núna er maður bara kominn í stóra eplið eins og maður segir! Kuala Lumpur er staðurinn til að vera á þessa daganna, allaveganna hjá okkur Gunnari. Komum hingað fyrir 2 tímum síðan og fyrsta innlitið í þessa borg virðist nú vera allt í lagi. Tókum leigubíl, ferju og rútu til að komast hingað frá eyjunni Pangkor; ferðin tók alls um 7 tíma :). Þegar við komum svo inn á KL þá tók við nærri því klukkutíma akstur um borgina, held að bílstjórinn hafi verið nýr og ekki vitað hvert hann átti að fara. Það var kannski bara allt í lagi fyrir okkur því að þetta var ágætis útsýnisferð um borgina. Sáum Petronas turnana nokkrum sinnum, eins líka sjónvarpsturninn og stærstu moskvuna hérna svo að við erum bara búin að sjá þetta allt og erum að spá í að fara bara á morgun!! He he. Nei nei, bara smá grín. VIð verðum hérna allaveganna á morgun og svo er planið að yfirgefa borgina á þriðjudaginn.
Fórum aðeins út áðan í matarleit og fórum þá á einskonar útimarkað. Það kom alveg hellirigning en sem betur fer vorum við með regnjakka og regnhlíf svo að þetta var allt í lagi. Magnaður markaður annars, hvernig er hægt að selja svona mikið af töskum, úrum, bolum og skóm á sama stað? Hér er hægt að fá úr á 130 krónur, fótboltatreyju með nafni á 700, Addidasskó á 700 og allar stærðir og gerðir af töskum á alls konar verði. Hér er líka hægt að kaupa stolnar DVD myndir á 160 krónur. Langar einhverjum í stolna DVD mynd? Er að hugsa um að kaupa mér nýju myndina með Jet Li: Fearless.
Kær kveðja úr rigningunni

föstudagur, febrúar 10, 2006

Hellidemba

Nuna erum vid stodd a eyjunni Pangkor i Malasiu. Komum hingad i gaer i blidskaparvedri, forum i halftima a strondina og sidan kom kvold. I morgun var skyjad thegar vid forum a faetur svo ad vid vorum ekkert ad drifa okkur ut. Forum a strondina i hadeginu thratt fyrir ad thad vaeri enntha skyjad! Sidan byrjadi ad rigna klukkan 3 og tha orum vid bara heim.
Snilld ad fa ser sveitta borgara a strondinni fyrir 32 kronur, slurp.
Verdum ad vera herna thangad til a sunnudaginn ad thvi ad vid eru buin ad borga fyrir mini sumarbustadinn sem vid erum ad gista i. Vonandi verdur betra vedur a morgun :)

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Fiskar og kóralar

Hafið er annar heimur. Klisjan segir að við vitum meira um tunglið og arðrar reikistjörnur heldur en við vitum um hafsbotnin og öll dýrin sem lifa þar. Ég fíla hafið. Það var gott að kafa í 27 gráðu heitum sjó í Tælandsflóa. Sjórinn var tær og maður sá langt niðri í sjónum (good visability, vis) segja gárungar. Þegar maður er komin inn í kafaratungumálið er bara talað um vis, buyoncy, BCD og annað slíkt, annað tungumál. Ég kafaði á þremur stöðum fyrir utan ströndum Ko Tao. Twin Peaks, White Rock og Chumphon Pinnacle. Á öllum stöðunum er mikið um kóral og einnir mikið um fiska. Kóralarnir rísa langt upp frá hafsbotni frá 30 metrum og næstum upp að hafsbotni, eins og White Rock. Ég fór mest á 30 metra dýpi, þar var dimmt og lélegt vis. Þegar maður er komin svona langt niður segja fræðin að maður geti komist í svipað ástand og þegar maður er ölvaður eða á eiturlyfjum, þetta heitir Nitrogen narcosis. Ég og Jóna fundum ekki fyrir þessu, sem er ágætt. En hafið er fallegt hér á suðurslóðum. Kórallarnir eru litríkir og af öllum stærðum og gerðum. Fiskarnir sem lifa við kórallanna eru líka mjög litríkir og margir skringilegir í lögun. Það er magnað að synda við hliðina á þeim og horfa í augun á þeim, þeir horfa til baka. Maður fer að ímynda sér hvað þeir séu að hugsa. Hvaða kvikindi er þetta....? Ég sá Nemo. Hann bjó í sægrasi sem var heimilið hans. Hann er lítill og af tegundinni Clown Fish. Ég reyndi að gefa honum skel en hann hitti ekki og saug í þumalputtan á mér í staðinn, það var skrítin tilfinning. Hann biður að heilsa öllum. Vonandi á ég eftir að kafa meira í framtíðinni.

Þá er maður bara kominn í nýtt land!

Alltaf hressandi að vera komin í nýtt land.
Vorum á Koh Phangan í gærmorgun, tókum ferju, risarútu og minibuss til að komast til Haad Yao. Fyndinn landamærabær þar sem hægt er að finna allt milli himins og jarðar. Meðal annars stóra M-ið og nokkra KFC staði. Skelltum okkur samt bara á tælenskan mat í gærkvöldi og á sama stað í morgunmat. Tókum svo mini bus og ferju til Georgetown á Penang eyju í Malasíu. Hér er svaka heitt, held að það hafi ekki verið svona heitt síðan í Indlandi! Komum hingað um eitt og fórum út í leit að mat og hraðbanka. Borðuðum á indverskum stað (það má fá sér indverskt hér, hér búa fullt af tamil fólki), nammi namm. Fengum matinn á bananalaufum... Þegar við vorum búin að ná okkur í peninga röltum við aðeins um bæinn og ákváðum að skella okkur á eitt stykki safn. Klukkan var hálf fjögur svo að okkur reiknaðist að við hefðum einn og hálfan tíma til að skoða kvikindið. Um leið og við vorum búin að borga segir maðurinn við okkur að það loki eftir 25 mín!! What? Heyrðu, erum við ekki klukkutíma eftir á. Enginn sagði okkur að Malasía væri klukkutíma á undan Tælandi. Úbbs. Jæja, við flýttum okkur bara í gegnum safnið á 25 mínotum og héldum áfram göngu okkar um bæinn.
Annars er bjórinn hérna kreisí dýr! Stór bjór (660 ml) á 15 ringitt (175 krónur): Glætan. Við erum í múslimalandi núna og ætlum að minnka öldrykkjuna á meðan við erum hérna! Við erum samt ennþá að rena að átta okkur á hvað hlutirnir kosta hérna. Holan sem við gistum í núna kostar 19 ringitt. Þegar við komum í morgun vissum við að einn dollari væri tæplega 4 ringitt. Sem þýddi að herbergið kostaði 5 dollara! EN eftir smá hugaleikfimi áttuðum við okkur á að þetta var ekki nema 190 bath eða 300 krónur sem er allt í lagi verð, allaveganna ef maður miðar sig við Tæland. Maður verður ótrúlega ruglaður þegar maður skiptir svona um gjaldmiðla!
Planið hjá okkur er að vera í Malasíu í ca. viku. Á þeim tíma ætlum við að skoða hellings, gera helling, ferðast helling og spara helling. Gaman gaman að vera í Malasíu :)
Ps. furðulega skemmtileg tilbreyting að sjá konur í saree, konur með slæður yfir hárinu og menn með yfirvaraskegg og pottlok. Svo fékk maður nett flashback þegar maðurinn á indverska staðnum hristi hausinn til að láta okkur vita að hann væri búinn að ná pöntuninni :) (Svona nei sem þýðir já !)

mánudagur, febrúar 06, 2006

Draumfarir

Jóna er snillingur. Í gærkvöldi var hún sofandi og ég heyrði hana tala um töskur upp úr svefni.
Ég spurði hana í gríni :Hvað með töskuna, ertu búin að tína töskunni?
Hún svarar: Taskan er á hausnum.
Ég fer að skelli hlægja.
Jóna segir: Hún er hluti af hárgreiðslunni!!
Ég hlæ ennþá meira.
Jóna segir: Hættu að gera grín að mér, og heldur áfram að vera sofandi.

Ég elska Jónu.

Mossís

Ég þoli ekki moskítóflugur. Í gærkvöldi fékk ég nokkur ný bit á lappirnar. 2 þeirra eru akkúrat undir böndunum á skónum mínum svo að það er eins og að maður sé að klóra sér stanslaust þegar maður labbar! Arg!Annars eru mossí hérna alveg geðsjúklega stórar, það er ógeðslegt að sjá þær setjast á lappirnar á manni! Og þegar maður nær að smassa þær og skoða á þeim broddinn þá eru sumar með 5 mm langan brodd. Oj barasta. Maður reynir bara að vera í síðbuxum á kvöldin svona til að vernda sig en það virkar ekki alltaf. Um daginn fékk ég bit á lærið. Sá að ein mossí var alltaf að setjast aftur og aftur á lærið á mér og svo byrjaði mér að klæja. Kvikindið var búið að stinga mig þrisvar í gegnum buxurnar!
Gott að það skuli ekki vera mossí á Íslandi.

Sögur af fólki

Hef lengi ætlað að skrifa þennan póst en ekki komið mér að efninu, hef verið meira uppteknari að því að ferðast heldur en að hanga á netinu. En hér kemur þetta. Litlar frásagnir af nokkru af því fólki sem við höfum hitt í ferðinni. Höfum e.t.v. sagt frá einhverju af þessu en langar að rifja þetta upp, sérstaklega svo ég muni þetta sjálfur.

Autorickshaw bílstjórinn í Nýju Delhi
Hann hét Billu. Við hittum hann fyrsta daginn okkar þegar hann skutlaði okkur á svindl ferðamanna upplýsingamiðstöðina. Hann bauðst til að fara með okkur í skoðunarferð um borgina daginn eftir að við komum og beið eftir okkur daginn eftir fyrir utan hótelið okkar. Hann sýndi okkur margt áhugavert. Um peninga var samið lauslega. Hann trúði ekki að við værum eins gömul og við sögðum, hélt okkur um tvítugt en sjálfur var hann litlu eldri, um 27 ára gamall. Hann kunni góða ensku. Sagði okkur að hann væri í skóla að læra að verða leiðsögumaður. Eftir áhugaverðan skoðunarferðadag þá bauð hann okkur út að borða á uppáhaldsveitingastaðnum sínum. Þar fengum við fyrst að bragða indverskan mat, þá meina ég indverskan mat. Hann kenndi okkur á matarsiðina og þetta er ennþá ein skemmtilegast máltíð sem ég hef átt í ferðinni. Í lok dagsins skutlaði hann okkur á lestarstöðina en þá var hann búinn að gefa okkur e-mailið sitt og símanúmer ef við skyldum vera aftur í Delhí í ferðinni. Við borgðuðum kappanum (allt of mikið) og gáfum honum póstkort frá Íslandi. Það fyndna var að við vissum strax að þetta var allt of mikið en við létum okkur samt hafa það. Þetta er skemmtilegasti einstaklingurinn sem við höfu hitt í ferðinni. Viku síðar hittum við hann aftur og þá reddaði hann hóteli fyrir okkur (fékk commision), fór með okkur á ferðaskrifstofu þar sem við leigðum bílstjóra til að keyra okkur um Rahjastan (fékk commision) keyrði okkur út um allt (borguðum ekki neitt fyrir það) og beið eftir okkur allan daginn. Já fínn strákur sem gaf okkur smjörþefinn af Indlandi og hversu hart land það er.

Rocko bílaleigubílstjóri
Þessi maður keyrði mig, Jónu, Guðjón og Daníel um þvert yfir Rahjastan fylki á flottum Ambassador með loftkælingu. Hann var meðalhár, grannur, með rakaðan skalla, um fertugt. Hann sturtaði í sig betelhnetum alla leiðina (tóbak). Strax frá byrjun sýndi hann fram á það að það væri hann sem réði í ferðinni. Við reyndum allan tíman að taka stjórnina, stundum tókst það og stundum ekki. Ef honum líkaði ekki ákvarðanir okkar þá lét hann Guðjón (pabba Jónu) heyra að þetta væri vitleysa sem við vorum að gera. Hann hét Rocko og millinafnið hans var commission. Við hvert tækifæri sem gafst reyndi hann að fara með okkur á veitingastaði og hótel þar sem hann fékk commission (þóknun). Það var stoppað í minjagripaverslunum, textíl verksmiðjum, marmaraverskstæðum og svo framvegis. Þetta varð kvöl og pína. Ég held að hann hafi fattað það snemma að mér fannst ekki mikið til hans koma. Snemma í ferðinni byrjaði hann bara að hlíða skipunum Guðjóns og ansaði ekki þegar aðrir í bílnum spurðu hann að einhverju eða sagði hvað ætti að gera. Rocko var giftur og átti börn. Hann bjó í Delhí en megnið af árinu var hann að keyra um Indland með hesta. Konan hans og börn bjuggu í íbúðinni þeirra í Delhí. Af hans lýsingum ströglaði fjölskyldan við að hafa í sig og á. Rocko tók þetta það langt að hann sagði að hann fengi nú enga peninga fyrir að vera að keyra, fengi bara mat og gistingu á meðan á ferðinni stóð og tekjur hans samanstóðu algerlega af því sem hestarnir gáfu honum í þjórfé. Hann sagði okkur stoltur að í framtíðinni hugðist hann ætla að flytja til Ástralíu, hann ætti kærustu þar og væri búinn að sækja um atvinnuleyfi og væri að bíða eftir svari. Aðspurður um konuna þá sagði hann að það væri alveg eðlilegt að eiga fleirri en eina. Konan hans í Delhí væri svona skipulagt brúðkaup (arranged) en hitt væri love relationship. Jæja svo leið á ferðina og hann byrjaði alltaf meira og meira að minnast á það og spyrja hvað við ætluðum að gefa honum mikið í þjórfé þegar á leiðarenda var komið. Minnti á það að hann fengi nú engan pening fyrir þetta. Hann byrjaði meira og meira að koma sér í mjúkinn hjá Guðjóni en hann var búinn að finna það út að hann væri maðurinn með peninganna. Hann byrjaði að kalla Guðjón pabba sinn. Hann vissi að Daníel og Jóna væru börnin hans og því voru þau orðin systkini hans. Já Jóna var allt í einu orðin systir þessa langt leidda manns, mjög fríký allt saman. Á mig var varla yrt. Hann var búinn að komast að því að ég byrjaði að kommenta þegar átti að fara með okkur í enn eina túristagildruna. Stundum gerðum við ekki það sem hann vildi og þá var hann fúll og skutlaði okkur bara einhvert og sagðist svo koma klukkan þetta daginn eftir og ná í okkur. Einu sinni keyrði hann með okkur fullur (við höldum að hann hafi verið í glasi) á festival þegar við vorum í Jaipur. Allavegna þá var ég ánægður þegar ég losnaði undan oki þessa manns. Hann eyðilagði ekki ferðina en það fór mjög í taugarnar á mér hvað hann var frakkur. Ég er ennþá
á þeirri skoðun að hann hafi sigað á mig 100 moskítóflugum síðasta kvöldið okkur Jónu með Guðjóni og Danna í Bikanier. Ekki hlægja strax af þessu. Hann var af Brahma stéttinni (hæstu stéttinni í Indlandi) og hann kunni möntrur. Mantra en einskonar galdraþula sem einungis Brahmar kunna. Með möntru geta þeir haft áhrif á hluti. Þeir geta látið konu verða ástfangna af sér, tamið kópraslöngu og ég er viss um að hann kunni möntru til að kalla á moskítóflugur. Seinasta kvöldið fórum við á útiveitingastað (roof top restaurant, hef forðast þá eins og heitan eldinn eftir þetta). Þegar máltíðin var byrjuð kemur ekki Rocko, í glasi, og sest við borðið okkar og situr allan tímann. Ég fann allan tímann að eitthvað væri að snerta lappirnar á mér en hélt að þetta væri bara vindurinn. Eftir matinn sá ég hvað hafði gerst. 50 bit á annarri löppinni og 50 bit á hinni löppinni. Dagurinn á eftir var einn erfiðasti dagurinn í lífi mínu. Mig klæjaði en mátti ekki klóra. Já Rocko, hann setti aldeilist svip sinn á ferðina. Ég sé hann fyrir mér núna keyrandi saklausa hesta í texstílverksmiðjur, marmaraverkstæði og á uppáhalds commission veitingastaðina sína.

Babu kameltemjari
Ég, Jóna. Guðjón og Danni fórum í kamelsafarí þega við vorum í Jaisalmer. Áttum einn dag og eina nótt í Thar eyðimörkinni, á landamærum Indlands og Pakistans. Leiðsögumennirnir okkar í ferðinni voru þrír. Babu, 8 ára sonur hans og 15 ára strákur sem var sonur kameleigandans. Babu vann við að fara með hesta í kamelsafarí 9 mánuði á ári. Eina skiptið sem hann fékk að fara heim var þegar regntímabilið var, þegar engir voru túrhestarnir. Hann vann alla daga þessa níu mánuði, svaf næstum alla daga undir stjörnubjörum himninum. Hann var meistarakokkur. Hann kveikti eld með sprekum sem hann fann í eyðimörkinni og galdraði fram grænmetisrétti, habatti, pabadum og masala te. Mjög gómsætt alt saman. Hann átti ekkert kameldýr sjálfur og þegar hann vildi fara heim til sín þá þurfti hann að labba 75 kílómetra í eyðimörkinni. Sonur hans var með honum allan tímann, ég efa að hann hafi fengið borgað. Hann fór ekki í skóla. Við spurðum hann hvað hann fengi í laun á hverjum degi. Ég man ekki svarað en gott að það var ekki 1200 rúpíur á mánuði, 1900 ísl krónur. Við gáfum honum tips á leiðarenda, líka stráknum tveimur. Það var gaman að spjalla við Babu undir stjörnubjörtum himninum í Thar eyðimörkinni.

Stórfjölskyldan á lestarstöðinni í Mumbay
Við sátum við hliðina á þeim. Við að bíða eftir lest til Góa, þau að bíða eftir lest til staðar sem ég man ekki hvað heitir. Eiginkonan í fjölskyldunni sat við hliðina á Jónu. Jóna var að skrifa í dgbókina sína. Konan varð mjög forvitin að vita hvaða tungumál Jóna væri að skrifa og vildi sjá skriftina. Konan fór að spyrja Jónu hvaðan hún væri og svo framvegis. Jóna spurði hana sömuleiðis um sína hagi. Allir í fjölskyldunni fóru að taka þá í samræðunum. Eiginmaðurinn, systir konunar, öll börnin sem voru með. Þau voru frá Allahbad í Gujarat fylki. Þau höfðu ferðast í 15 tíma í lest frá Allahbad, gist í Mumbay hjá ættingjum. Núna voru þau á leiðinni inní mitt Indland í 30 tíma lestarferð til að sjá þar eitt hindúamusteri. Það var s.s. tilgangur ferðarinnar í byrjun. Svona trúarferð til að sjá eitt musteri, öll fjölskyldan saman. Já Indverjar ferðast mikið u sitt eigið land. Fjölskyldan var mjög áhugasöm um okku. Okkur var boðið sælgæti frá Gujarat og einnig matur. Ég og Jóna gáfum þeim einnig póstkort frá Íslandi. Konan skrifaði niður á blað fyrir okkur heimilisfangið þeirra og símanúmerið og allan pakkan og sagði að ef við værum stödd í Allahbad þá ættum við að kíkja í heimsókn. Þá fengu einnig upplýsingar um okkur. Já góð afsökun fyrir því að skella sér aftur til Indlands, þessa stórbrotna lands.

Autorickshaw bílstjórinn í Siem Reap
Þessi keyrði okkur um allt Angkor svæðið. Hann átti setningu. Happy, happy, happy. Fyrir framan hvert musteri, þegar hann sá svitan og þreytuna í okkur þá hughreysti hann okkur alltaf með þessum orðum: Happy, happy happy. Hann kunni ensku vel. Hann sagði okkur að eftir Khmer Rough tímabilið hafi hann verið sendur til Tælands í munkaklaustur. Hann var munkur í Tælandi í 12 ár. Flutti til baka til Kambódíu fyrir sjö árum og vinnur núna sem Autorickshaw bílstjóri í Siem Reap. Hann kann ensku og Tælensku og er í skóla til að læra að vera leiðsögumaður til að geta fylgt hestum eftir um Angkor svæðið, sagt þeim frá hérlegheitunum og grætt meiri pening á þvi heldur en hann fær fyrir aksturinn. Hress gaur.

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Partýeyjan

Erum á Koh Phangan núna. Byrjuðum á því að fara á aðalströndina þar sem Full Moon partýið er haldið (Haad Rin). Næsta partý verður ekki fyrr en eftir 2 vikur svo að það var frekar rólegt þarna núna. Fullt af veitingastöðum, rándýrum bikinibúðum, börum og svoleiðis. tröndin þarna var nú ekki aðlaðandi: Allsstaðar voru bjórflöskur, fötur, sígarettustubbar og allskonar ógeðisrusl. Síðan var líka mikið rok þegar við vorum þarna og svo mikill öldugangur að það var alltaf að flæða sjór yfir teppin okkar.
Ákváðum þess vegna að taka leigara á Haad Yao sem er geðveik strönd. Hvítur sandur, alveg tær sjór og pálmatré!! Er hægt að óska sér einhvers meira?? Erum búin að vera hérna í 3 daga og erum sennilegast að fara á morgun. Það er búið að vera æðislegt hérna, væri nú alveg til í að vera hérna í nokkrar vikur en það er ekki alveg inn í planinu.
Jæja, best að fara að maka á sig sólarvörn (neita að hætta að nota minna en spf 30) og halda áfram í sólbaði. Jei

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Kögun

Nei þetta átti ekki að standa þarna, heldur köfun. Komin með köfunarpróf. Þreytti tvö námskeið. Fyrsta var fjórir dagar, að því loknu var ég Open Water Diver. Síðan tók ég framhaldsnámskeið sem var tveir dagar og með því varð ég Advanced Open water diver. Núna hef ég 9 kafarnir skráðar í bók og fullt af köfunarreynslu. Þetta var mjög gaman en líka erfitt. Vonandi á ég eftir að notfæra mér þetta eitthvað í framtíðinni. Jóna fór líka í framhaldsnámskeiðið og núna erum við bæði jafnreyndir kafarar.
Köfunin fór fram á Koh Tao eyju sem útlegst á íslensku sem skjaldbökueyja. Þar náðum við nýju meti í ferðinni, gistum þar 6 nætur en það er lengsti samanlagði tími á einum stað í ferðinni. Núna erum við hinsvegar stödd á Koh Phangan sem er svona partýeyjan á svæðinu. Hér er hinsvegar hellirigning þannig að við vitum ekki hvort við nennum að hanga hérna.

Meira síðar.... Gunnar kafari.