laugardagur, desember 31, 2005

Smá ferðalagsfréttir

Við erum núna stödd í Ninh Binh. Komum hingað áðan og ætlum að taka næturlest á morgun til Hué. Þegar þangað verður komið klukkan 7 að morgni 2. janúar þá verður langþráðum áfanga fyrir Jónu náð. Þá er hún kominn sunnar heldur en hún hefur verið í einn mánuð. Héðan í frá verður ferðinn okkar bara suðurferð, sem þýðir meiri sól og hita. Nýárdag ætlum við að eyða í að hjóla um hér í nágrenni Ninh Binh og skoða kletta og rústir gamallar borgar og virða fyrir okkur sveitalífið. Lestin fer á stað klukkan 18:05 um kvöldið. Lestarferð, jibbý. Það er gaman í lest.

Asíubúar eru snillingar

Eins og ég segi þá eru Asíubúar algerir snillingar, sérstaklega þegar kemur að stafsetningu! Áðan keypti ég mér t.d. Fried Ralls (steiktar vorrúllur). Hér er talað um Hopital en ekki hospital. Hér er allt líka voðalega impotant.
Ficches, inions, beefteak, chickan og nooddle er algengt að sjá á matseðlum hérna
Hér er eitthvað vörumerki sem heitir Ðai Ly (lesist Daily). Veit ekki hvað þetta stendur fyrir en það er mjög skondið að sjá þetta allsstaðar. Hundskemmtilegt.

Árið

Hjá okkur er klukkan 18:24. Það eru um 5 og hálf klst í nýja árið hjá okkur. Á Íslandi er klukkan núna 11:24. Þar eru um 12 klst í áramót. Við fáum nýtt ár á undan ykkur, liggaliggalái.

Ég fékk mér núðlusúpu í áramótamat, Jóna fékk sér vorrúllur, nýja uppáhaldið hennar, eða meira það eina sem hún vill borða hérna í Víetnam því að henni finnst ekki núðlusúpur góðar. Það er slæmt í Víetnam þar sem núðlusúpur eru seldar á hverju götuhorni.

Nýja æðið mitt, ásamt núðlusúpum, er Bia Hoi. Það er ferskur bjór. Hann er líka seldur á öllum götuhornum. Glasið kostar 3000 dong sem er um 13 krónur. Þetta er s.s. bjór sem að er bruggaður án allra rotvarnarefna og því um líkt þannig að hann eyðileggst mjög fljótt. Þetta er á kút. Á ensku er þetta kallað microbrewery. Það þýðir að það er enginn stórverksmiðja að framleiða þetta heldur bara einhverjir nokkrir bjórbruggarara á horninu (svipað og kaupmaðurinn á horninu, skil jú). Allavegna þetta er mjög gott og hressandi, þetta er eiginlega meiri pilsner heldur en bjór. Held að bjórinn sé í kringum 3,5 % að styrkleika.

Núna á eftir er ég einmitt að fara að fá mér Bia Hoi. Skála fyrir nýja árinu. Ég og Jóna sendum ykkur öllum nýárskveðjur. Verður gaman að sjá á mbl.is á morgunn hvað íslendingar eyddu í rakettur. Smá heimaverkefni: Margfaldið upphæðina sem íslendingar eyddu í rakettur með 15 krónum og þá vitið þið hvað þið fengjuð marga bjóra í Víetnam fyrir peninginn. Svörum skal skila í commentakerfið hér að neðan. Gangi ykkur vel.

Áramótakveðja, Gunnar Bia Hoi.

Halong Bay

We got ripped of eins og maður segir á útlenskunni.
Keyptum ferð um Halong Bay á 40 dollara og það átti að vera ýmislegt innifalið, eins og til dæmis matur og kæjakferð. Áttuð að leggja að stað 11,30 en báturinn fór ekki úr höfninni fyrr en um klukkan 2! Sigldum um flóan (rosalega flott) og um skoðuðum svona grotto sem er eins konar risahellir. Þegar við vorum búin að skoða hellinn þurftum við að bíða í klukkutíma eftir að báturinn færi af stað og þá var klukkan að verða fimm! Innan við hæalftími í sólsetur og við ekki byrjuð að kæjakast! Sigldum í rúman klukkutíma í viðbót. Rosalega flott að sjá Halong Bay við sólsetur! Gistum á bátnum og boðruðum kvöldmat og morgunmat um borð :)

Við borguðum miklu meira fyrir ferðina heldur en allir aðrir sem voru með okkur um borð! Þegar við komum í land fundum við gaurinn sem bókaði ferðina fyrir okkur, rifumst aðeins við hann og hann lét okkur fá 150 000 (10 dollarar) til baka af því að við fengum enga kæjakferð.

Annars var skýjað alla ferðina okkar um flóan, en þrátt fyrir það var mjög fallegt þarna enda er staðurin á heimsmynjalista UNESCO. Mjög skmmtilegt allt saman.

Eftir ferðina tókum við svo public bus til Ninh Bin þar sem við erum núna. 4 tíma rútuferð og bílstjórinn í þessari ferð var ekki alveg eins geðveikur eins og í fyrstu ferðinni hérna. Samt mjög pirrandi að fólk meigi reykja í rútunum hérna. Held ég lykti eins og sígarettupakki eftir þessa ferð! Á morgun ætlum við að leigja okkur hjól og hjóla aðeins um sveitir Viet Nam og taka síðan lest annað kvöld til Hue.

fimmtudagur, desember 29, 2005

Halong Bay

Ég og Jóna erum stödd í bæ sem heitir Halong. Hann er við Kínasjóinn (China sea). Hér í flóanum eru rosalega falleg björg sem standa upp úr sjónum, smáeyjur og sker (Breiðafjörður Víetnams). Við erum að fara að skoða þessa kletta á morgunn og hinn. Verðum yfir eina nótt um borð í bátnum, komum til baka til Halong City 31. des. Siglum meðfram björgunum og, skoðum hella og förum líka á kayak í 2 klst. Vonandi verður þetta gaman og við fáum það út úr ferðinni sem var lofað. Við ákváðum s.s. að koma hingað á eigin vegum með almúgarútu (enska: public bus). Flestir sem koma hingað bóka ferð í vegnum gistihús eða kaffihús í Hanoi. Margir sem við höfum hitt á ferðalagi okkar hafa hinsvegar sagt okkur að það hafi ekki verið staðið við það sem sagt var þegar þeir fóru í þessar ferðir. Einnig langaði okkur ekki að borga gistiheimili í Hanoi commision fyrir þetta + að okkur langaði að vera sjálfstæðir túrhestar en ekki hóppakkatúrhestar. Voandi skilar þetta sér einhverju. Ef ekki þá var rútuferðin hingað allavegna mjög fróðleg. Þessir Víetnamar eru brjálaðingar hvernig þeir keyra!! Í Laos þurfti ég að halda mér í, en það var vegna þess að vegurinn var í sikk sakk, í þessari rútuferð þurfti ég íka að halda mér í, en vegurinn var beinn alla leiðina. Gaurinn tók fram úr öllum á leiðinnni, held að hann hafi átt við e-h egó vandamál að stríða (held reyndar að allir rútubílstjórar hérna keyri eins og brálæðingar). Þann 31. des ætlum við síðan að taka rútu til staðar sem heitir Ninh Binh. Það verður fjör áramótunum þar.

Gunnar Magnússon, How Long?(Halong), Vietnam.

Hello Moto

Farsímaframleiðandinn Motorola (3 stærsti farsímaframleiðandi í heimi) er búinn að vera með auglýsingaherferð sem þar sem allar auglýsingarnar þeirra byrja á orðinu hello Moto. Hér í Víetnam keyra lang flestir um á mótorhjólum. Þá er ég að tala um að það eru mótorhjól allstaðar, það er alveg sama hvert þú labbar, svo sér maður nokkra bíla og rútur sniglast inn á milli. Á Indlandi, Sri Lanka, Tælandi og Laos voru tuk tuk,autorickshaw, ferrari (mismunandi hvað þetta er kallað eftir löndum, man ekki hvað þetta er kallað í Laos, þriggja hjóla bíl eða mótorhjól). Þar labbaði maður 20 skref og einhver bauð manni far. Where you go, need a tuk tuk, hljómaði allstaðar í eyrunum á manni. Hérna í Víetnam eru engir tuk tuk heldur bara mótorhjól og leigubílar (sum staðar hjólarickshaw reyndar). Út um allt eru mótorhjólagaurar að bjóðast til að skutlast með mann þangað sem manni langar að fara. Þeir kalla alltaf á eftir manni: Hello moto, og meina: vantar þig far? Nei bara svona fyndið sko, alltaf þegar ég heyri þá segja þetta þá minnir þetta mig á Motorola auglýsingar, Hello Moto.

Gunnar, Halong City, Hello Moto.

Það er gaman að eiga afmæli í útlöndum

Jamm, þá er 25 ára afmælisdagurinn búinn og ég verð bara að segja að hann var alveg rosalega skemmtilegur. Dagurinn byrjaði á því að við fengum okkur baguette og te á gistiheimilinu. Síðan fórum við að sjá lík Ho Chi Minh. Það var svolítill slatti að labba þannig að við ætluðum að taka tuktuk. Nema hvað að í Hanoi eru engir tuktuk! Þannig að við tókum mótorhjól. Í Hanoi eru gaurar út um allt sem bjóða manni far á mótorhjólinu sínu! Í fyrstu ferðinni okkar vorum við Gunnar saman á einu mótorhjóli með bílstjóra. Mjög skemmtilegt allt saman.
Það var allt voðalega formlegt þegar við fórum að sjá Ho Chi Minh Musoleum. Maður þurfti að klæða sig á siðsamlegan hátt og sýna MIKLA virðingu. Síðan var öllum smalað saman í tvöfalda röð sem labbaði svo um svæðið. Líkhúsið var svo vel loftræst og vopnaðir verðir á hverju strái. Líkið var inni í glerboxi svo að það var ekki alveg hægt að sjá hvort að það var alvöru eða kannski bara vaxmynd. Sumir Vietnamarnir sem voru þarna tárfelldu! Mjög skrýtið að sjá svona mikla sorg yfir þjóðarleiðtoga sem lést fyrir 30 árum síðan. Ég sé ekki Íslendinga fyrir mér tárfella yfir líkinu af Jóni Sigurðssyni...
Næst fórum við í War Museum þar sem við sáum skriðdreka og herflugvélar. Held samt að Gunnari hafi þótt skemmtilegra þarna heldur en mér :) Það voru líka allskonar ljósmyndir og gripir, bæði frá sjálfstæðisstríðinu og Vietnam stríðinu. Allar lýsingarnar á myndunum sögðu frá því hvað Frakkar og Ameríkanar væru nú vitlausir í stríði og Víetnamar væru klárir.
Hanoi er alveg stór borg sko og það er ekkert sérstaklega auðvelt að rata ef maður hefur bara kort í Lonely Planet. Okkur tókst samt að finna gamla bæinn aftur. Skoðuðum túristahverfið, skóbúðir, nammiverslanir og töskubúðir.
Tókum mótorhjól á rútustöðina til að kaupa rútumiða. Nema hvað að þegar við komum þangað komumst við að því að það er ekki hægt að kaupa miða nema samdægurs! Þannig að við þurftum bara að taka hjól til baka.
Fórum fínt út að borða um kvöldið. Tókst að villast smá á leiðinni í matinn svo að við tókum hjól. Traditional Vietnamese Food and Music og allt saman. Rosa flott. Treysti mér ekki alveg út í að fá mér snigla eða ál svo að ég fékk mér bara nautakjet.
Sem sagt rosa skemmtilegur dagur. Það er frábært að vera 25 ára og Gunnar er bestur!
Hápunktar dagsins:
 • Afmælisgjöfin frá Gunnari, gullhálsmen og gulleyrnalokkar
 • Vorrúllur
 • Hálft kíló af ávaxtakaramellum
 • Silkitaska
 • Blómvöndur frá Gunnari
 • Blómvöndur frá hótelinu
 • Afmælisávaxtasalat
 • Mótorhjólaferðir x4
 • Góður kvöldmatur
 • Ho Chi Minh - Lifi byltingin!

þriðjudagur, desember 27, 2005

Komin til Nam

Lentum i Hanoi fyrir rett um 3 timum siðan. Tokum rutu inn i borgina, 30 000 a mann. Einn gaurinn i rutunni sagði að þetta ætti að vera kallað white people backpakers bus og það var alveg satt þvi ad það voru bara hvitir bakpokaferðalangar i bussinum. Það var keyrt með okkur i gamla hlutann og vid sett ut vid eina gotuna og okkur sagtad labba i 1 min a hotel sem okkur langaði að vera a! Nokkrir gaurar komu strax og buðu okkur gistingu og við forum með einum þeirra! Okkur var boðið að fara a vespum en við treystum okkur ekki alveg til þess með 15 kiloa bakpoka a bakinu. Vid lobbudum i 5 minutur og endudum i skuggastræti a agætishoteli. Fengum að visu herbergi vid hlidina a mottokunni en vid faum nytt herbergi a morgun :)

Forum ut a næsta götuhorn aðan og settumst a litla stola vid litid bord og borðuðum nuðlusupu. Brunar nudlur med allskonar kjöti. Veit ad thad var kjulli/kalkunn en er ekki viss með afganginn. Eitthvað sem leit ut fyrir að vera brun skinka og eitthvað sem leit ut fyrir ad vera ferkantaður fituklumpur! Alveg agætis maltið fyrir 10 000 dong (ca. 45 kronur).

Jæja. Skrifa meira þegar eg veit hvernig Hanoi litur ut a daginn. Afsakið með islenku stafina. Þ Ð Ö virka, en það er ekki hægt að gera ´´o. Það er erfitt ad skrifa sumt með islenskum stöfum og annað med utlenskum stöfum.

Kveðja

Nudd

Við Gunnar vorum að koma úr nuddi.
Traditional Lao Massage. Það var gaur sem nuddaði mig og ég verð að segja að mér fannst hann annsi harðhenntur. Ég meina gaurinn beitti öllum sínum þunga á kálfana á mér, á handleggina, lærin bakið og hálsinn. Ég hef nú ekki mikla reynslu af svona nuddi; verð að prófa að fara í nudd á Íslandi. Síðan var ég teygð út og suður, böggluð og strekkt. Mér fannst tásunuddið og axlanuddið eiginlega vera best, ahhh. Ég fékk líka nudd með "heitum tepokum", mjög gott.
Ég hef farið í nudd einu sinni áður í þessari ferð. Það var í Kumily á Indlandi. Þá fór ég í æjúrveda nudd með olíum. Það var fönkí. Þar var notuð OLÍA. Við erum að tala um að ég fékk nudd allstaðar og olíu allstaðar. Í hárið, andlitið, allan líkaman, milli tánna undir hendurnar og inn í EYRUN! Mjög sérstakt.
Niðurstaðan er semt sagt sú að það sé fönkí að fara í nudd í Asíu. Verða að prófa þetta í fleiri löndum.

Vietnam

Laos núna. Nam á eftir.

laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól

Hvað ætlið þið að borða á jólunum??
Við Gunnar erum allaveganna búin að borða jólamatinn okkar. Fórum á franskan stað: Cote Azur.

Í forrétt fengum við reykta andabrignu með kartöflum og ristuðu grænmeti: Súpergott
Í aðalrétt fékk ég mér andabringu í Grand Mariner sósu með kartöflugratín og gufusoðnu grænmeti. Gunnar fékk nautasteik (medium steikt) með kartöflugratín og gufusoðnu grænmeti.
Í eftirrétt fékk ég heita súkkulaðiköku með bráðnu súkkulaði og amarettó ofan á. Gunnar fékk sér Tiramísú sem var skreytt með súkkulaðimolum og karamelluhringjum.
Með þessu fengum við sitthvort glasið af rauðvíni.

Maturinn var SÚPER góður. Það var meira að segja alvöru jólalykt af matnum. Besti jólamaturinn í þessu landi hingað til :) Fyrir þetta borguðum við 250 000! Litlir peningar á Íslandi en stórir seðlar hérna.

Á eftir verður síðan franska rauðvínið sem við keyptum um daginn opnað og drukkið úr stórum vatnsglösum. Þar sem ég fékk ekki að kaupa jólasmákökur í Vang Vieng þá ætla ég að borða jólasúkkulaði í fyrramálið. Gunnar fær hnetu M&M í morgunmat á morgun.

Sakna ykkar allra ofsalega mikið.

Jóna Jólabarn

Hátíðarkveðjur

Okkur langaði til að óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


Það er skrítið að vera ekki á Íslandi yfir jólin, heldur vera að gera eitthvað svona mjög frábrugðið. Allar breytingar eru samt af hinu góða. Vorum einmitt að tala um það áðan að ætli við tökum ekki tvöfaldan jólapakka á þetta á næsta ári, tvöfaldar jólaskreytingar, tvöfaldur jólabakstur, tvöfalt jólaskap, tvöfalt jólastress. Við söknum allra heima og við erum að hugsa hlýlega til ykkar. Erum búin að borða fínan mat á frönsku veitingahúsi og erum núna á leiðinni heim á hótelið okkar að horfa á HBO. Gerist þetta eitthvað jólalegra, í 20 stiga hita klukkan 20 að kvöldi?

Vorum að kaupa okkur flugmiða í dag til Hanoi. Fljúgum 27. desember klukkan 17:40. Flugið tekur 1 klukkutíma og 15 mínútur.

Takk allir sem hafa sent okkur jólakveðjur.

Kær hátíðarkveðja, Jóna og Gunnar.

fimmtudagur, desember 22, 2005

Fleirri myndir

Jóna best krútt var að setja fleirri myndir á myndasíðuna, í Tælandsmöppuna.

Smá fréttir þangað til við skrifum aftur:

Á morgunn, þorláksmessu, förum við með rútu til Viantiane, höfuðborgar Laos. Við verðum þar um jólinn.
Við ætlum að reyna að hringja heim á aðfangadag. Þá verður klukkan um 13-14 á hádegi á Íslandi en 20-21 um kvöld hjá okkur.

Myndir

Var aðeins að laga myndirnar í myndaalbúminu. Setja myndatexta og snúa einhverjum myndum og svona. Sorry engar nýjar myndir ég er ekki með myndadiskana með mér. Lofa að setja inn myndir fljótlega.

Rútuverðir

Gleymdi að segja ykkur frá rútuvörðunum. Við Gunnar erum búin að taka rútu tvisvar í þessu landi. Í hverri rútuferð voru 4 starfsmenn eða svo. Bílstjóri, miðagaur, bifvélavirki og varðmaður. Þegar við sáum gaur í fyrsta skipti draga upp riffil og setjast fremst í rútuna vorum við nokkuð sjokkerðu. Þetta var minna skrítið í seinna skiptið. Ég meina hvað erum við að gera í rútu sem þarfnast vélbyssuverndar? En ég bíst við að það sé betra að vera í rútu sem er með vernd heldur en að vera í litlum minivan sem getur verið rændur á hverri stundu.
Annars voru rútuferðirnar hérna ekkert sérstaklega þægilegar. Ef að einhverbókstafur gæti líst ferðinni þá er það S. Mjög krappar beygjur og ekkert nema beygjur. Ég þurfti að taka bílveikistöflu í bæði skiptin til að lifa þetta af. Margir fengu ælupoka og margir notuðu þá. Einn local gaurinn var samt svo þreyttur að hann setti bara pokann yfir munnin á sér og festi höldurnar í eyrunum. Mjög skondið hvernig fólk bjargar sér. Mjög fallegar leiðir sem við fórum. Milljón króna útsýni, fjöll fjöll fjöll.
Við eigum sennilegast bara eina rútuferð eftir í þessu landi Vang Vieng til Vientiene sem verður á morgun. Mjög stutt ferð (3-4 tímar), vonandi verður hún þægileg :)
Kveðja

Hestaferð

Fórum í smá trek í gær.
Mættum klukkan 9:30 og byrjuðum á því að rúnta aðeins um bæinn (nb. hann er pínu lítill og verið að gera við allar göturnar hérna svo að við vorum að rúnta um holóttar götur til að finna leið til að komast út úr bænum). Fórum að skoða helli sem er kallaður Elephant Cave af því að stór fíll dó þar og var brenndur þar. Voða kúl allt saman.
Svo löbbuðum við Gunnar í næsta helli. Fengum svona hausavasaljós með risa rafhlöðu (þurftum að hafa rafhlöðuna hangandi um hálsinn). Kúl hellir sáum eina risakönguló og fullt af limestones.
Næsti hellir var aðeins minni, minna labb en hærra til loftst.
Grillað grænmeti og kjöt með steiktum hrísgrjónum og baguette brauði í hádegismat.
Síðan var komið að þessu skemmtilega! Síðasti hellirinn er fullur af vatni og þess vegna þarf maður að vera á bílslöngu og draga sig inn eftir bandi til að geta komist inn í hellinn. ÓGEÐSLEGA KALLT vatn en eftir smá stund þá fer maður að venjast hitanum. Vorum aftur með svona hausavasaljós með lafandi batteríum. Svolítið skary að láta batteríið fara ofan í vatnið, maður bjóst alveg við því að fá rafstuð hvað á hverju. Sem betur fer voru engir vatnasnákar sem bitu í rassana á okkur :)
Eftir að við vorum búin að skoða síðasta hellinn þá löbbuðum við niður á veg og biðum eftir að vera sótt. Meira tubing. Núna fórum við niður aðalánna á svæðinu. Það á víst að vera pínu hættulegt að fara niður ánna þegar er raining season en ertu ekki að grínast í mér. Við fórum svo hægt að ég hefði geta sofnað á slöngunni ef það hefði ekki verið svona drullukalt. Þegar við vorum búin að vera á slöngunnu í smá tíma kom staður þar sem var hægt að stokkva á ánna. Maður klifraði upp stika, hélt í stöng og lét sig síðan sveiflast í smá stund og síðan datt maður í vatnið. Maður hoppaði úr svona7 metra hæð út í vatnið. Við Gunnar létum okkur ekki duga að fara einu sinni heldur fórum við 2svar. Hundskemmtilegt eins og maður segir. Svo skemmtilega vildi til að á stökkvistaðnum var hægt að kaupa bjór. Drukkum sinnhvoran Beer Lao meðan við sátum þarna. Rosa kósí.
Eftir bjórdrykkjuna fórum við aftur á slöngurnar. Urg hvað þetta var kalt, frystingur að fara aftur ofan í. Eins og ég segi þá fórum við mjög hægt niður ánna og leisögumaðurinn okkar sagði að við ættum klukkutíma eftir þangað til við kæmum aftur í bæinn! Gaurinn var á Kæjak svo að við ákváðum að láta hann draga okkur til að komast fyrr í bæinn. Eftir smá stund þá skellti Gunnar sér líka í bátinn til að róa með leiðsögugaurnum þannig að ég var ein eftir í dragi.
Komum í bæinn klukkan 6 og það var orðið dimmt. Hér sest sólin fyrir hálf sex og þegar við komum í land var eiginlega alveg orðið dimmt.

Það var gott að koma aftur upp á hótel og skella sér í sturtu og svo undir teppi. Góður hestadagur að baki.

þriðjudagur, desember 20, 2005

Hitinn

Loksins erum við komin í hitann. Þó svo að það sé ekkert sérstaklega heitt hérna (bara þægilega heitt ca. 25 eða eitthvað) þá er heitt miðað við þar sem við vorum í gær. Í morgun biðum við eftir rútunni með sultardropa úr nefi og húfur á höfðum en núna erum við í léttum buxum og stuttermabol; og það er orðið dimmt!

Í tilefni jólanna er ég að spá í að láta lita á mér augabrúnirnar og kannski fara í Lao nudd. Það kostar 5000 kall að fara í litun og nuddið kostar 35 000. Hundódýrt eins og maður segir (10000: 66 krónur).

Við erum komin í Vang Vieng núna sem er hestabær dauðans. Hér eru milljón trilljón gistiheimili, veitingastaðir og ferðaskrifstofur sem skipuleggja allskonar dót fyrir mann. Hér er hægt að vera alveg heilalaus, maður gengur bara á milli og athugar hvar er ódýrast að fara og bókar þar. Allstaðar eru seldir rútumiðar til að fara út um allt. Fullt af afþreyingu í boði sem sagt.

Við erum alveg sammála Settu með hvað búið er að breyta bænum í túristastað sem er alveg út úr kortinu. Við Gunnar vorum að koma frá Ponsavan þar sem er kallt og allir vilja klæða sig eins mikið og þeir geta. Hér er hins vegar búið að setja upp aðstöðu fyrir hvíta fólkið að fara í sólbað. Niður með ánni er búið að setja upp litla bambuskofa þar sem fólk liggur á sundfötunum og sólar sig. Allsstaðar eru seldir fruit shake og panana pancake. Flestir veitingastaðirnir eru á einskonar pöllum og maður situr á mottu með krosslagða fætur í stað þess að vera með lappirnar undir borði. Mjög undarlegt allt saman. Hér er líka hægt að fá magic dót. Fórum á veitingastað áðan sem var með magic pizza, "o" tea og mushroom shake. Verð á þessu liðum á matseðlinum var yfirleitt 5 sinnum meira heldur en venjulegir hlutir á matseðlinum. Enda er Vang Vieng líka stærsti fíkniefnabærinn í Laos. Hér eru líka mikið af ísraelum en þeir virðast laðast að svona bæum!

Annars erum við búin að bóka okkur í hestaferð á morgun. Byrjar 9:30 og er til 5. 4 hellar, þorpsferð, stökkva fram af kletti og fara í túbuferð niður ánna. Með hádegismat og öllum græjum gera þetta 13 us dollars. Mjög skemmtilegt allt saman.

Jæja. Skrifa um hestaferðina á morgun, heyrumst

Phonsovan, kalt mat!!

kalt er fyrsta ordið sem mér kemur til hugar þegar ég lísi þessari borg. Þarna var kalt a kvoldin, næturnar og á morgnanna. Enda er bærinn í 1200 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar er líka ryk, mikið ryk.

Sikk sakk er fyrsta orðið sem kemur upp í hugan þegar ég lísi leiðinni þangað. Ferðin tók átta tíma meðfram fjöllum norður Laos. Við þurftum halda okkur í alla leiðina. Ein beygja til hægri, ein beygja til vinstri, kröpp beygja til hægri, ennþá krappari beygja til vinstri (næstum því u beygja). Já svona var þetta nánast alla leiðina, átta tímar. Da da da da da I´m loving it. Mesta furða var að Laos búarnir sem voru með okkur í rútunni voru að þola ferðina miklu verr en við, ælandi og svona.

Krukkur er fyrsta orðið sem kemur upp í hugan þegar við fórum að skoða hæðirnar í kringum Phonsavan til að sjá krukkurnar. Þetta eru sem sagt 2500 ára gamlar krukkur. Hver krukka er mörg tonn á þyngd. Enginn veit hver bjó þær til, hver tilgangur þeirra var eða hver kom þeim þangað sem þær eru núna. Í 40 km radíus frá bænum eru 60 staðir þar sem eru krukkur. Við sáum 3 staði. Á hverjum stað var frá 50 - 200 krukkur. Þetta eru sem sagt staðirnir sem eru opnir ferðamönnum því að þeir eru þeir einu þar sem er búið að hreinsa jörðina af jarðsprengjum og klasasprengjum. USA bomberaði sem sagt Laos frá 1965 til 1979 eða eitthvað, vona að ég sé að fara ágætlega rétt með þetta. Ennþá eru sprengjur út um allt þarna í norð austur Laos og fólk deyr á hverju ári við að stíga á sprengju (dýr deyja líka). Á krukkusvæðunum sá maður líka srengjugíga og skotgrafir. Já og já svo sáum við líka víetnamskan skriðdreka frá 1969.

Hefði langað til að sjá annan stað þarna þar sem allt er í sprengígum. Þarna bomberuðu USA mest því að þarna er hin svokallaða Ho Chi Minh trail, þar sem norður Vítetnamar smygluðu vistum og vopnum til sinna manna á bardagasvæðinu í Vietnam. Veit ekki á hvaða lengdargráðu það er en í dag heitir staðurinn DMZ ). Mér finnst þetta áhugavert og ætla að reyna að sjá meira af stríðsminjum í Víetnam um Ameríkustríðið, eins og þetta er kallað hérna.

laugardagur, desember 17, 2005

Ferdin til Laos

Lögðum á stað frá Chang Mai. Tók allan daginn að komast til Chang Khong. Daginn eftir fórum við yfir landamærinn til Laos. Mætt í Laos svaka stuð, fyrsti Beer Lao bragðast vel. Skiptum Tælensku Bath í Lao Kip, fáum 2,7 milljónir fyrir 10.000 bath, um 15.000 íslenskar krónur. Fyrsti Beer Lao kostar 8000 kip (um 55 krónur). Förum með slow boat klukkan 11 um morguninn, mætum á næturstað þó nokkru neðar Mekong ánni klukkan 6 um kvöldið. Strax um kvöldið fer Jónu að líða illa í maganum, henni er mjög flökurt. Jóna er veik alla nóttina. Við förum ekki með bátnum daginn eftir, gistum í þessum bæ aukanótt (Pakbeng). Daginn eftir það förum við með bátnum áleiðis til Luang Prabang. Samtals tekur þetta ferðalag frá Chang Mai til Luang Prabang 4 daga. Ferðin niður Mekong ánna var stórfengleg, útsýnið æðislegt. Prabang var áhugaverður bær, gaman að hafa verið í honum lengur en hinn venjulegi túristi. Bátsferðin sjálf var ágæt, bekkirnirnir svolítið harðir (kláraði eina skálsögu og komst langt í annarri, vorum með extra teppi undir rassinum). Erum núna búin að vera í Luang Prabang í 3 daga, frábær bær, mjög fallegur. Held ég bara fallegasti bær sem ég hef komið til. Ákváðum að fara ekki í neinar túristaferðir heðan, heldur að skoða bæinn sem mest, báðum megin Mekong árinnar.
Á morgunn förum við til Phonsavan sem er sunnar í Laos. Þar ætlum við að skoða Plain of jars (krukkusléttuna). Um jólin ætlum við að vera í höfuðborginni Vientiane og súpa á frönsku rauðvíni. Svo förum við til Vietnam 27. des annaðhvort með bus eða fljúgandi, ef að við tímum því. Kostar 110 dollara á mann að fljúga til Hanoi, við erum að reyna að ákveða hvort við tímum því. Annars er það 20 tíma rútuferð frá Vientiane til Vihne í Vietnam.

mánudagur, desember 12, 2005

Ferðaleið Indland og Sri Lanka

Til gamans þá er ég búinn að hripa niður á kort leiðina sem við höfum farið í Indlandi og Sri Lanka. Mér líður eins og þessi lönd hafi verið farin í öðru ferðalagi. Það er allt öðruvísi að vera hérna í suðaustur Asíu heldur en í suður Asíu.
Áðan sat ég við Mekong og horfði á sólina setjast. Hinu megin við ánna er Laos, bíður eftir að ég komi. Það tekur 10 mínútur að sigla yfir. Ég á bágt með mig að vera ekki að segja Mekong í öðru hverju orði (eins og í auglýsingunni). Mekong, Mekong, Mekong, Mekong o.s.frv.

Ferðaleið Indland


Ferðaleið Sri Lanka


Gunnar Magnússon, Mekong.

Mekong

Mekong áin er rétt fyrir neðan gistiheimilið okkar. Héðan úr Chiangkhong er rosa fallegt útsýni yfir Laos sem er hinumegin við Mekong ánna. Vorum 6 tíma í mini bus frá Chiang Mai og á morgun er það slow boat og síðan Beer Lao. Kúlíó.
Er samt eiginlega búin að vera hálf veik síðan í gær. Pínu hiti, hálsbólga, krónískur hausverkur og síðan er mér líka illt í maganum. Hundleiðinlegt en ég verð bara að harka þetta af mér.
Heyrumst í Laos!

Hae Palina.

Endilega sendu mer e-mail (jonagud@gmail.com)
Thad vaeri gaman ad hittast og skiptast a ferdasogum :)

sunnudagur, desember 11, 2005

Myndir

Ég er búin að sitja fyrir framan tölvuna í næstum 2 tíma að setja inn myndir og ég nenni ekki að vera hérna lengur! Ég lofa að setja inn útskýringartexta næst þegar ég nenni.

Njótið vel.

What?

Smá búddafræði:
Í búddatrú heitir heilagasti staðurinn Wat. Wat er eins og kirkja eða hof. Gullin skreytt hús með búddalíkneski inni. Þangað fara allir sem eru búddatrúar til að biðja. Í hverju wat er lika stupa. Hvít súla, bogadregin í laginu. Á Sri Lanka sáum við risastórar stupur en hérna eru þær minni. Stupur geta líka staðið einar sér. Stupa er bænastaður, eins og wat. Angor Wat er stærsta wat í heimi. Öll wat í Thailandi heita wat eitthvað, eins Wat Phra Singh, Wat Chiang Man, Wat Chedi Luang (öll staðsett í Chang Mai).
Smá grín:
Ef maður er að spá í hverstu góður ákveðinn bær er í Thailandi þá er einfalt að telja bara fjölda wat í bænum. T.d. Chang Mai, hér eru 300 wat, þess vegna er Chang Mai 300 wött. Góður krafur þar. Kannski er einhver bær bara með 10 wat, lélegur krafur, bara 10 wött.

Þeir sem eru búddatrúar í enskumælandi löndum hljóta líka að hafa wat í sínu landi. Hér eru uppástungur að tveimur nöfnum fyrir þá fyrir wat:
Wat ever
Wat the fuck

Búddatrú eru falleg trúarbrögð, það er ekki meiningin að særa neinn með þessu, bara smá grín.

Wat Gunnar, Chang Mai, Thailand.

Trekking

Við komum heim í gær úr þriggja daga trekki (göngu). Sváfum í tvær nætur með tveimur ættbálkum í fjöllunum hérna í norður Tælandi (við landamæri Burma). Fyrri ættbálkurinn hér Lahu og seinni ættbálkurinn Lisa. Fínt fólk. Við gerðum okkur grein fyrir því áður en við fórum í ferðina að þetta yrði alltaf túristadæmi og fórum með það hugafari í ferðina að hafa bara gaman, en ekki að reyna að upplifa lifnaðarhætti þorpsbúa eða þeirra aðstæður því að það yrði hvort sem er ekki hægt (Jóna ákvað þess vegna að geyma mannfræðinginn eftir heima á gistiheimilinu). Veit ekki hvert ég er að fara með þessu, en þetta ákváðum við allavegna. Hér kemur svo smá lýsing á ferðinni, sem var mjög skemmtileg, þó að við hefðum ekki lært neitt um lifnarhætti þorpsbúa, lærðum bara að segja takk og góðan daginn á báðum tungumálunum.
Dagur 1
Lögðum á stað klukkan 9 um morgun með jeppa ásamt 10 öðrum ferðalöngum, sem voru allir að gista á sama gistiheimili og við. Frábært fólk alltsaman, gaman að hafa kynnst þeim. Keyrðum í 3 klst í átt að Burma (í norður frá Chang Mai). Þegar við vorum komin upp í fjöllin þá löbbuðum við í 3 klukkutíma yfir fjöllin til að komast í fyrsta þorpið. Komum þangað um 6 leytið. Við gistum öll saman í bambusskála sem var á stilkum. Fengum að borða í þorpinu. Eftir matinn þá komu þorpskonurnar með húfur og veski og armbönd sem að þau höfðu búið til og vildu selja okkur. Svo sungu börnin í þorpinu fyrir okkur og við gáfum þeim smá gjafir (leir, tyggjó, dót). Eftir góðar samræður yfir Jasmine tei fóru allir að sofa.
Dagur 2
Eftir morgunmat, eftir að hafa kvatt þorpsbúa þá lögðum við á stað í göng dagsins, 3 og hálfur tími. Eftir stutt stopp og núðlusúpu fórum við í rafting. Silgdum niður á í 2 tíma á þremur bambusflekum, brjálæðislega gaman en líka smá erfitt. Til þess að stýra flekanum þurfti ég að ýta stóri bambusstöng í árbotninn. Eftir rafting þá komum við í næsta þorp, til Lisa ættbálksins. Sturta, matur, markaður, spjall við varðeld, sofa í bambuskofa á stilkjum.
Dagur 3
Eftir morgunmat fór ég og Jóna, ásamt 4 öðrum á fílabak í klukkutíma. Fílar svangir, borða mikið, labba hægt. Fílar skemmtilegir. Eftir fílabak þá keyrðum við á jeppa í 30 mín. Löbbuðum í 30 mín að cave camp. Fórum með leiðsögumanni í gegnum mjög langan helli sem var inni í fjalli. Inn á einum stað, út á öðrum stað. Held að á hafi runnið eftir hellinum í árdaga, leit þannig út að hann hafi myndast svoleiðis. Við löbbuðum í u, þ.e. við komum út úr hellinum á svipuðum stað og við fórum inn í hellinn. Það tók rúmlega klukkutíma að labba leiðina. Dimmt, dropasteinar, stórar köngulær, leðurblökur, heitt. Eftir hellinn keyrðum við svo aftur til Chang Mai og komum þangað klukkan 17 í gær. Eftitr sturtu fórum við með öllum út að borða. Eftir matinn, bjór og gin og tónik. Reggí staður, sitja á gólfinu á púðum, kósí stemmning.
Núna erum við bara á internetkaffihúsi, já já.

Nýjast í fréttum:
Ungfrú heimur, Íslensk.

Nýtt afbrigði hefur fundist af gin og klaufaveikinni: gin og tónik veikin.

Erum að fara til Laos. Morgun landamærabær, sofa þar. Vakna á mánudagsmorgun og fara yfir landamærin. Mánudagur, Laos. Tekur tvo daga að fara frá landamærunum og til Luang Prabang, með Slobódan.

Verðum í Laos í 15 daga, sem sagt yfir jólin. Leiðinlegt að geta ekki hitt Valla og Önnu á Tælandi.

Er búinn að senda Saddam Hussein til Íslands í pappakassa.

Þetta er Gun Gun, Chang Mai, Thailand.

þriðjudagur, desember 06, 2005

Chang Mai

Ég gæti sagt ykkur frá ýmsu. Ég gæti sagt ykkur frá því :
 • Þegar tuktukbílstjórinn stakk af á miðri leið án þess að fá greiðslu
 • Þegar við borðuðum steiktar engisprettur á markaðnum
 • Þegar við borðuðum grillaðan kolkrabba og drukkum kaldan Chang með
 • Þegar við fórum í Skytrain
 • Þegar við fórum í Konungshöllina
 • Þegar við fórum á Khao San Rd
 • Þegar við keyptum miða í lestina til Chang Mai
 • Þegar við löbbuðum um Bangkok án þess að villast af því að Gunnar er svo klár að rata
 • Þegar við skoðuðum chinatown x2
 • Þegar við hlustuðum á 10 manns segja okkur að það væri highseason í Chang Mai og við fengjum sennilegast enga gistingu
 • Þegar við tókum lestina til Chang Mai
 • Þegar 10 æstir gistihúsaeigendur í Chang Mai vildu endilega bjóða okkur gistingu og frítt far í bæinn

En ég ætla ekki að gera það. Ég er neflilega að fara að gera eins og hitt hestafólkið hérna, horfa á bíómynd á risaskjá. Polar Express byrjar klukkan 8: Sjibbý.

Hilsen pilsen, Jóna

sunnudagur, desember 04, 2005

Við Gunnar erum að koma heim!!

Nei ekki alveg. Við gætum nú alveg hugsað okkur að klára bara peninginn okkar og koma síðan heim. Eruð þið ekki að djóka í mér. Ég gæti auðveldlega tapað mér í eyðslu og rugli. Við fórum á helgarmarkaðinn í dag. Yfir 20 000 sölubásar að selja allskonar áhugavert góss. Þvílíkt. Keyptum bara smá; 4 fiskibuxur (600 kr), nokkra boli, tvær töskur og eitthvað smá fleira. Allt nauðsynlegir hlutir fyrir bakpokaferðalanga :)
Síðan tókum við Sky Train til baka í MBK center. Ó my god. Skoðuðum bara 2 hæðir. Þá hæð sem við komum inn á og næstu hæð fyrir ofan, tæknihæðina. Fjárfestum í myndavél, jess jess. Nikon Coolpix S1. Keyptum líka nýtt minniskort, 1 gb. Allt saman hundskemmtilegt. Sá svona 30 skópör sem mig langar í, 10 úr, fullt af geisladiskum og fullt af bolum. En það er bara af því að við náðum ekki að skoða allt, listinn væri sennilegast lengri ef við hefðum skoðað meira :)
Bangkok er bæði dýr og ódýr. Hér er sæmilega ódýrt að vera á netinu, 30 bath/klukkutíma... Bjórinn er ódýr, 36 - 60 bath (54 - 90 kr) fyrir 650 ml bjór. Þvotturinn er hundódyr (3 - 4 sinnum dýrara að þvo föt á Sri Lanka). Tuktuk er hinsvegar hunddýrt. Annað hvort er það 100 bath eða 20 bath. Ef maður tekur 20 bath verðinu þá verður maður að fara í geymsteinaverksmiðju eða klæðskera. Voða skrítið allt saman.
Hér er líka allt fullt af góðum mat, steiktu kjöti og ávöxtum og þetta er allt svo girnilegt að maður er alltaf að eyða peningum.
Þannig að við erum búin að eyða slatta af peningum hérna... Upphæðin sem við erum búin að eyða hérna er næstum jafn há og sú sem við eyddum á Sri Lanka á 2 vikum!!
Sem sagt hundskemmtileg.

Nýjar myndir

Gunnar besti var að setja inn myndir í myndaalbúmið okkar. Setjum útskýringartexta næst þegar við förum á netið. Bless í bili.

Greyið maðurinn

Við erum á internetkaffihúsi núna. Það var gaur að koma inn hingað til að hringja kollekt. Hann hefur verið rændur 2svar á síðastu 2 dögum. í gær var visakortinu hans stolið og í dag var brotist inn á herbergið hans og vegabréfið, ökuskírteinið, hittv isakortið og fullt af peningum voru teknir! Konungur Tælands á afmæli á morgun og þess vegna er allt lokað hérna í kvöld og á morgun. Hér er kvöld og þess vegna allt lokað. Hann kemst ekki heim til sín og getur ekkert gert í málinu þangað til á þriðjudaginn.
Greyið.

Nútímalega Bangkok

Strax og við komum á flugvöllin í Bangkok tókum við eftir því hvað allt er nútímalegt hérna. Ég sá konu í buxum í fyrsta skipti í næstum 2 mánuði! Kannski ekki alveg, ég hef sé fullt af hestafólki (túrhestum) og svo eru löggukonurnar á Sri Lanka og í Tamil Nadu líka í buxum. Svo er ótrúlega mikið af kúlistafólki hérna. Fólk í rifnum gallabuxum, flottum bolum og smart skóm. Eitthvað sem að indverskar konur gera ekki.

Síðan keyra bílarnir hérna á þar til gerðum akreynum og bílstjórarnir eru voðalega feimnir við að nota flautuna.

föstudagur, desember 02, 2005

Jólin

Núna er annar desember og bráðum koma jólin. Eða þau gera það allaveganna bráðum á Íslandi! Við verðum nú ekki mikið vör við að jólin séu að koma nema kannski þegar við kíkjum á mbl.is og sjáum að metsölulistarnir og verðkannanir eru farnar að birtast. Núna er sól og það er mjög gott að vera ekki í jólastressinu á Íslandi. Núna er samt spurning um hvernig þetta verður af því að við erum í Tælandi. Hér er allt brjálæðislega vestrænt og stílað inn á jólaferðamenn svo að kannski sjáum við þegar jólin koma!
Hvað heitir annars verslunarmiðstöðin sem selur allskonar raftæki og drasl??

Hemmi Gunn biður að heilsa

Fannst voda fyndid i svefngalsa a flugvellinum i Sri Lanka i gær að semja póst í dag sem mundi heita: Sri Lanka - Skíta pleis, svona eins og í Sódóma: Costa Del Sol - Skítapleis. Það er kannski ósangjarnt að segja þetta, en mér fannst ekkert sérstaklega gaman á Sri Lanka. Kannski eru allir ennþá að jafna sig eftir flóðbylgjuna, ég veit ekki. Á Sri Lanka fannst mér næstum allir vera dónalegir. Allir reyndu að svindla á manni og mér fannst eins og ég væri óvelkominn þarna. En ég veit ekki, það var líka indælt fólk þarna. Ég hef alltaf ímyndað mér þetta sem mjög mistíska eyju en hún var eiginlega bara eins og smækkud mynd af Indlandi, nema allt var miklu dýrara þarna fyrir ferðamenn. En ég er kannski bara of dómharður.

Allvegna þá er ég kominn til Thailands núna og Hemmi biður að heilsa. Reyndar ekki Hemmi Gunn, hef ekki séð hann ennþá hérna í Bangkok en ég var að tala við Hemma Kobba á msn og hann bað að heilsa öllum nær og fjær.

Núna er klukkan 12 á hádegi og ég hef ekkert sofið síðan í gær. Komum til Bangkok klukkan 7 í morgun og þurftum ekki vegabréfsáritun eða neitt, skil það nú ekki alveg. Löbbuðum bara í gegnum immigration án þess að borga neitt eða útskýra neitt. Gott mál, skil samt ekkert í þessu. Var með öll skjöl og útskýringar á hreinu.

Já, ég er búin að smakka bjórinn hérna. Chang. Ágætis bjór, soldið sterkur samt, 6,4 %.

Við erum á Khao San Road. Þetta er nú meiri túrhesta pleisið. Ekkert samt líkt því sem ég sá í The Beach, ímyndaði mér þetta allt öðruvísi. Á reyndar eftir að sjá þetta að kvöldlagi. sjáum til hvað gerist. Annars eru allir mjög kurteisir hérna og ég hlakka til að ferðast um Thailand, land of smile, eins og þeir markaðsetja það.

Ég og Jóna vorum að spá, ef að við ættum einhverntíman eftir að hitta Íslendinga, þá yrði það hér. Þó það sé ekki Hemmi Gunn þá dugar það okkur. þannig að ef einhver íslendingur er í Bangkok núna þá erum við til í að hitta hann og drekka með honum eins og einn Chang. Endilega hafa samband.

Að lokum ein af setningum ferðarinnar.

Sri Lankan búi spyr: Which country?

Við svörum: Iceland.

Alltaf kom sama svarið, þetta brást ekki.
Sri Lankan búi: ICELAND; ha.... Cold country.

Og þannig lauk þeim samræðum oftast!!!

Þetta er Gunnar Magnússon, Bangkok.

Skorkvikindi

Sri Lanka er ferkar sunnarlega á hnettinum og þar er loftslagið mjög svona tropical. Það þýðir að það eru mörg skorkvikindi sem búa þar. Vegna þess að það er búin að rigna mikið síðustu vikurnar er allt út í moskító flugum, það eru moskítónet allsstaðar og á flestum stöðum fær maður moskíto coil til að brenna; meira að segja á veitingastöðunum. Og ég er að tala um RISA mossí, hlunkar sem ráðast á mann eins og ekkert væri sjálfsagðara. Svo eru venjulegar húsflugur(xxl) sem eru æstar i matinn mans, litlar flugur sem eru bara heimskar og fljúga í eyrun á manni og svo auðvitað allskonar randaflugur og geitungar af öllum stærðum og gerðum.
Sumir maurarnir hérna eru svo litlir og veimiltítulegir að ef maður kemur við þá þá kremjast þeir. Síðan eru það stóru svörtu maurarnir og stóru rauðu maurarnir. Þessir rauðu bíta og það getur verið pínu sárt og farið eftir þá endist lengi.
Ég hef reyndar ekki séð mikið af stórum köngulóm en þær sem hanga í herbergjunum eru annað hvort litlar og feitar og hreyfa bitarmana á ógnandi hátt, eða þá eru þær með pínu búk og langar og mjóar lappir.
Síðan eru allskonar bjöllur, margfætlur, fiðrildi, kakkalakkar, engisprettur og margt fleira og allt í mismunandi stærðum og gerðum. Síðan eru það auðvitað vingjarnlegu gekkóeðlurnar sem borða moskító svo að þær eru skemmtilegar :)
Ógeðslegasta kvikindi sáum við samt í fyrradag. Sátum fyrir utan herbergið okkar og vorum að sötra bjór þegar Gunnar sér þetta svarta kvikindi skríða á veggnum fyrir aftan mig! Það var svona 2 - 3 cm á lengd með eitthvað sem líktist krabbakló á rassinum. Klóin hreyfðist og virtist alveg vera tilbúin að grípa í okkur ef við reyndum eitthvað. Og svo tók hún sig til og flaug um!! Svo settist hún á hurðina hjá okkur og skreið inn um falsið og inn í herbergið okkar! Ég var nú ekki sátt við þetta svo að Gunnar minn gerðist hetja og smassaði kvikindið. Við fórum með það niður í móttökuna en fólkið vissi ekki nafnið á kvikindinu en þau sögðu að það væri ekki eitrað. Ógeðslegt.

Bangkok

Þá er maður bara loksins kominn til Tælands. Núna er klukkan hálf tólf á hádegi og ég er búin að sofa í mesta lagi klukkutíma í nótt. Skemmtilegt. Fórum upp á flugvöll klukkan 10 í gærkvöldi og biðum í 4 tíma eftir fluginu. Héldum að það væri brottfaraskattur (1500 rs á mann, 900 kr). Svo reyndist ekki vera svo að við vorum 3000 rúpíum ríkari. Það var góð nammibúð á vellinum og ég ætlaði sko þokkalega að kaupa mér Snickers. Heyrðu, bara hægt að borga í dollurum! What! Ekki hægt að borga með lókal gjaldmiðlinum?? Þannig að ég varð bara að sætta mig við að fá ekkert nammi og núna eigum við 3000 rúpíur sem er ekki hægt að skipta hérna.
Flugið var klukkan hálf 3 í nótt og fljótlega eftir að við komum um borð var komið með mat handa okkur. Ég fékk mér veg en Gunnar fékk sér rækjur. Fyndið að fá sér rækjur klukkan 3 um nótt.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Tæland beibí

Eftir tæpa 10 tíma verðum við í flugvélinni á leiðinni til Bangkok. Sjibbý.
Búin að fá þokkalegan lit hérna þrátt fyrir stanslausa notkun á spf 40. Fór í köfun um daginn. Hundskemmtilegt. Náði að vera í 53 mín á 150 bar sem mér fannst bara vera þokkalegur árangur miðað við fyrstu köfunina í næstum 5 ár.
Erum í Negombo núna en á morgun er það Tælandi Tælandison.

Tæland beibí

Eftir tæpa 10 tíma verðum við í flugvélinni á leiðinni til Bangkok. Sjibbý.
Búin að fá þokkalegan lit hérna þrátt fyrir stanslausa notkun á spf 40. Fór í köfun um daginn. Hundskemmtilegt. Náði að vera í 53 mín á 150 bar sem mér fannst bara vera þokkalegur árangur miðað við fyrstu köfunina í næstum 5 ár.
Erum í Negombo núna en á morgun er það Tælandi Tælandison.